Vikan


Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 46

Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 46
.peysunni og lagði hana saman- brotna undir höfuð hennar. Og nú stóð hann þarna, ber niður að beltis- stað. Það lak ofurlítið blóð úr munnviki gömlu konunnar. Lögregluþjónn birtist og tók stjórnina í sínar hendur. Hann skrifaði niður nafn Johns og sá um, að kallað yrði á sjúkrabíl. John barði sér til þess að halda á sér hita. — Ég sá hana alls ekki. Þetta var hræðilegt óhapp, já það var það sannarlega. Svo var Florence flutt á brott, og hann flýtti sér til að hringja i Ann Cramer. Ann var hrifin af John, og þess vegna varð hún fyrir vonbrigðum, þegar hann aflýsti stefnumótinu. — Ég er ekki í neinu að ofan, útskýrði John, og ég er að drepast úr kulda. — Var þetta bílslys? spurði Ann rugluð. Hún skildi ekki neitt, í neinu. John hoppaði fram og til baka til þess að halda á sér hita. — Nei, ég hljóp bara beint á hana, svo hún datt með höfuðið í gangstéttina. Og því miður, ég er vist hálfgerður jaki.... — Já, það má nú segja, sagði Ann og brosti aumlega í símann. John sagði, að hann myndi hringja aftur og lagði síðan á. F LORENCE JOHNSON lá á bak- inu og varð að bíta í vörina til að æpa ekki. Hún var lömuð frá hálsi og alveg niður úr. Þegar hún komst til meðvitundar á sjúkrahúsinu, hafði hún árangurs- laust reynt að hreyfa hendurnar og fæturnar. Smám saman höfðu minn- ingarnar um slysið rifjast upp fyrir henni, og kvíði og hræðsla höfðu blossað upp. Hjúkrunarkona kom til hennar með sprautu í hendinni. — Við tókum ekki eftir, að þér voruð vaknaðar, sagði hún. Og síðan bætti hún við í tón, eins og hún væri að tala við lítið barn. — En nú skal ég gefa þér hérna smávegis, svo þér getið sofnað, sjáið þér nú bara.... Daginn eftir tók John strætis- vagninn á sjúkrahúsið til þess að at- huga, hvort hann fengi leyfi til að heimsækja gömlu konuna. En honum leið ekki vel við tilhugsunina um það. Um leið og Morris vinur hans hafði heyrt fréttirnar, þá hafði hann sagt: — Æ, æ, aumingja þú. Nú færðu líklega að borga dágóða upp- hæð í slysabætur. John hafði leitað ráða hjá lög- fræðingi föður síns.sem hafði sagt, að hann þyrfti engar áhyggjur að hafa af því. Hann þurfti að bíða nokkuð lengi á sjúkrahúsinu. Hjúkrunarkona, sem sat bak við rimla, lét hann fá peysuna sína aftur og brosti síðan blitt til hans. Þessi stúlka er alltof feit, hugsaði hann ósjálfrátt. Að lokum var honum leyft að fara inn til Florence. Hann gekk þegjandalegur að rúminu með hend- urnar djúpt grafnar ofan í buxna- vasana og horfði uppburðarlítill í kring um sig. Hann er ekki annað en stór drengur, hugsaði frú Johnson. Og hárið er alltof sítt. Af hverju í ósköp- unum ætli hann láti ekki klippa sig? Hann skotraði augunum til hennar, en leit síðan fljótt í aðra átt. Sjúkrahúslyktin fór í taugarnar á honum. Hann var enginn sér- fræðingur í að umgangast gamlar konur. — Sérstaklega ekki þegar þær voru veikar. En — það var nú hans sök, að hún lá hér. — Það var ég, sem....byrjaði hann og horfði niður fyrir sig. Svo tók hann hendurnar upp úr buxnavös- unum og hélt áfram. — Ég heiti John Tyler, og ég..ég er að læra við háskólann. Frú Johnson horfði þegjandi á hann. Honum finnst þetta leiðinlegt, sagði húri við sjálfa sig. Það skein út úr svipnum, á honum. Ogþað varð tU þess, að hún varð döpur og afundin. En nú strauk John hárið frá andlit- „Ég skal koma á hverjum degi.” inu og neyddi sjálfan sig tU þess að horfa framan í gömlu konuna. Það er víst við engan að sakast, þó honum finnist þetta óþægUegt, hugsaði hún. — Það var ég, sem velti þér um koU i gær, sagði hann og horfði í augu hennar. — Og ég kom til þess að segja að. Frú Johnson kinkaði kolli í átt að stól, sem stóð í einu horninu. — Sestu niður, John, sagði hún hægt. Svo hann yrði ekki eins tauga- óstyrkur, lagði hún fyrir hann ýmsar spúrningar og hvatti hann tU þess að tala um sjálfan sig. Þau töluðu um nám hans. En i miðri setningu