Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 39
FRAMHALDSSAGA
EFTIR MARY SERGEANT
ÞAÐ SEM AÐUR ER KOMIÐ:
Milli vonar
Lucy og Tim Hunt hafa verift gift i
ellefu ár. Þau giftust gegn vilja
foreldra hennar, en Tim er list-
málari, sem haföi ekki gengift of
vel aft kom verkum sínum á
framfœri. Þau búa afskekkt uppi i
sveit, og einn dag, þegar Tim er
fjarverandi i verslunarerindum,
hittir Lucy undarlegan mann í
skóginum. Þaft er þá bróftir Tims,
en af hræöslu vift aft foreldrar Lucy
myndu banna henni aö giftast sér,
hafði Tim aldrei sagt neinum frá
þessum einkabróöur sínum, sem
hafði verift dæmdur i tiu ára
fangelsi, fyrir morft. Lucy er
skelfingu lostin, yfir þeirri hugsun
að þurfa aft búa i sama húsi og
morftingin, og þrátt fyrir aft hróftur
Tims sem listmálari aukist með
hverjum deginum, ákveður hún aft
flytjast til móöur sinnur og hugsa
máliö. Er hún snýr aftur hittir hún
fyrir Bernard, einmana....
„Nei, ekki af Tim, heldur mér.”
Við þessi orð hans hringdi
viðvörunarbjalla í höfði hennar, án
þess að hún gæti skýrt af hverju. En
hún gat ekki losnað við þessa
tilfinningu, að allt, sem Bernhard
tók sér fyrir hendur, væri á einhvern
hátt grunsamlegt. Það hafði byrjað
með stolnu flöskunni.
„Þvi skyldi hann vilja eiga viðtal
viðþig?” .
Hann horfði lengi á hana, áður en
hann tók ákvörðun. „Ef til vill er
þetta rétti tíminn til þess að við
tölum svolítið alvarlega saman,
Lucy. Að við verðum heiðarleg,
hvort við annað. Þegar allt kemur til
alls, getum við ekki dregið það
endalaust.”
„Við skulum gera það,” sagði hún
rólega.
„Sestu þá niður, þetta gæti tekið
svolítið langan tíma.” Hann sagði
íhugandi, um leið og hún settist:
„Égþori að veðja, að að þú vonaðist
alla leiðina heim, að ég væri farinn,
að mér hefði verið sparkað út úr
húsinu. Ég hef eins konar sjötta
skilningarvit, skilurðu?”
Hún svaraði og lét sem hún heyrði
ekki háðið: „Að sjálfsögðu þætti
mér gott að fá að heyra framtíðar-
áætlanir þínar. Robin kemur til með
að þurfa að fá herbergið sitt, þegar
hann kemur heim um páskana.”
„Svo að ég er vinsamlegast beðinn
um að-hypja mig á brott, svo þú
getir haldið áfram að lifa þessu
reglusama, borgaralega lifi þínu.
örugg. Það fyndist þér himnariki, er
það ekki satt? Engir glæpamenn,
takk, sem gætu opnað augu Tims
fyrir veruleikanum.”
Hún varð að beita öllum sínum
kröftum til þess að halda aftur af
sér, og sagði kuldalega: „Var ekki
hugmyndin sú, að við ætluðum að
tala um mig ogþig?”
„Satt er það. Ég ætla að byrja á
þvi að viðurkenna, að mér er
fullkomlega ljóst að þin stærsta ósk
er að losna við mig. Að þú hafir
snúið hingað aftur með úrslitakosti
fyrir Tim: Annaðhvort fer ég eða
Bernard.”
„Það er rétthjáþér.
„Ef ég nú lit á þá staðreynd, að
það vill svo til, að bróðir minn er
giftur tilgerðarlegri, þröngsýnni og
vanabundinni konu, sem er svo frá
sér af afbrýðisemi, að hún vakir yfir
hverju einasta spori eiginmanns
síns og sonar, eins og ljónynja, verð
ég að fara að hugsa um framtíðina.
Það er það viturlegasta, sem ég get
gert, ekki satt?”
Hún fann, hvernig vonarneistinn
kviknaði hjá henni, en sagði samt
ekki orð. Hún vildi gera allt, sem i
hennar valdi stóð, jafnvel viður-
kenna hleypidóma sína gagnvart
honum, einungis ef hann vildi fara.
„Og hér er það sem Jack Bridges
kemur til sögunnar. Þú spurðir,
hvað hann gerði. Hann er blaða-
maður. Og svo að ég sé nákvæmur,
nokkurs konar nafnlaus blaða-
maður. Hann ferðast um með segul-
bandstæki og talar við fólk, sem
getur sagt frá, en ekki skrifað, fólk,
sem hefur frá einhverju að segja,
sem aðrir eru tilbúnir til að kaupa og
lesa. Þá fer hann á skrifstofu sína og
umskrifar viðtölin, klippir burt það,
sem kemur málinu ekki við, og úr
þessu verður síðan hnitmiðuð
frásögn, sem lesendur sunnudags-
blaðanna gleypa í sig. Nafnlausi
blaðamaðurinn, sem aldrei verður
frægur, aðeins ríkur. Skilur þú
þetta, sem ég hef verið að segja?”
„Ég veit alveg fullkomlega,
hvernig þessir blaðamenn vinna. En
ég skil ekki, hvað einn þeirra var að
gera hér. Þú getur aldrei fengið Tim
til þess að taka þátt í svona
vitleysu. Ekki þó þú byðir honum
milljón fyrir. Hann er svo
hlédrægur, að honum líður illa,
þegar hann sér nafn sitt á prenti. Þú
hlýtur að vita það. Hann myndi
aldrei samþykkja að tala inn á segul-
band.”
„Ég er ekki að tala um Tim,”
hreytti hann gremjulega út úr sér.
„Tim hefur ekki frá neinu að segja,
sem fólk myndi borga fyrir að lesa.
Enþað hefég.”
Henni fannst sjálfsánægja hans
hlægileg. „Ég leyfi mér nú að efa
það.”
„Það er af því, að þú ert heims lítil
húsmóðir,” sagði hann með ofsa,
„sem ert svo upptekin af þínum
eigin ómerkilegu vandamálum, að
þú heldur, að það sé ekki neitt annað
til. Það vill svo til, að fangelsismál
eru fréttaefni. Það sem gerist
raunverulega á bak við rimlana er
fréttaefni. Frá þessu get ég sagt, og
þetta er það eina, sem ég hef úr að
spila. Svo að ég hef hugsað mér að
nota mér það.” Rödd hans fékk á sig
eftirvæntingarblæ. „Dæmdur
maður segir frá. Þetta gæti orðið
sæmilegasta fyrirsögn.”
Hún stamaði: „Ertu að segja, að
þú ætlir... ” Hún leiðrétti sjálfa sig
samstundis. „Þú gætir það ekki.
Tim þyldi það ekki. Núna, einmitt
þegar hann er á uppleið, að það komi
fram í blaðagrein, að bróðir hans sé
dæmdur morðingi.”
í stað þess að segja það, sem
henni var efst í huga, sagði hún:
„Ég, sem hélt, að þér þætti svo
vænt um hann, þú varst hinn
trausti, eldri bróðir hans. Þið
ætluðuð að þola allt saman, súrt og
sætt, það sagði Tim, að þið
hefðuð gert.”
38 VIKAN 14. TBL.
14. TBL. VIKAN 39