Vikan


Vikan - 22.12.1977, Page 41

Vikan - 22.12.1977, Page 41
hann bara að fullnægja hinni óseðjandi forvitni sinni?” ,,Ég vissi ekki. hverju ég átti helst að trúa og tók upp töskuna mína og sagði: ,,Ég naut matarins. Þakka þér kærlega fyrir. Mér hefði aldrei dottið í hug að fá mér að borða hérna. Hefur þú borðað hér áður?” Eh — á mánudaginn, held ég. Já, á mánudaginn.” „Varstu einn?” ,,Nei, Martin Leslie, yfirmaður bróður þins, bauð mér. Hann kemur oft hingað, það er víst fremur lélegur matur þarna hjá þeim í lögreglunni, og svo er maturinn hérna ódýrari, en á mörgum öðrum stöðum. 0, já, Japhael Nanda var líka með okkur.” Chris fylgdi mér út á götu og ég heyrði að hann fitlaði við bíllyklana í vasanum. Hann stóð til hliðar og ég settist inn í litla Mini-bílinn hennar mágkonu minnar. Hann starði fram fyrir sig, án þess að beina sjónum sínum að nokkru sérstöku. í baksýnisspeglinum sá ég bílinn, sem hann hafði komið á, standa hinum megin við götuna. „Hvenær sé ég þig aftur?” spurði hann. Ég yppti öxlum og langaði mest til að svara: „Þú sérð mig alls ekkert aftur, því ég ætla að fljúga heim á morgun.” Þessari hugmynd skaut svo snögglega upp í kollinn á mér, að mér brá við. Sennilega hefur Chris lesið eitthvað úr svip mínum, því hann hallaði sér fram og horfði rannsakandi á mig. Ég varð undrandi, þegar ég heyrði hann stama: Katharine, ekki láta —. Það er —. Ef bara þú vissir, hvað ég vildi —. O, fjandinn sjálfur.” Billinn hans var ljósblár og rykugur. Ég starði á hann i spegl- inum og vissi ekki hverju ég átti að svara. Þá sá ég, að einhver gekk í átt að bilnum og reyndi að opna dyrnar farþegamegin. „Það er einhver — ” sagði ég, en þagnaði svo. Þetta var Japhael Nanda og ég sá að hann rétti úr sér og starði til .okkar. „Þetta er allt í lagi,” sagði Chris fljótmæltur. „Hann er áreiðanlega að leita að mér. Vertu sæl, Katharine. Ég hringi til þín, ef ég má.” Næstu viku heyrði ég samt ekkert frá honum og ég var farin að efast um, að hann hefði meint það, sem hann sagði um að hringja. En svo ákváðu Rory og Sara að halda garðveislu eitt kvöldið. Þau voru að hamast við að undirbúa veisluna, þegar ég spurði bróður minn: „Hverjir koma? Kunningjar þínir úr lögreglunni?” „Aðallega,” svaraði hann. „Tvenn hjón úr klúbbnum, tveir lögregluþjónar og þeirra konur. Þá er það reyndar upptalið. Ö, reyndar kemur auðvitað Martin Leslie, yfir- maður minn, líka.” „Hvers vegna auðvitað?” „Ja, hann er eini piparsveinninn. Hann ætlast til, að honum sé boðið, kvenfólksins vegna. Og þar sem þú ert sú eina, sem er á lausu, ættirðu að gæta þín. Ég vara þig við, hann er harður kvennamaður. ” Mér flaug í hug, það sem Chris hafði sagt, að Martin Leslie hefði sagt um augun í mér, og þar með var ég aftur farin að velta fyrir mér, hvað hefði orðið um fj'rirætlanir Chris um að hringja til min. Þegar öllu var á botninn hvolft, þá var hann reyndar í viðskipta- erindum hér í Nakadíu. Sennilega færi mikill tími i að ræða við lögfræðinga og hinar ýmsu deildir rikisstjórnarinnar og semja um framtíð Mabata-búgarðsins. Og ég hafði heldur enga hugmynd um, hversu langt leyfi hann hafði fengið frá Scotland Yard, eða hve tímafrek þessi viðskipti hans væru. En það sennilegasta væri þó efalaust, að hann hafi aldrei meint neitt með þvi, þótt hann segðist ætla að hringja. Samt gat ég ekki hætt að hugsa um hann.. „Hæ, hæ,” sagði Rory og vakti mig upp úr þessum hugsunum mínum. „Vertu nú ekki að láta þig dreyma um Martin.” Ath.! Hér tökum við upp þráðinn, þar sem frá var horfið í siðasta tölublaði. „Þú sagði mer," sagði Chris, „að tala ekki um slysið við hana." „Hamingjan sanna, hvenær?” „Þegar þú fylgdir henni um borð í flugvélina til Englands.” „Ó, þá. Ja hérna, við förum aldeilis