Vikan - 22.12.1977, Blaðsíða 37
Skugginn langi
ATHUGASEMD:
Nú hefur okkur orðið laglega á í messunni við birtingu þessarar ágætu
framhaldssögu. Nokkrir dálkar lentu á villigötum, en þegar þeir allt í
einu skutu upp kollinum i höndum okkar, var búið að prenta framhald
þeirra i teimur tölublöðum. Við getum ekki betur gert en að birta hér
þessa dálka og vonum, að þessu óskiljanlegu mistök spilli ekki um of
spennandi framhaldssögu. Sem sagt: Sá hluti, sem hér birtist,
átti að koma í 48. tbl.
,,Svo það var sannarlega ekki að
ástaeðulausu, að Rory var þér
reiður,” sagði Chris og brosti
lítillega eins og hann væri að reyna
að bæta fyrir það sem hann hafði
sagt.
,,En það var eitthvað annað og
meira,” mótmælti ég. ,,Ég fann það
einhvern veginn á andrúmsloftinu,
að þeir höfðu verið að rífast áður en
ég kom. Ég heyrði að Danny og
Charles áttu í einhverjum deilum.
Þegar Danny M’pandu varð reiður,
þá öskraði hann, en Charles talaði
lágt og einhvem veginn svoleiðis,
að hárin risu á höfði manns.
Þeir voru enn að rifast, þegar
Rory gekk með mér í átt að brúnni.
Ég man það, vegna þess að Danny
sló Charles út af einhverju, sem
hann hafði sagt. Ég held það hafi
blætt smávegis úr andliti Charles.
Hringur Dannys, sem pabbi hans
hafði gefið honum í afmælisgjöf,
hlýtur að hafa skrámað andlit
Charles, því hann fór að stríða
Danny á að hann bæri hringinn eins
og trúlofunarhring.
Danny var argur út af þessum
hring, því hann hafði reynt hann á
litla fingur og þar var hann alltof
stór, en eftir að hafa þröngvað
honum á baugfingur, naði hann
honum ekki af aftur.
Ég sá ekki hvað gerðist næst, því
bróðir minn teymdi mig i burtu.
Rory neitaði alveg að tala við mig,
og þótt ég bæði hann fyrir-
gefningar, þá svaraði hann engu.
Hann skildi mig eftir við brúna, og
flýtti sér til baka sem mest hann
mátti, eins og hann vildi ekki skilja
Danny og Charles eftir eina lengi.
Ég stóð eftir á brúnni ein um
stund. Ég veit ekki hversu lengi.”
Ég þagnaði aftur og hélt áfram að
rifja upp þennan hryllilega dag.
Mér fannst sem ég hefði grátið
þarna dágóða stund og ýmis konar
óhugnanlegar hugsanir hvarflað að
mér. Nakadiubúar voru alltaf fljótir
að reiðast og Charles Nanda mundi
ekki taka þvi þegjandi að Danny
hafði slegið hann.
Myndi ég verða orsök þess að
Rory kæmi of seint? Myndi hann
koma að þeim í slagsmálum, annar
þeirra kannski slasaður og blóð-
ugur, — eða jafnvel dáinn?
Þessi sektartilfinning fannst mér
þungbærust. Ef ég hefði bara verið
kyrr heima — En þeir hefðu samt
farið að rífast. Ef ég hefði ekki sagt
Charles frá leyndarmáli Rorys og
Dannys — En það hefði heldur
ekkert minnkað þá hættu, sem
fylgdi fyrirætlunum þeirra.
..Katharine,” sagði Chris blíð-
lega og um leið vaknaði ég aftur upp
til veruleikans. „Varþetta virkilega
svona ömurlegt þennan dag? Ég —
ég veit ekki, hvað ég á eiginlega að
segja. Ég hefði aldrei átt að fara að
rifja þetta upp. En þú skilur, ég
held, — faðir Charles Nanda heldur
— að það sé eitthvað óupplýst. Ég
hef reyndar alltaf verið þeirrar
skoðunar, en þú mátt trúa því,
Katharine, þú verður að trúa mér, ég
var alveg tilbúinn að láta þetta eiga
sig. Það er svo langt síðan þetta allt
gerðist.
En Japhael Nanda er í miklu
uppnámi. Hann reynir að gera
mikið úr öllu, sem hann getur
fundið, til að klekkja á föður
Dannys, nú þegar hann er orðinn
forsætisráðherra.
Hann er reiður yfir því, hve náið
samband er milli Rorys og forsætis-
ráðherrans. Hann taldi líka Rory
alltaf bera ábyrgð á dauða Charls.
Og reyndar Danny að einhverju
leyti líka. En Nanda hefur ekki
gengið vel að finna höggstað á
M’pandu.
51.TBL. VIKAN 37