Vikan


Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 41

Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 41
„Hann gæti verið það, en hann er það ekki. Jack Bridges er í fullu umboði frá sunnudagsblöðunum.” Hann tók umslag upp úr vasa sín- um, otaði að henni bréfinu, sem hafði verið í því, og benti á yfir- skriftina. „Ég held, að þetta nafn- spjald ætti að nægja.” Hann hló storkandi. Hún lét það liggja. Þetta hafði verið von, en svo smá, að hún fann varla fyrir því, að hún var brostin. „Ertu viss um, að þú hafir gert ráð fyrir öllu? Vissulega er Tim blindur gagnvart þér. Hann sér ekki í gegn um þig, hve spilltur og auðvirðilegur þú ert. Eins og þegar þú stingur hnífi inn í hjarta manns, þá heldur Tim, að hann hafi dáið í slagsmálum. En að kúga fé út úr konunni hans — það sviptir hulunni frá augum hans. Þegar hann fær að heyra um það, hvað hefur gerst hér í dag, þá er ég hrædd um, að öllu verði lokið fyrir þig. Því þó svo að maðurinn minn geti aldrei trúað neinu illu upp á fólk, og það sé auðvelt að villa honum sýn, þá er hann ekkert fífl. Vissir þú það ekki?” Hann íhugaði orð hennar lengi vel, áður en hann svaraði henni. „Þú ert kona og skeikul eins og kynsystur þínar. Til þess að full- nægja sjálfselsku ykkar, þá teljið þið ykkur trú um, að menn ykkar muni samviskusamlega apa eftir alla ykkar duttlunga. En gerir Tim það? Hann er þér trúr — það get ég sagt þér. Hann vill yfirleitt ekki hugsa um annað en pensla og striga, það vitum við bæði. En gleymdu ekki því, að hann hefur eigin skoð- anir, og ég myndi, í þínum sporum, ekki treysta svo mjög á það, að hann bregðist við alveg eins og þú vilt. Þú gætir orðið fyrir vonbrigðum.” Hún ýtti þegar frá sér tilhugsun- inni um, að Tim ætti einhverntíma eftir að gera eitthvað einungis til þess að þóknast sjálfum sér. Og nú, allt í einu, rann upp fyrir henni ljós. „Þú hatar og fyrirlítur kvenfólk, er það ekki rétt hjá mér? Það er þess vegna, sem þú bókstaflega pínir mig, viljandi. Og þú ert afbrýðisam- ur. Þú ert að farast úr öfund, af því Tim elskar mig. Þú vilt hafa hann einan, fyrir þig, alveg eins og það var, þegar hann var lítill. Þú vildir, að hann léki alveg eftir þínu höfði, þú drottnaðir yfir honum. Skipti það nokkru máli, hverri Tim giftist, þú hataðir þá, sem tók hann frá þér." Hann yppti öxlum. „Ég er nú ekki vanur að dýrka kvenfólk, reynslan hefur kennt mér annað. Og hitt, sem þú varst að tala um, eigum við ekki að segja, að það sé okkur báðum að kenna, hversu ósamrýmanleg við erum, við þolum ekki kosti hvors annars.” Hann brosti dauflega. „Og rneðal annarra orða: Hefur þú hugsað þér að gefa Tim skýrslu um þetta samtal okkar?” Þegar hún svaraði ekki, hló hann „Jæja, þér hefur þá dottið í hug, að ef til viU hefur Tim ekki þennan hæfileika þinn að búa tU harmleiki úr öUu, sem gerist í kring um þig. Það, sem þú kaUar fjárkúg- un, kynni Tim að Uta á sem rétt- mæta tilraun af minni hálfu til að standa á eigin fótum. Hann hefur alltaf verið mikill draumóramaður, hann Tim, og hann reynir líka alltaf að sjá hina hhðina á málunum.” „Og þetta notar þú þér óspart,” hrópaði hún og missti alveg stjórn á sér. „Þú notar þér hann og hefur alltaf gert það. Þú ráðskast með hann, en hann tekur ekki eftir því. En að kúga fé út úr mér, það er nokkuð, sem hann mun ekki sætta sig við.” Hann sagði með þreytutón. „Svona uppæsingur og innantóm orðatiltæki, þjóna aðeins þeim til- gangi að þyrla upp moldvirði út af jafn einföldum hlut og þeim, að ef ég fæ þrjú þúsund pund, þá fer ég af landi brott og kem aldrei aftur.” Síð- an bætti hann við biturlega: „Þú heldur þó ekki, að ég njóti þess á ein- hvern hátt að búa á þessum myrka afkima, þar sem hitastigið fer aldrei yfir frostmark?” „Það bað þig enginn um að koma og snuðra í kring um húsið, þegar Tim var ekki heima, og stela vín- flösku úr eldiviðarskýlinu.” „Aha.” Honum var greinilega skemmt. „Hvað konur geta alltaf gert veður út af bókstaflega engu. Myndir þú frekar hafa viljað, að ég bankaði á dyrnar um miðja nótt?” Hann yppti öxlum, eins og hann F ermingargjafir þarf aö velja af smekkvísi og hugkvæmni. í Rammagerðinni máfinna gjafir við hvers manns hæfi. Vandaðan íslenskan og erlendan listiðnað: Skartgripi, værðarvoðir, gestabækur, mokkaflíkur, lúffur og húfur, handprjónaðar peysur, postulíns styttur og platta, Lítið við í verslun okkar. Gjafaúrvalið hefur aldrei verið fallegra. RAMMA&ERDIN HAFNARSTRÆTI 19 14. TBL. VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.