langt aftur í tímann. Leyfðu mér að óska þér til hamingju með, hve frábært minni þú hefur, herra Wentworth. Auðvitað gerðum við það. Að fara að ræða við hana um það, sem gerðist þennan dag, hefði verið ómannúðlegt.” Augu okkar mættust og hann brosti þessu gamla, hlýlega Simba frænda brosi. „Svo við víkjum aftur að þessari staðhæfingu þinni varðandi þennan helli. Hefurðu sagt Nanda frá þessu?” Ef M’pandu hefði ekki alltaf virst eins og ekkert gæti raskað ró hans, hefði ég sagt að hann héldi niðri í sér andanum. „Nei.” Chris leit sem snöggvast á hann eins og með hálfgerðri fyrirlitningu. Síðan sagði hann við Rory: „En hann kemst þangað, það skaltu vita. Hann er enginn asni. Einmitt sú staðreynd, að það varst þú, sem fórst niður til að ná í líkið af vesalings Thomson, og svona snemma morguns, þegar enginn var á ferli, verður til þess að hann fer þangað. Hvers vegna einmitt hann? mun hann spyrja sjálfan sig.” M’pandu virtist vera búinn að jafna sig. „Ja hérna,” sagði hann, , ,okkur virðist hafa orðið ýmislegt á í messunni. Þú gerir þér sennilega ekki háar hugmyndir um gáfnafar mitt, herra Wentworth.” Chris brosti lítilsháttar um leið og hann sagði: „Þvert £ móti. Þú áttir ekki annarra kosta völ. Það var sorglegt að Thomson skyldi láta lifið, en ennþá sorglegra, frá þinum bæjardyrum séð, að það skyldi einmitt þurfa að vera á þessum stað í gljúfrinu, sem hann féll fram af. Það var ekkert álitamál, þú varðst að ná líkinu, áður en einhverjum öðrum dytti í hug að reyna það. Þú varst búinn að bíða í einn eða tvo daga eftir að likið fyndist, svo þegar Rory sagði þér frá klettasyllunni fyrir ofan hellinn, þá gastu ekki hætt á neitt, ekki satt?” Rödd M’pandus var eins og ís, þegar hann sagði: „Einmitt? Og hvers vegna ekki?” „Það sem ég segi, eða jafnvel álít, er ekki það sem skiptir máli, er það?” spurði Chris. „Það sem máli skiptir er.hvað Nanda heldur, þegar hann hefur fengið tíma til að velta þessu fyrir sér.” „Og hvað heldur þú að Nanda haldi?” Simba frændi, fann ég að ég bað i huganum, gerðu það láttu hann ekki segja það. „Ég held,” svaraði Chris rólega um leið og hann stóð á fætur, „að hann fari að velta því fyrir sér, hvað geti verið á þessum ákveðna stað i gljúfrinu, sem vakti svona mikinn áhuga hjá þessum þrem drei gjum fyrir tíu árum, og sem gat hindrað það, að líkið bærist fram af fossinum. Hann gæti jafnvel ákveð- ið að kanna það nánar. Hann er enginn hugleysingi og yfirborð árinnar er einmitt nógu hátt núna. Hann hlyti að finna hellinn bak við runnana.” Chris þagnaði, en lyfti siðan brúnum í átt til Martins. Martin stóð upp náfölur og virtist mjög áhyggjufullur yfir hvernig samræðurnar höfðu snúist. Chris hafði þá ekki verið búinn að trúa honum fyrir þessu. Það var fyrst núna, sem hann sá, hvert stefndi. M’pandu, sem hingað til hafði setið og hlýtt á Chris, stóð nú á fætur og stóð andspænis honum. „Herra Wentworth," sagði hann, „við skulum reyna að koma orðum að þessum skelfilegu hugmyndum þínum. Þú ert að gefa í skyn, að Nanda muni álíta, að Danny eða Rory, eða þeir báðir, hafi drepið ■ Charles, og síðan skilið hann eftir, og — ” rödd hans brast, og hann þagði um stund, en hélt svo áfram með sýnilegum erfiðismunum — látið hann liggja og rotna í þessum bölvaða helli, og þess vegna hafi lik hans aldrei fundist?” „Eitthvað þessu líkt.” Chris leit i augu hans án þess að bl.'kna, en það var greinilegt að hann var farinn að hata þessar yfirheyrslur. „Og að ég hafi haldið þessu leyndu öll þessi ár?” „Ja herra, ég mundi álíta, að umhyggja þin fyrir landi og þjóð væri það miki!, að þú mundir láta það sitja i fyrirrúmi, jafnvel þó við mundum snúa þessu dæmi við. Framhald í næsta blaði 51. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.