Vikan


Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 42

Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 42
vildi hætta þessu tali. „Við skulum ekki gleyma okkur í svona ómerki- legum umkvörtunum. Þú vilt, að ég fari. Ég er tilbúinn til að hlita því. Þrjú þúsund pund, og ég skal fara héðan, ljúfur eins og lamb. Ef það bregst, þá skrifa ég undir hjá náung- anum. Og ég hverf þér sjónum. Segðu Tim frá þessu, ef þú vilt, en hann gæti aldrei útvegað þessa peninga, og ég er heldur ekki svo viss um, að hann myndi vilja reyna það. En þú gætir haft rétt fyrir þér." HÚN fann til óvissu. Tim myndi ekki..gæti ekki. Það var óhugs- andi, að nokkur maður, sem elskar konuna sína, léti það ótalið, að hún byggi undir sama þaki og fjárkúg- ari. En í tólf ár hafði hann ekki viðurkennt úrskurðinn, sem dómar- inn og kviðdómendurnir höfðu kveðið upp yfir bróður hans. Hann hélt áfram stuttaralega: ,,Ef þú hefur rétt fyrir þér, en ekki ég, hvað gerist þá? Tim hendir mér út. Þá krefst ég þess, að Jack Bridges útvegi mér herbergi á hóteli í London. Það kæmi mér vel. Þó svo að þú virðist ekki geta skilið það, þá er ég að gera þér greiða. Ég þarf ekki að gefa þér þennan möguleika, ég gæti farið á morgun og undirritað þennan samning. Ef þú ferð hjá þér við tilhugsunina um að vera með mér í stórfrétt á opnu í einhverju sunnudagsblaði, þá gef ég þér það ráð að halda þér saman og reyna að fara að vinna að því að útvega þessa peninga." ,,Sem þú síðan myndir hrifsa til þín, um leið og þú skrifaðir undir samninginn. Yrði það ekki fullkomið svindl, ha?” Hann stóð upp, gekk að glugg- anum og stóð þar svo lengi, að hún sá rautt af bræði. „Hvernig er hægt að treysta morðingja?” Hann snéri sér hægt við. „Heyrðu nú, Lucy. Þú heldur, að þú sért með eindæmum gáfuð. Sannleikurinn er sá, að þú ert búin að koma þér í svo laglega klípu, að þú eygir enga leið út úr henni, öðruvísi en að ég komi til hjálpar. Ég er að bjóða þér lausn á málinu. Ákveddu þig nú. Annað hvort lokkar þú einhvern í þinni vel- efnuðu, virðulegu og virtu fjöl- skyldu til að lána þér eða gefa þrjú þúsund pund, eða ég sel sögu mína. Milli vonar og ótta Þú getur sagt Tim frá þessu, ef þú vilt. Ég lofaði Bridges, að ég myndi hafa tekið ákvörðun eftir tíu daga héðan í frá. Eigum við að segja, að éggefi þér viku frest?" Hún sagði með fyrirlitningu: „Það er aðeins ein mannvera á þessari jörð, sem lætur sig einhverju varða, hvort þú ert lifandi eða dauður. Og fyrir peninga ert þú reiðubúinn að eyðileggja það samband. Ef ætti að sanna það fyrir Tim, hve auðvirðileg og einskisnýt skepna þú ert í raun og sannleika, þá væri það eins og að væri verið að nota þinn hníf á hann. Ég myndi aldrei leyfa þér það.” „Reyndu þá að útvega þessa peninga," sagði hann ákveðið. „Þú heíur nákvæmlega viku til þess.” Hún tók lykilinn að vinnustofunni ofan af naglanum í forstofunni og barðist gegn stingandi kóldum vind- inum yfir flötina. Hún gat ekki búist við Tim, fyrr en í fyrsta lagi eftir tvo tíma, og hún gat ekki hugsað sér að vera í sama húsi og Bernard, óvarin fyrir brjálæðiskenndri röksemda- fræslu hans, það útheimti meira hugrekki en hún átti til. Hún var svo upptekin af þessari innri baráttu, sem var eins og hún ætti í einkastyrjöld við sjálfa lsig, að hún tók ekki eftir veðrabrigðun- um, að ofan úr silfurgráum himnin- um svifu stórar snjóflyksur, sem settust í hár hennar og á axlirnar og ermarnar á nýja jakkanum hennar. Hún yrði að segja við Tim: „Bernard er eigingjarn fjárkúgari, honum þykir ekkert vænt um þig, og nú ætlar hann að bendla sitt nafn við þitt, einungis til að hafa út úr því peninga. Hann ætlar að slengja því framan í þig og aðra, að þú eigir bróiður, sem er dæmdur morðingi." En hún vissi, að hún gæti það aldrei. Hún gæti aldrei orðið til þess að valda honum slikum sársauka. SÚ staðhæfing Bernards, að Tim væri alveg sama, að hann myndi líta á málið öðruvísi en hún, var fárán- leg. Hún þekkti hann betur en Bernard gerði. En hvar gat hún náð i þessa peninga, þennan fjársjóð? Hver gæti lánað henni eða gefið svona stóra upphæð? Hún opnaði dyrnar og staldraði aðeins við á þröskuldinum til þess að líta til baka yfir snævi þakið landslagið, sem virtist eins órjúfan- legt og járnplata. Hún spurði sjálfa sig: „Ef ég hefði nú ekki fengið óbeit á honum, þegar ég sá hann á brúnni? Ef hann hefði komið eðlilega og bankað á dyrnar?” En ein spurning rak aðra, þangað til hún kom að þeirri staðreynd, að ef Bernard hefði ekki komið, þá hefði Tim aldrei sagt henni frá honum. Hún var, eins og nærri mátti geta, löngu búin að fyrirgefa það, en samt sem áður hafði það gerst. Vinnustofan var stórt, ferkantað herbergi, með stórum gluggum á hverri hlið og einum loftglugga. Myndatrönur voru út um allt, svo oggamlir stólar og skemlar og ýmis konar málningarútbúnaður. Strigi lá í hrönnum á gólfinu. Ósjálfrátt færði hún sig nær stærstu trönunum og starði á mynd- ina og fann um leið, hvernig óróleik- inn hvarf og friður færðist yfir hana. Málverkinu var ekki lokið, en það var langt komið, þetta var eins og kraftaverk efnis og lita, hörðum og mjúkum litum var svo meistaralega vel blandað saman, og listaverkið fékk þýðingu, um leið og horft var á það. Hann hafði fengið hugmyndina að því, hinum megin í dalnum, síð- asta haust, þegar þau fóru með Robin í síðustu skógarferðina, áður en hann fór til baka í skólann. Er hún stóð þarna í auðmýkt og lotningu, var eins og ákvörðunin kæmi að sjálfu sér. Henni hlyti að takast að útvega þrjúþúsund pund til þess að hreinsa Bernard út úr lífi þeirra. Og þá, allt i einu, fékk hún hugmynd, og af vörum hennar leið andvarp. Framhald í næsta blaði. Nú getum við boðið þessi finnsk-hönnuðu sófa- sett með leðuráklæði. Framleiðum þau einnig með áklæðum eftir eigin vali. Eigum margar tegundir af leðursófasettum. m KJÖRGARDI SÍMI /6 975 SMIDJUVEGI6 SÍMI 44544 42 VIKAN 14 TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.