Vikan


Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 17

Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 17
ksvættar ðar í deigi þjónustuliðinu. 1 hvert sinn sem einhver við borðið lét sér detta í hug, að hann þyrfti á þjóni að halda, var sá kominn á vett- vang, jafnvel áður en litið var upp. Samt fór ekkert fyrir þessu þjálfaða þjónaliði. Þeir birtust eins og fjandinn úr sauðar- leggnum og hurfu þangað aftur. Ef við litum yfir 75 sæta salinn, sáum við enga þjóna, aðeins gesti. Þarna raskaði enginn skarkali ró nnatargesta. KÆFA ER SKÖPUNAR- VERK DAGSINS Á matseðlinum voru forréttur og eftirréttur að eigin vali inni- faldir í verði aðalréttarins. Og aðalréttirnir voru svo af ýmsu tagi og á ýmiss konar verði. Þeir fjórir, sem við borðið sátu, fóru hver sína leið í vali. Of langt mál yrði að útskýra útkomuna hjá hverjum fyrir sig, svo ég lýsi aðeins því, sem að mérsnéri. Fyrst var „Terrine Conn- aught," eða kæfa hússins. Kæfugerð er einmitt eitt aðals- merkja franskra kokka. Á hverjum morgni búa þeir til nýja kæfu úr þeim hráefnum, sem best eru til hverju sinni. Kæfan er sögð það sköpunarverk dagsins, sem þeir leggja sál sina í. Og aldrei hef ég fengið betri kæfu á ævinni en einmitt þessa kæfu Bourdins. Næst kom aðalrétturinn ,,Filet de Boeuf en Croute Farcie Strasbourgoise/' sem er sérgrein Bourdins, afléggjari af uppfinningu fyrrnefnds Escoffier meistarakokks. Eins og nafnið bendir til, er þetta afar flókinn réttur, sem erfitt er að lýsa. Þetta voru nautalundir, smurðar sósu úr gæsalifrar- mauki, bragðbættu með koníaki, vafðar inn í deig og bakaðar í deiginu inni í ofni. Ekki veit ég, hvernig Bourdin hefur farið að því að halda kjötinu hæfilega hálfhráu og mjúku í þessari flóknu meðferð. En slíkt er eöli galdramanna. Á eftir komu svo jarðarber með hnetukæfu og þeyttum rjóma, sem ekki er i frásögur færandi, að öðru leyti en því, að þau voru jafn sérdeilis frábær matur eins og annað, sem ég fékk á Connaught. Frakkland í London Ekkert skyggði á matarveislu fjórmenninganna, nema arti- skokkar, sem voru forréttur eins. Þar var botninn góður, en blöðin ekki. HAUT-BRION ASER FA LÍKA Enn er eftir að geta vínlist- ans, sem er frægur, ekki bara fyrir lengd og gæði, heldur einnig fyrir tiltölulega hóflegt verð. Fjögurra manna hópurinn valdi sér fyrst h áI f a hvítvínsflösku af Meursault 1971 og siðan heila rauðvíns- flösku af Chateau Haut- Brion 1964, 13 ára gömlu. Hvort tveggja voru hámarksárgangarí gæðum og búnir að ná full- komnum aldri. Meursault er Búrgundarvín, sem gengur næst að gæðum víninu Montrachet, sem lýst var í þessum þætti í síðasta tölublaöi Vikunnar. Meursault er kennt við þorp, sem er í hjarta Cote de Beaune, annars aðalhluta Cote d'Or, sem er þungamiðja víngæðanna í Búrgund. Meursault er raunar næsta þorp við Puligny, þar sem er hinn frægi Montrachet vínakur. Um Meursault er sagt, að þar séu allir vínakrar í jöfnum og þvi sem næst hæsta gæða- flokki. Þess vegna felst nokkurt öryggi í kaupum á Meursault. Þar á ofan var verðið tiltölulega hagstætt, £4,65 hálfflaskan. Vínið reyndist þurrt og mjúkt, ríkulegt og gott. Umhverfisjöröina ífjórtán veislumlá Hversu frægt sem Meursault er, slær það ekki við Chateau Haut-Brion, sem er 100 ekru víngarður i Graves, nánar tiltekið í því úthverfi Bordeaux- borgar, sem nefnist Pessac. Þetta er elsti víngarður Bor- deaux-svæðisins og einn af níu meistaragörðum þess. Þaö er mikið sagt, því að Bordeaux er stærsta góðvínasvæði heims- ins. Haut-Brion er eitt þeirra fáu vína heimsins, sem menn berjast um á uppboðum og gjalda fyrir tugi þúsunda króna á flöskuna. Við greiddum á Connaught £19,50 fyrir þetta einstaklega öfluga vín, sem á sérfá lík. ÍSLANDSVEISLUR KOSTA MEIRA Auðvitað kemur að skulda- dögum að lokinni slíkri megin- veislu. Reikningurinn kom á borð og reyndist nema £95 aö þjórfé meötöldu, eða 9265 krónur á mann. Var þaö nokkru minna en menn greiöa á vín- veitingahúsum í Reykjavík. Og með fullri virðingu fyrir þeim er ekki í neinu atriði, smáu né- stóru, unnt að bera þau saman viö Connaught. í næstu viku verður birtur eftirmáli þessarar fjórtán veislu hnattferðar, er fjallað verður um vínbari í London. (Connaught Hotel Restaurant, Carlos Place, W 1, sími 499- 7070. Aðrir franskir, dýrir, glæsisalir veitinga erut.d. Mira- belle, 56 Curzon Street, W 1, sími 499-4636, Capital Hotel Restaurant, 22 Basil Street, SW 3, sími 589-5171 og le Gavroche, 61 Lower Sloane Street, W 1, sími 730-2820) Jónas Kristjánsson 14. TBL. VIKAN 17,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.