Vikan


Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 21

Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 21
En frú Fane lét sem hún heyrði ekki þetta með frændann. ,,Svo elsku drengurinn fór til Assam eða var það Bangalore — ég bara man ekki hvort var. Og mér leið svo illa, þvi ég vissi að heilsa hans myndi ekki þola þetta. Og hann var ekki búinn að vera þarna í ár (honum gekk meira að segja mjög vel, það gengur allt vel, sem Walter tekur sér fyrir hendur) þegar — hugsaðu þér bara — þegar þessi ósvífna stúlkukind skiptir um skoðun. Hún skrifar honum og segist nú vilja giftast honum” ,,Ja hérna,” sagði ungfrú Marple og hristi höfuðið. „Tekur saman pjönkur sínar, pantar sér far — og hvað heldurðu að hún geri svo?” ,,Nú veit ég ekki.” Ungfrú Marple hallaði sér áhugasöm áfram. „Lendir í ástarævintýri með giftum manni. Á skipinu á leiðinni út. Og mér skilst, að þetta hafi verið þriggja barna faðir. Og Walter mætir á bryggjunni til að taka á móti henni og það fyrsta, sem hún gerir, er að segjast svo ekki geta gifst honum. Finnst þér ekki hræðilegt að gera þetta?” „Jú, svo sannarlega. Þetta hefði algjörlega getað eyðilegt traust sonar þíns á mannlegum samskipt- um.” „Þetta hefði átt að sýna honum, hvern mann hún hafði að geyma. En svona konur komast alltaf upp með hvað sem er.” „Honum hefur ekki —” ungfrú Marple hikaði — „þótt þessi fram- koma hennar? Margur maðurinn hefði orðið hræðilega reiður.” „Walter hefur alltaf haft frábæra sjálfsstjórn. Hversu leiður eða reiður Walter hefur orðið, þá hefur hann aldrei látið það í Ijós.” Ungfrú Marple horfði hugsandi á hana. Hún leitaði hikandi fyrir sér. „Það er kannski af þvi hann er djúpt særður? Böm koma manni oft á óvart. Stundum blossar upp hjá þeim ofsareiði, þegar síst skyldi. Þau geta verið mjög tilfinningarík, þó það komi kannski ekki alltaf i ljós.” „Það er mjög merkilegt, að þú skulir segja þetta, ungfrú Marple. Ég man þetta einmitt svo vel. Gerald og Robert vom báðir skap- miklir og fljótir að fara að rífast. Það em líka ofur eðlilegt hjá hraustum drengjum —” „0, mjög svo.” „Og Walter, þessi elska, alltaf svo þögull og þolinmóður. Og svo var það einu sinni, að Robert náði í flugvélarlíkan — það hafði tekið Walter marga daga að búa það til, hann var alltaf svo þolinmóður og fingralipur — og Robert handlék það ógætilega og braut það. Og þegar ég kom inn til þeirra, lá MORÐ ÚR GLEYMSKU GRAFIÐ Robert á gólfinu og Walter var að lemja hann með skömngnum, hann var náestum því búinn að rota hann — og ég varð að nota alla mína krafta til að draga Walter frá honum. Hann sagði aftur og aftur, „Hann gerði þetta viljandi — hann gerði þetta viljandi. Ég skal drepa hann.” Ég skal segja þér, að ég varð bara hrædd. Drengir em líka svo tilfinningaríkir, finnst þér það ekki?” „Jú, svo sannarlega,” sagði ungfrú Marple. Það var greinilegt að hún var djúpt hugsi. Hún hóf aftur máls á því, sem þær höfðu rætt um áður. „Og trúlofunin fór því endanlega út um þúfur. Hvað varð um stúlkuna?” „Hún fór aftur heim. Hún lenti í öðm ástarævintýri á leiðinni til baka og í þetta skipti giftist hún manninum. Hann var ekkjumaður og átti eitt bam. Maður, sem nýbúinn er að missa konu sína, er alltaf auðveld bráð — Honum var ekki bjargar von, vesalings mann- inum. Hún giftist honum og þau fluttu inn í hús hinum meginn í borginni — St. Catherine hét það — við hliðina á spítalanum. En þetta entist auðvitað ekki lengi. — Hún hljóp frá honum áður en ár var liðið. Stakk af með einhverjum manni.” „Hamingjan góða, að heyra þetta.” Ungfrú Marple hrist höfuð- ið. „Sonur þinn má þakka