fékk hún ákaft hóstakast, og John flýtti sér að ná í vatnsglas og hélt á glasinu fyrir hana, á meðan hún drakk. Og allt í einu sá hann fyrir sér, hvernig hún hafði litið út nokkrum sekúndum áður en hann hljóp á hana, hvernig hún hafði gengið, svo spengUeg og ákveðin. Hann lagði glasið frá sér á borðið og sagði niður- lútur: — Ég er svo leiður yfir þessu, mér finnst þetta svo hræðUega sorglegt... Henni tókst að brosa til hans. — Ekki hugsa um það. Þú gerðir þetta ekki vUjandi. Hjúkrunarkonan kom nú inn og sagði, að nú væri heimsóknartím- anum lokið. Frú Johnson spurði, hvort hann vUdi ekki koma einhvern tíma aftur í heimsókn. — Ég skal koma á hverjum degi, þangað til þú verður frísk aftur, lofaði hann henni. — Ah, einungis þegar þú hefur tíma, sagði hún, og hann snéri sér við og fór. Það var orðið dimmt, þegar 'hann kom heim. BöRNIN HENNAR frú Johnson sáu um að ganga lfrá öUum nauðsyn- legum ráðstöfunum í sambandi við sjúkrahúsvistina, en síðan snéru þau öU heim tU sinna fjarlægu heim- kynna. Vinir hennar heimsóttu hana — en smám saman varð lengra og lengra á miUi heimsóknanna. Gamla konan gerði sér far um að vera tU eins UtiUar byrði og mögu- legt var. TU að byrja með kom John á hverjum degi, og heimsóknir hans voru hennar mesta gleði. Þau töluðu um aUt miUi himins og jarðar, og brátt vissi hún aUt um hans hagi. í fyrsta sinn sem hann sveik hana, var það Ann Cramer að kenna. Hún hafði komið gangandi tU hans, þar sem hann stóð og beið eftir strætis- vagninum á leið tU sjúkrahússins. Og hann hafði verið svo upptekinn af því að tala við hana, að hann hafði misst af vagninum. John stóð á gangstéttinni og horfði hnugginn á eftir honum, en sagði síðan í upp- gjafartóni: — Eigum við að fara eitt- hvert og fá okkur kaffi? — Ég var nú á leiðinni á bóka- safnið, sagði Ann og fitlaði við bæk- urnar. En, eins ogþú vUt. Á meðan lá frú Johnson og beið. Enda þótt hún vissi vel, að einn góðan veðurdag kæmi hann ekki, þá beið hún spennt, þangað tU heim- sóknartímanum var lokið, og hún gat ekki gert að því, að hún varð vonsvikin og jafnvel pínuUtið sár. John skammaðist sín, þegar hann kom daginn eftir. En þessi UtU mis- skilningur var fljótlega leiðréttur, og hann hét þvi að láta þetta aldrei koma fyrir aftur. En þrátt fyrir góðan ásetning brást hann henni tvisvar sinnum í vikunni, sem fylgdi á eftir, og upp frá því kom það fyrir oftar og oftar, að hann léti ekki sjá sig. Frú Johri; son gerði sér fljótt grein fyrir því, að hún gat ekki búist við honum á hverjum degi, en samt sem áður hlustaði hún aUtaf eftir fótataki hans. Það voru ekki svo margir, sem heimsóttu hana nú orðið. John og Ann eyddu nú meiri og meiri tíma saman, og að lokum fór það svo, að hún flutti heim tU hans — og við það sat. Frú Johnson hrakaði nú ört, hún átti svo erfitt með að tala, og að síð- ustu var John sá eini, sem gat skiUð hana. Þegar leið að prófunum hjá John um vorið, kom sonur gömlu kon- unnar og kom þvi tU leiðar, að hún yrði flutt á elUheimiU. Hann út- skýrði fyrir móður sinni, að hún myndi hafa það miklu betra, þar þar sem hún gæti setið úti í garði í sól- skininu og talað við við fólk á Ukum aldri og hún var sjálf. JöHN TYLER og Ann Cramer ákváðu, foreldrum sínum til mUcUlar furðu, að ferðast saman tU Evrópu um sumarið. Rétt áður en þau áttu að leggja af stað, datt John í hug, að nú væri kominn tími tU að kynna Ann fyrir „gömlu vinkonunni sinni”, eins og hann kallaði frú Johnson. Þar sem hann hafði haft svo mikið að gera í prófunum. voru nú Uðnar tvær vikur frá því að hann hafði séð hana síðast. Gamla konan sat í hjólastól í krumpuðum gráum slopp, með appelsínugult sjal yfir axUrnaa Ein hjúkrunarkonan hafði ekið henni út á veröndina, svo hún gæti tekið á móti gestum sínum út í sólskininu. Hún leit svo vesældarlega út, nú orðið, höfuð hennar tinaði aUtaf örUtið, og hún átti í erfiðleikum með að gera sig skUjanlega. 46 VIKAN14. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.