Vikan


Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 45

Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 45
FLoRENCE JOHNSON var sjö- tíu og fjögurra ára. Hún bjó alein í stóru, hvítu húsi, og fyrir framan það var yndislegur garður með fallegri grænni grasflöt og yfir hundrað ára gömlum eikartrjám. Hún var falleg gömul kona með blá augu, lúnar hendur og sOfurhvitt þykkt hár, sem hún greiddi vand- lega á hverjum morgni og setti upp í hnút í hnakkanum. Eitt sinn bjó lika í húsinu maður- inn hennar, sem hafði verið læknir, og börn og barnabörn, sem óþreyt- andi höfðu hlaupið um allt frá morgni til kvölds og með þeim hafði verið líf og ánægja. En nú notaði Florence morgnana tO þess að gera hreint, og eftir hádegi fór hún út tO þess að taka þátt í góðgerðarstörf- um, en á því hafði hún byrjað, þegar maður hennar dó. Þegar hún kom gangandi eftir göt- unni, há og spengOeg í faOegu göngudragtinni sinni, kom það oft fyrir, að ungu mennirnir, sem stund- uðu nám við háskóla þar í grennd- inni, snéru sér við til þess að horfa á eftir henni og muldruðu: — Sjáið þið, hún er eins og drottning. Hinir 1700 nemendur háskólans bjuggu og sóttu fyrirlestra á svæði, sem ekki var stærra en ein fermíla. Og þrátt fyrir lítið pláss, var aUtaf verið að fjölga byggingunum. Verkamennirnir voru mættir með loftborana snemma á morgnana og hættu ekki fyrr en seint á daginn. Tveir nemendur eyddu oft tím- anum með því að spOa fótbolta á grasflötinni, er lá á milli götunnar og byggingarinnar, sem þeir bjuggu í. Annar þeirra, hár náungi með hálf- sítt ljóst hár, átti það oft tO að gleyma að hendast á eftir boltanum, því þá var hann upp- tekinn við að horfa á eftir ungu stúlkunum, sem gengu framhjá. Þetta var John Tyler, tuttugu ára gamaU nemandi við háskólann, sem hafði vahð mannkynssögu sem aðal- fag. Næsta sumar hafði hann hugsað sér að fara í ferðalag um Evrópu, og hann var þegar farinn að láta sig dreyma um, hvernig það yrði að reika á meðal ítölsku fegurðardrottninganna og ræða um stjórnmál við háskólanemendur í París. Hann og vinur hans Morris höfðu saman tvö UtU herbergi á fimmtu hæð í c-byggingunni. ÞaD var furðulegt, að þetta skyldi geta gerst. Florence Johnson læsti hurðinni á eftir sér og gekk rösklega eftir gangstéttinni. John kom á móti henni.... Hann átti stefnumót við eina stúlkuna, sem var með honum í frönskutímum, Ann Cramer, og hún hafði lofað að smyrja nesti, sem þau gætu borðað í skemmtigarðinum. Seinn, eins og vanalega, þaut hann áfram, klæddur gaUabuxum og þunnri peysu, og ljósa hárið flaksaði í vindinum. Og um leið og hann kom fyrir hornið, hljóp hann beint í flasið á Florence. Henni gafst rétt tími til að hrópa hræðslulega upp yfir sig: Æ, nei, áður en hún skall í götuna. Fólk stansaði og þyrptist að tU að sjá, hvað væri um að vera. John riðaði örUtið en jafnaði sig síðan. Svo flýtti hann sér tU gömlu konunnar. — Ó, þér verðið að fyrir- gefa mér, sagði hann, Þér meidduð yður ekkert, var það? Hún horfði ringluð í kring um sig, deplaði augunum nokkrum sinnum en svo varð munnurinn slappur, hún lokaði augunum, féU aftur t bak og skaU með höfuðið í gang stéttina. i — Guð hjálpi mér. John fór úi John gerði enga tilraun til þess að leyna því, að hann átti sök á slysinu, og það minnsta, sem hann gat gert, var að heimsækja gömlu konuna á sjúkrahúsið. Tíminn leið, en þótt hann læknaði sum sárin, þá var eitt vandamál, sem ekki varð umflúið. 14. TBL. VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.