fyrir að sleppa svona vel.” „Það er nú það, sem ég er alltaf að segja honum.” „Og varð hann að hætta við teræktina heilsu sinnar vegna?” Það varð aðeins þyngri brúnin á frú Fane. „Lifnaðarhættirnir þama áttu ekki við hann,” sagði hún. „Hann kom heim sex múnuðum eftir að stúlkan kom.” „Þetta hlýtur að hafa verið óþægilegt,” áræddi ungfrú Marple að segja. „Fyrst unga kona bjó hérna. í sömu borg — ” „Walter var dásamlegur,” sagði móðir Walters. „Hann lét sem ekkert hefði gerst. Ég hefði sjálf haldið (og það sagði ég líka á sínum tíma) að það væri ráðlegra að forðast hana — það hlaut að vera óþægilegt fyrir alla aðila að hittast. En Walter var ákveðinn í að sýna þeim vinsemd. Hann fór oft i heimsókn til þeirra og lék við barnið — það er reyndar dálítið furðulegt, að stúlkan skyldi koma aftur hingað. Hún er orðin fullorðin og meira að segja gift kona. Hún kom á skrifstofuna til Walters um daginn, til að gera erfðaskrá. Reed, það er nafn hennar núna. Reed.” „Herra og frú Reed. Ég þekki þau. Afskaplega elskuleg ung hjón. Hugsa sér — og hún er einmitt barnið — ” „Dóttir fyrri konu hans. Fyrri kona hans dó í Indlandi. Vesalings ofurstinn — ég er búin að gleyma hvað hann hét — Allway — eitthvað likt því — hann var alveg niðurbrotinn maður, þegar þessi gæra yfirgaf hann. Það er stundum erfitt að skUja hvers vegna verstu konumar krækja altaf í bestu mennina.” „Og þessi ungi maður, sem hún var fyrst í tygjum við? Mig minnir, að þú hafir sagt, að hann væri skrifstofumaður hjá Walter. Hvað varð um hann?” „Honum hefur vegnað vel. Hann rekur fyrirtæki, sem er með langferðabUa. Daffodil Coaches. Afflicks DaffodU Coaches. BUarnir hans em málaðir skærgulir. Það er allt orðið svo gróft nú til dags.” „Afflick?” sagði ungfrú Marple. „Jackie Afflick. Leiðinlega ýtinn náungi. Ég held, að hann hafi alltaf verið ákveðinn í að komast áfram í lífinu. Það hefur sennUega verið ástæðan fyrir því að hann fór að vera með Helen Kennedy. Læknis- dóttir og allt það — hann hefur haldið, að það bætti stöðu hans í þjóðfélaginu.” „Og Helen þessi hefur aldrei komið aftur tU Dillmouth?” „Nei, sem betur fer. Henni hefur sennUega ekki farið mikið fram. Ég vorkenndi Kennedy lækni. Þetta var ekki hans sök. Seinni kona föður hans var óttalegt fiðrUdi og miklu yngri en eiginmaðurinn. Sennilega hefur Helen verið þessi óróleiki í blóð borinn. Ég hef alltaf haldið -” Frú Fane þagnaði. „Þarna kemur Walter.” Næmt móðureyra hennar hafði greint eitthvert velþekkt hljóð úr forstof- unni. Dyrnar opnuðust og Walter Fane kom inn. „Þetta er ungfrú Marple — sonur minn, Walter. Hringdu vinur minn, og láttu færa okkur meira te.” „Þess þarf ekki, mamma. Ég er nýbúinn að drekka.” „Auðvitað fáum við okkur meira te — og skonsur, Beatrice,” bætti hún við um leið og þjónustu- stúlkan kom tU að ná í teketUinn. „Já, frú.” Walter Fane brosti aðlaðandi og sagði: „Móðir mín dekrar of mikið við mig, er ég hræddur um.” Ungfrú Marple virti hann fyrir sér, um leið og hún svaraði honum kurteislega. Vingjarnlegur og rólyndislegur maður, dálítið þreklaus og eins og afsakandi í framkomu — ekki beinlínis afgerandi persónuleiki. Eiginlega mjög litlaus maður. Trygglyndur ungur maður, sem konum geðjast lítið að. Manngerð sem þær giftast aðeins vegna þess að maðurinn, sem þær elska, endur- geldur ekki ást þeirra. Walter, sem alltaf er tU reiðu. Vesalings Walter, uppáhald móður sinnar... Walter litli Fane, sem réðst á eldri bróður sinn með skörungnum og ætlaði að drepa hann... Ungfrú Marple var hugsi. Framhald í næsta blaði. 14 TBL. VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.