Vikan


Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 10

Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 10
Fjölskyldan heima í Vogalandi, Fanný, Gréta, Jóhannes, Valdimar Qg Gudrún. til að verða sjálfstæð. Ég gekk aldrei með það i maganum frá blautu barns- beini að opna verslun!! Valdimar: — Ef einhver hefði sagt mér, þegar ég var tvitugur, að ég ætti eftir að verða kaupmaður, og það með tískufatnað kvenna, þá hugsa ég, að sá hinn sami hefði fengið einn á lúðurinn! Það var nokkuð, sem mér datt sist af öllu í hug, að ætti eftir að liggja fyrir mér. Við byrjuðum eiginlega á þessu sem aukahobbýi. Við fórum út í þetta með því hugarfari, að ég vann fyrir peningum til framfærslu heimilisins. Fanný vann við verslunina, og ég hjálpaði henni í mínum fristundum. Þá áttum við bara einn strák, en nú eru börnin orðin þrjú.Það var að sjálfsögðu mikill munur fyrir Fanný að vera bara með eitt barn þá, það er erfitt að stunda þetta með mörg börn. Við höfum þurft að misnota fjölskyldu og vini alveg miskunnarlaust til að geta farið utan. Það fer minnst vika i hverja ferð, og við förum ca. 5-6 sinnum á ári. En það er eitt gott við utanlands- ferðirnar, það er trimmið. Við göngum frá kl. 9 á morgnana til kl. sex á kvöldin, og ætli við göngum ekki að meðaltali svona 40 km á dag í þessum ferðum. Það þarf að halda á spöðunum — Voruð þið ekkert rög við að fara út í þetta? — Nei, eiginlega ekki. Við brenndum engar brýr að baki okkar, seldum gamlan bilskrjóð, sem við áttum, slógum lán, og þetta gekk. Annars er erfitt að vera kaupmaður á Islandi í dag. Við erum að selja fatnað hér á íslandi, sem er helmingi minni álagning á en er almenn regla alls staðar í heiminum. ísland er einstakt land með það, hvað við notum litla álagningu á tískuvörum. Til að láta hlutina ganga hérna, þarf virkilega að halda vel á spöðunum. Þegar við opnuðum „Fanný”, voru engar slikar verslanir hér. Þá voru Faco og Karnabær i fullu veldi, en meiningin hjá okkur með „Fanný” var, að hún væri „boutique,” með sitt litið af hverju, og eingöngu kvenfatnað. Við leggjum áherslu á að hafa mismunandi fatnað í búðunum, „Fanný” er með mjög vandaðan fatnað og fátt af hverju, en Bazar með sportlegri fatnað og daglegan fatnað. — Er ekki erfitt að kaupa inn? — Jú, það er erfitt. Við höfum gengið mörg hunduð mílur í leit að fatnaði! Við ferðumst mjög mikið, verslum inn frá Frakklandi, ítahu, Finnlandi, Dan- mörku, Englandi, Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi og Hollandi. Það er nauðsynlegt að leggja á sig mikla vinnu, svo að rétt sé keypt inn. Við förum á tískusýningar, fata- kaupstefnur og eins í fyrirtækin, en þó taka fatakaupstefnur rnestan tíma okkar. Aðal vandamálið er það, að við verðum alltaf að leita að nýjum fyrir- tækjum. Það er mjög sjaldgæft, að við verslum við sama fyrirtækið i mörg ár í einu. Flest fyrirtæki úreldast eða breyta um línu. Við verðum alltaf að fylgjast með. Þetta er ekki eins og verslanir, sem versla t.d. með rær og skrúfur, þar sem hægt er að panta eftir .númerum. Við tökum inn fatnað reglulega allt árið og afkoma versl- ananna byggist að sjálfsögðu á því, að rétt sé keypt inn. T.d. vitlaus htur getur skipt öllu máli. Við stjórnum innkaupunum saman, reynum að fá góðan, en jafnframt ódýran fatnað. 40 kvenfataverslanir á 7 árum — Nú er talað um, að tískufatnaður sé dýr. Eruð þið sammála því? — Sumum kann að þykja tískuvara dýr, en þá er spurningin: Miðað við hvað? Ef miða á við verðlag almennt hér á landi annars vegar og verðlag hjá meginlandsþjóðum hins vegar, er tískuvara hér mjög ódýr. Hins vegar er verðlag hér á landi mjög hátt, í sumum tilvikum hrikalega hátt og jafnvel óskiljanlega. Hitt er svo rétt, að tískuvara er í eðli sínu dýr vara. Hana er ekki hægt að framleiða lengi í einu. Framleiðandi verður sífellt að breyta til með efni og snið. Þetta er ekki eins og framleiðsla t.d. á nærfötum, þar sem framleitt er meira eða minna úr sama efninu og sniðunum árum saman, þó að tískunnar gæti einnig nokkuð í nærfatnaði. Staðreyndin er sú, að ef við berum saman verðin i dag og þegar við opnuðum „Fanný” fyrir 7 árum, hafa þau lækkað stórlega miðað við kaupgetuna. Þarna kemur þrennt til. í fyrsta lagi tollalækkanir, í öðru lagi meiri framleiðni í fataframleiðslu og í þriðja lagi aukin samkeppni, en síðan við opnuðum, hafa um 40 kvenfata- verslanir sprottið upp, þó að nokkrum hafi þegar verið lokað aftur. — Verðið þið aldrei leið á að fara svona mikið á fatakaupstefnur? — Jú, maður verður hálf dasaður af þessu. Þetta er eins og að skoða söfn, maður verður þreyttur eftir klukku- tíma! Maður er alltaf að sjá mismun- andi flíkur, og það þarf að nota dómgreindina til hins ítrasta. Þessu er 10 VIKAN 14. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.