Vikan


Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 37

Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 37
á nátthröfnum og morgunhönum -manneskja, rei giftast Alltaf syfjuð á morgnana. Hræðilega erfitt að vekja. Festir ekki hugann við vinnu að morgni dag. Lifnar öll við á kvöldin og getur unnið langt fram á nótt. 'skju sig. Helst eru þaö B-manneskjurnar, sem hafa áhuga á því að vita þaö, því þeim gengur illa að vera í takt við „eðlilegan vinnudag." B-manneskjan á fætur klukkan 6 Prófessor Tollak Sirnes heldur því fram, að B-manneskjur aattu að leggja sig í einn tima eftir hádegismat, fara síðan ekki að sofa fyrr en um eitt eftir miðnætti og fara á fætur klukkan sex á morgnana. Á þeim tíma sofa þær ekki mjög fast, og það er ekki erfiöara að fara á fætur þá en þremur tímum síðar. Kenningin er sú, að þaö sé ekki fyrr en um klukkan sex á morgnana, sem B- manneskjurnar sofna virkilega fast, og á næstu klukkutímumeftir það getur verið mjög erfitt að vekja þær. ,,Viö, sem erum B-manneskjur, þurfum á A-manneskjum að halda, til þess að hjálpa okkur,” segir hann og vitnar í Freud, sem sagði eitt sinn: ,,Ef þér fáið manneskju, sem á erfitt með að vakna á morgnana, til þess að rísa úr rekkju, þá hafið þér innt af hendi verk, sem kemst næst því, sem gerist við vel heppnaöa sálgreiningu." Unntað breyta ferlinum En ekki eru allir sammála þessu. Þeir eru til, sem halda því fram, að sólarhringsferill manna fylgi vissum efnaskiptum. Og þó aö einstaklingurinn héldi til í herbergi, sem annað hvort væri stööugt bjart eða dimmt, þá myndu þessi sömu efnaskipti eiga sér stað. Þetta bendir til þess, að aöstæðurnar, sem skipta máli í mótun hegðunarmynsturs, séu persónulegar fyrir hvern og einn einstakling. En það eru alltaf til undantekningar. í því sambandi má benda á skýrslu um tilraun, sem gerð var á Svalbarða á þeim tíma, þegar dimmt var allan sólarhringinn. Þar er klukkum breytt þannig, að í staðinn fyrir, að sólarhring- urinn sé 24 tímar, þá er hann bara 22 tímar. Og þar sannast, að til eru einstaklingar, sem eftir viku hafa stillt hin líkamlegu efnaskipti inn á 22 tíma sólarhring. Þessi tveggja tlnría mismunur hættir alveg að hafa áhrif á þá. Þetta sýnir, að það er mögulegt að venja sig á nýjan feril, ef haldiö er nógu lengi áfram. En að sjálfsögðu gildir það ekki um alla. Reglusemi er galdurinn Ef við víkjum nú aftur að mismun- inum á A- og B- manneskjum, þá getur sá mismunur sjálfsagt valdið erfiö- leikum á vinnustað. Sá sem á í erfiö- leikum með að einbeita sér á morgn- ana, getur átt I erfiðleikum með að finna sig í vinnu frá 9-5. Og sá, sem þykir best að vinna á morgnana, getur átt í vandræðum með að venja sig á næturvinnu. Og þar sem ekki er alltaf hægt að fá vinnu, sem er sniöin eftir líffræöilegum þörfum manna, þá getur það verið nauðsynlegt að breyta venjum sínum eftir þeim vinnutíma, 'sem stendur til boða. Og flestum ætti að takast það. Þá er bara að vera þolinmóöur, stappa í sig stáiinu og halda áfram, þó það geti stundum verið erfitt. Þetta getur tekið margar vikur, svo það er nauösynlegt að hata ákveöna tímaáætlun, t.d. aö fara alltaf aö sofa á sama tíma á kvöldin. Og þó ekki sé mælt með þeirri lausn, þá hefur sumum þótt nauðsynlegt að taka inn svefntöflur fyrstu næturnar, á meðan verið er að komast yfir fyrstu erfiðleik- ana. En þá verður að gæta þess að fara líka alltaf á fætur á sama tíma á morgnana, hvort sem fólki líkar betur eða ver. Reglusemi, það er galdurinn. Og á einni til tveimur vikumaettiflestum aö takast að venja sig á hið nýja hegðunarmunstur. 14. TBL.VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.