Vikan


Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 16

Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 16
Gœsalifrar- og koníá nautalundir innbaka Besta mat í London fá menn sennilega í veitingasal hins aldna og virðulega „Connaught"- hótels við Carlos Place í Mayfair. Good Food Guide gefur salnum hæsta einkunn allra veitingastaða borgarinnar. Bæði Ronay og Michelin gefa honum tvær stjörnur af þremur mögulegum, og er það i báðum. tilvikum hæsta einkun-, sem veitingahúsi í London er gefin. Hjá Michelin deilir Connaught þessu viröulega sæti með aðeins einum veitingastaö öörum, ,,la Gavroche,” sem er talinn sá dýrasti í London. Vegna þessa er viðeigandi að Ijúka á Connaught hinni miklu ferö umhverfis jörðina í fjórtán veislum, sem að undanförnu hefur verið umræöuefni í Vikunni. Við ætlum að kveðja London meö stórveislu á Connaught. RAMBAÐ Á BARMI HINS MÖGULEGA Um leiö er veislan áningar- staður í Frakklandi, þvi aö svo lengi sem menn muna hefur ríkt á Connaught frönsk elda- mennska undir stjórn heims- frægra, franskra matreiðslu- manna. Nú ræður hér rík.um Michel Bourdin, ungur, franskur matreiöslusnillingur, og er hann bæði nýr og ferskur í starfi. Hjá honum fáum viö að sjá allt aðra hlið franskrar elda- mennsku en við sáum fyrr í þessari hnattferð, þegar við sóttum heim frönsku bistróna ,,le Chef.” Á báðum stöðum er byggt á vönduðum hráefnum. Þar var matreiðslan einföld, en hér er hún flókin. Michel Bourdin eldar í anda meistara Escoffier, frægasta kokks veraldarsögunnar. Hann leggur áherslu á vandasama matargerð, þar sem rambað er á barmi hins mögulega og hin minnstu mistök eyðileggja matinn. Ef hins vegar allt lukkast vel, er árangurinn ein- faldlega listaverk. INN OG ÚTÚR SAUÐARLEGGNUM_________ Frá Oxford Street má ganga Duke Street, sem liggur til suðurs andspænis austurhorni Selfridge vöruhússins. Stefnt er beint fram hjá Grosvenor Square, þar sem nafn götunnar breytist í Carlos Place. Þar er Connaught á hægri hönd, þungt og virðulegt með breskan fána yfir dyrum. Þetta er minna en fimm mínútna gangur. Hingað þýöir ekki að koma, nema pantað hafi verið. Viö göngum fjögur inn í anddyrið og sjáum hinar þungu viðarinn- réttingar. Mér dettur andartak i hug, aö hér munum við mæta Viktoríu Englandsdrottningu í fullum skrúða. En anddyrið er mannlaust og þögult. Yfirþjónninn tók á móti okkur í gangi veitingasalarins og visaði okkur til sætis. Matar- þjónn og vínþjónn færðu okkur skrár hússins og hurfu síðan. i Ijós kom, að hér var aö minnsta kosti maður á mann í SABA-SABA Móhairgarníð vinsæla fæst í f lestum hannyrða - verzlunum um land allt 16 VIKAN 14. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.