Vikan


Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 50

Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 50
Sara sigrar heiminn. Þar með var framtíðin tryggð. Sara var stöðugt í sviðsljósinu, og ýmist gekk hún fram af aðdáendum sínum eða vakti aðdáun þeirra. Hún fékk hvert aðalhlutverkið á fætur öðru. Mestu listamenn þeirra tíma festu fegurð hennar á léreft og þegar hún kom til leikhússins á kvöldin, biðu hennar herskarar af aðdá- endum, klæddir í flauel og kjól og hvítt. Þýska-franska stríðið hafði áhrif á skemmtanalífið í Paris. Meðan borgin var hersetin, setti Sara á fót spítala í leikhúsinu og rak hann fyrir eigið fé. Lögreglustjóri Parísar kunni þá sögu að segja af Söru, að hún hafði eitt sinn komið til að sækja aukabirgðir fyrir spítalann. „Þegar hún fór, tók hún með sér pelsinn minn til að gefa einum af þeim særðu,” sagði hanh þurrlega. Striðið var frönsku þjóðinni þungur dómur, hún beið nú sinn stærsta ósigur síðan ósigurinn við Waterloo. En um leið og kring- umstæður allar urðu nokkurn veginn eðlilegar á ný, hóf leikhúsið — og Sara — starfsemi sina á nýjan leik. Nú var hún orðin svo fræg, að leikhússtjórarnir höfðu ekki neitt yfir henni að segja lengur — Sara vildi ákveða sjálf. Hún veðjaði hátt og stofnaði sitt eigið leikhús — Leik- hús Söru Bernhardt — Hún ætlaði að reka gott leikhús, og kjörorðið var — gæði. Og auðvitað tókst henni vel, allt, sem hún kom nærri, heppn- aðist. Á áratugnum 1870-80 var Sara óneitanlega tískudrottning heims- ins. Siðapostulunum til mikillar skelfingar lét hún taka mynd af sér í buxnadragt — klæðnaði, sem er sem sé ekkert nýmóðins fyrirbrigði, heldur hundrað ára gömul upp- finning Söru Bernhardt! Það var á sveimi orðrómur um, að hún tæki á móti gestum sínum í marmara- baðkeri fylltu kampavíni! Árið 1879 fór Sara í fyrsta skipti í leikhúsför til Englands. Skáldið Oscar Wilde tók á móti henni við landganginn og kastaði liljuvendi að fótum hennar. Hundruðir breskra aðdáenda voru komnir til að fagna henni og báru hana á höndum sér til járnbrautarstöðvarinnar. Þetta var einkar vel heppnuð heimsókn. Franskur blaðamaður sendi skeyti til Parísar: „Orð megna ekki að lýsa þeim móttökum, sem ungfrú Bern- hardt hlaut. Bretar eru viti sínu fjær. Þetta er eins og hvert annað æði." Hvar sem hún sýndi sig, var hún umkringd aðdáendum. Prinsinn af Wales heimsótti hana í búnings- herbergið, og meira að segja lét hinn strangi og siðavandi forsætis- ráðherra, Gladstone, hrifast af hinni fyndnu og gáfuðu Söru. Sama ár lék hún í Brussel og Kaupmannahöfn, og þar var hún kynnt fyrir dönsku konungs- fjölskyldunni. Árið eftir var röðin komin að Ameríku. í Ameríku var tekið á móti henni eins og þjóð- hetju. Eitt sinn varð hún að halda kyrru fyrir í hótelherbergi sínu í heilan sólarhring, þvi að lögreglunni tókst ekki að ryðja götuna, þar sem aðdáendur hennar höfðu hópast saman. Stærsta stund hennar í Ameríku var fundur hennar við Thomas Edison, sem hún hafði lengi dáð, — ekki hvað síst fyrir, hve mjög hann líktist Napoleon! Þau eyddu nóit saman á tilraunastofu hans. Þegar hún kom til Kanada, for- bauð biskupinn í