Vikan


Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 14

Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 14
PÓSTIKIW Meinatæknir Kceri Póstur! Ég vona, að Helga hafi skroppið eitthvað frá, á meðan þú lest þetta bréf. Mig langar að spyrja þig, hvað maður er lengi að lcera að verða meinatæknir, og í hvaða skðla fer maður? Ég kaupi alltaf Vikuna, og bróðir minn selur hana, og þegar ég les Póstinn, tek ég greinilega eftir því, að það eru tveir menn (eða konur), sem svara bréfunum fyrir Póstinn. Annar er alltaf mjög móðgandi og snýr út úr öllu, það finnst mér mjög leiðinlegt. Með fyrifram þökk fyrir birtinguna. Sísí Sveins P. S. Hvað er happalitur og happadagur fyrir þá, sem eru fæddir 24. 2. ? Hvaða merki á best við fiskana (bæði stelpur og stráka) ? Hvað lest þú úr skriftinni, og hvernig er stafsetningin, og hvað heldurðu, að ég sé gömul? S.S Bestu kveðjur til bróður þíns, hann er greinilega góður sölu- maður! Meinatækni er kennd við Tækniskóla islands, en sá skóli gefur ekki blaðamönn- um upplýsingar í síma, og þvi miður mátti PÖsturinn ekki vera að því að gera sérstaka ferð þangað fyrir þig, til að vita, hve langt nám þetta er. Pað er því best fyrir þig að hringja sjálf til þeirra, síminn er 84933, skrifa þeim, eða heimsækja þá í eigin persónu (ég vona, að þú sért ekki blaðamaður, því þá geturöu alveg hætt aö hugsa um þetta nám!) — Það er ekki rétt hjá þér, að Pósturinn sé tvær manneskjur...... en hann er mannlegur og er í misjöfnu skapi, eins og aðrir! En að sjálfsögðu á það ekki að bitna á þeim, sem skrifa honum. Happalitur þeirra, sem fæddir eru 24. 2., er grænn, happa- tölur 3 og 6 og happadagur er fimmtudagur. Krabbinn á best við fiskana. Skriftin ber vott um mjög mikla fljótfærni, stafsetningin er ágæt og þú ert 15 ára. Hvað segja lögin? Kæri Póstur. Ekki vildir þú vera svo vænn að segja mér, hvað 14 ára krakkar mega vera lengi úti á kvöldin, samkvæmt lögum, í 1000 manna bæ á Austurlandi? Og ef þú vildir vera svo vænn að segja mér allt happa- fyrir þá, sem fæddir eru 26. 4. (ekki veitir af). Hvernig finnst þér skriftin og stafsetningin? Með þökkum fyrir birtingu á síðasta bréfi og þessu (ef til kemur). I. Jóhanna J. i 44. gr hegningarlaganna stendur, að í kaupstöðum, kauptúnum eða öðrum þétt- býliskjörnum með yfir 400 manns, mega börn frá 12-15 ára aldurs vera út á kvöjdin til kl. 20.00, en frá 1. maí — 1. sept. til kl. 22.00, nema þau séu I fylgd með foreldrum eða öðrum fullorðnum ábyrgöar- mönnum. Happatölur þess, sem er fæddur 26. 4. eru 6 og 8, h^ppalitur gulur, og happadagur er sunnudagur. Skriftin er bara ágæt og staf- setningin einnig. Ekki nógu gömul fyrir pilluna Elsku Póstur! Eg bið þig vinsamlegast að svara þessu bréfi, því ég er í miklum vandræðum. Þannig er mál með vexti, að ég er með strák, og við sofum oft saman, en ég er ofsalega hrædd við að verða ólétt. Við notum nefni- lega engar verjur, en erum mikið að pæla í því að fá okkur verjur. Með hverju mælir þú helst? Má læknir segja foreldrum frá þvt, að maður hafi fengið pilluna hjá honum, ef foreldramir spyrja að því? Jæja, svo er það þetta sígilda, hvernig eiga saman nautsstelpa og bogmaður, og hvað lestu úr skriftinni? Ein í vandræðum. Á ég að fara til pabba að fyrra bragði? KœriPóstur! Þetta er í fyrsta skipti, sem ég skrifa þér. Þess vegna vona ég, að þú svarir spurningum mínum. Er leyfilegt, að kennarar leggi hendur á nemendur sína? Þannig er mál með vexti, að enskukennari minn leggur hendur á okkur. Margir segja, að hann sé flogaveikur, en hverju á maður að trúa ? Jæja, þá er komið að aðalspurningunum: Pabbi og mamma eru skilin, og við systkinin erum hjá mömmu. Þau skildu vegna þess að pabbi drakk svo mikið, en pabbi er húsasmiður, og margir sækjast eftir honum. Svo fór hann vestur á land og var þar sumarið sem leið, og þegar hann kom í bæinn, þá spurði hann ekkert eftir okkur. Svo þegar ég kom um jólin til hans, þá fór hann að kvartaum, hvað ég kæmi sjaldan. En ég ætla mér ekki að fara til hans, nema hann spyrji um mig. Einnst þér það rangt af mér? Jæja, hvað lestu úr skrift minni, og hvað heldur þú, að ég sé gömul? Eg þakka fyrirfram birtinguna. Sigga. Kennarar MEGA EKKI leggja hendur á nemendur sína, og ef það er rétt, að enskukennarinn þinn geri það, ættuð þið bekkjarsystkinin hiklaust að tala við skólastjórann um þetta mál. Ég fæ ekki séð, að þótt hann sé flogaveikur, hafi hann nokkurn rétt til að leggja hendur á ykkur, Ég tel, að þú ættir að fara til föður þíns að fyrra bragði. Sennilegast líður honum illa og vill gjarnan umgangast ykkur meira, en hefur kannski ekki kjark í sér til þess, sérstaklega ekki ef hann drekkur mikið. Þið ættuð öll að leggjast á eitt og hjálpa honum út úr drykkjuvandamálinu, það er nokkuð, sem hægt er að sigrast á, og þá breytist eflaust allt til batnaðar. Ef hann hins vegar sýnir þér engan áhuga, eftir að þú hefur stigið fyrsta skrefið — þá er þetta orðið alvarlegt vandamál, sem Pósturinn treystir sér ekki að ráða fram úr. Skriftin ber vott um ákveðni og hörku, og þú ert 14 ára. 14 VIKAN 14. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.