Montreal sóknar- SARA BERN- HARDT börnum sínum að sjá svo syndum spillta konu. „Kaeri starfsbróðir,” svaraði Sara blíðlega. „Því ráðist þér gegn mér? Er ekki nær, að við leikararnir stöndum saman....?” Lifandi helgisaga „Fegurð Söru Bernhardt er eins og fegurð náttúrunnar,” skrifaðieinn rithöfundur, „ólýsanleg og heillandi.” Sara var rauðhærð og grannvaxin og kannski ekki beint fögur, en frá henni stafaði ljóma, sem var eins og geislabaugur um hana. Einn af þeim, sem var heill- aður af persónutöfrum hennar, var Ambroise Damala, ævintýramaður og eiturlyfjaneytandi. Hrifningin var gagnkvæm, og hann varð fyrsti — og síðasti — eiginmaður Söru. Hamingjusólin hneig fljótt til viðar. Ambroise var forfallinn morfínneyt- andi, og aðeins ári eftir brúðkaupið skildu þau. Sara var þannig kona, að hún óskaði frelsis og vildi geta elskað þann, sem hún óskaði — og þegar hún óskaði. Árið 1885 heimsótti Sara Skandi- navíu á nýjan leik, og Óskar II konungur var viðstaddur allar fimm sýningarnar, sem hún hafði i Stokk- hólmi. Á eftir kallaði hann hana fyrir sig til hallarinnar og gaf henni kórónu úr gulli, skreytta demönt- um. Síðan hélt Sara eina sýningu í þjóðleikhúsinu í Kristianíu. Sagt er, að þegar hún var á ferðinni, hafi það líkst sirkuslest. Hún hafði yfirleitt meðferðis hundrað koffort með eigin farangri. Og síðan var auðvitað fylgdarliðið. Á stuttum tíma tókst Söru að skapa ímynd hinnar eilífu gyðju, og hún átti sæti í hjörtum fólksins í meira en tvær kynslóðir. Hún varð hugtak. Sara græddi milljónir á hst sinni — en eyddi auðæfum sínum næstum jafnharðan. Satt að segja gat hún leyft sér næstum hvað sem var í krafti frægðarinnar. Hún hafði einstakan viljastyrk, var dugleg og ungleg. Það má segja, að hún byggi yfir eilífri æsku. Þegar hún var sextíu og fimm ára, lék hún Heilaga Jóhönnu, þjóðardýrling Frakka, sem var brennd nítján ára gömul. I leikritinu stendur Jóhanna frammi fyrir dómaranum, sem spyr, hve gömul hún sé. „Nítján,” svarar Sara. Lófaklappið var eins og felli- bylur. Síðustu ár ævi sinnar þjáðist Sara af erfiðum sjúkdómi. Hún varð að láta taka af sér fótinn, eftir slæma byltu á sviðinu. En hún hélt þó áfram að leika, það var allt hennar lif. Hún hafði óbugandi viljastyrk. Árið 1918 hitti hún hinn fræga töframann Houdini. „Houdini,” sagði Sara. Þér gerið margt stór- kostlegt. Getið þér ekki töfrað fót- inn minn á sinn stað aftur?” En þó að hún gæti ekki gengið, hélt hún áfram að hrífa áhorfendur sína. Hún var drottning leikhúsanna á þeim tímum, og enn þann dag i' dag minnast leikarar um allan heim sinnar miklu fyrirmyndar: Söru! • Úr ryðfriu stáli að innan. • Hljóðlát og auðveld i notkun • Háþrýstiþvottur fyrir potta. • Sérstakur glansþvottur fyrir glös • Skolar og heldur leirtauinu röku • Þvær upp 12—14 manna borðbúnað. • Tryggið yður þjónustu fagmanna. • Vönduð en samt ódýr. Munió IGNIS verö. IGNIS Stórglæsileg og vönduð uppþvottavél Model: Aida 460 — Ef ég skyldi ekki komast hingað í næstu viku, faðir, gæti ég þá fengið að játa eina eða tvær syndir fyrirfram? RAFIÐJAN RAFTORG 50 VIKAN14. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.