Vikan


Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 36

Vikan - 06.04.1978, Blaðsíða 36
Jú, vissulega er líffræðilegur munur EF þúert í? Verður fljótt þreytt á kvöldin. Sofnar fljótt og fast. Vaknar hress og úthvíld. Á best með að vinna á morgnana. Ert þú A- manneskja eða B-mann- eskja? Ert þú ein af þeim öfundsverðu persónum, sem stekkur fram úr rúminu hress og kát, sem syngur í sturtunni, og skokkar ef til vill stuttan spöl, áður en hún heldur til vinnu? Eða ert þú kannski ein af þeim, sem gæti Dorgað hvað sem væri fyrir að fá að liggja ,,bara pínulítið lengur", sem rétt getur skreiðst fram úr rúminu og er varla vöknuð fyrr en undir hádegi ? En í sannleika sagt, þá á nú morgunhaninn sín takmörk. Hann byrjar að geispa snemma á kvöldin, og það getur oft verið erfitt aö fá hann til að koma í bíó, því hann sofnar alltaf. Þá er nátthrafninn í essinu sínu, tekur gjarnan fram saumavélina eða heimavinnu af skrifstofunni, og hann bókstaflega elskar aö sitja og rabba langt fram á nótt. En skiptir það yfirleitt nokkru máli, hvort maöur er A- eða B-manneskja? Hvort það skiptir máli? Hugsiö ykkur hjón, sem hafa svona ólíkar svefn- venjur. Ef þau sofa ekki einfaldlega í sitt hverju svefnherberginu, verða þau að taka endalaust tillit til hvors annars, annars getur farið að hrikta í stoöum hjónabandsins. er hægt að draga skýr mörk á milli A- og B-manneskju. A-manneskjan verður fljótt þreytt á kvöldin, sofnar fljótt og djúpt og vaknar hress, úthvíld og í góðu skapi. Þetta fólk vinnur yfirleitt mjög vel á morgnana. En B-manneskjurnar eru þreyttar á morgnana, það er erfitt að fá þær til að fara á fætur, þær ætla aldrei að geta fest hugann við vinnuna á morgnana, en þegar líöa tekur á daginn, þá fara þær að lifna við og geta haldið áfram aö vinna langt fram eftir nóttu. Sumir halda því fram, að það fólk, sem ekki stundar líkamleg störf, sé oftar B-manneskjur. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á heilastarfsemi benda til þess, að breytingarnar frá svefni yfir í vöku gangi miklu hægar hjá B-manneskjum. Þess vegna er alls ekki hægt að segja, að það sé einungis leti að kenna, þótt sumum þyki gott að lúra fram eftir. Eru hvítflibbarnir B-manneskjur? Þegar talaö er um svefnvenjur fólks, Sólarhringsferill á geimferðaöld. Hér áður fyrr varð fólk að vinna öll aökallandi störf á milli sólaruppkomu og sólseturs.Engum datt þá i hug að afsaka letihauginn, sem ekki gat drattast fram úr rúminu klukkan sjö, með því, að hann væri B-manneskja. En með aukinni tækiniþróun, rafmagni o.s.frv. hófust nýir tímar í lífi þeirra, og skaltu ald -manrn þeir hafa fengiö tækifæri til að ráða sínum vinnutíma sjálfir, hvaö þaö snerti. Það voru þó fyrst og fremst hina- ar svimandi öru framfarir í samgöngumálum, sem fyrst vöktu fólk til umhugsunar um mismunandi sólar- hringsferil manna. Þessari þróun er ef til vill best að lýsa með tveimur bóka- titlum: ..Umhverfis jöröina á áttatiu dögum" (1878) eftir Jules Verne og ,,Umhverfis jörðina á átta dögum" (1931) eftir Wiley Post. Ef slík bók væri skrifuö I dag, myndi hún eflaust hljóta nafnið „Umhverfis jöröina á áttatíu og átta mínútum,” sem er mesti hraði geimfars á slíri braut. Lengi hefur fólk vitað, að allar lifandi verur hafa sólarhringsferilf sem er tuttugu og fjórir tímar, samsvarandi þeim tíma, sem það tekur sólina aö fara hring I kring um jörðina. Og þar af eyöa þær einum þriðja af þessum tíma til þess að sofa. Og þaö var strax á tímum Aristotelesar, sem menn töluöu um sólarhringsferil hjá lifandi verum, en þá tóku menn mið af þvi, hvernig blómin opnuðust og lokuöust alltaf á vissum tíma sólarhringsins. En það er ekki hægt að segja að neinar rannsóknir hafi veriö geröar á þessu fyrirbæri, fyrr en síöustu árin. Það var ameriskur lífefnafræðingur, sem fyrstur byrjaöi að velta þessu alvarlega fyrir sér, árið 1950, eftir að hann hafði flogið frá Ameriku til Þýskalands og aftur til baka á mjög skömmum tima. Hann segir aö við höfum,,innstillta klukku." Þessi klukka léti ekkert heyra í sér, ef við ferðumst milli staöa, til dæmis meö hestvagni. En um leið og við förum að gera eitthvaö róttækara, til dæmis að fljúga frá austri til vestur frá Tókíó til Kaupmanna- hafnar, þá segir tímamismunurinn til sin um leiö, og sólarhringsferillinn fer allur úr skorðum. Það getur tekið um þaö bil viku að jafna sig eftir slíkt, svo að fólk geti farið að sofa á réttum tímum aftur. Úthald og líkamshiti. Venjulegt fólk fer reyndar sjaldan slíkar vegalengdir, en innbyggða klukkan gengur stöðugt. Við vöknum yfirleitt á sama tíma á morgnana verðum syfjuö á sama tima á kvöldin. Það hefur lengi verið vitað, að hægt væri að skipta fólki i A-manneskjur og B-manneskjur, en ekki ástæðuna fyrir því. Árið 1963 sýndi amerískur vísinda- maður að nafni Kleitmann fram á það, að línurit yfir úthald og hitastig líkamans fylgdust aö. Með tilraunum hafði hann fundiö út, að þeir, sem höfðu öll einkenni þess að vera A- manneskjur, hefðu hærri líkamshitastig á morgnana en B-manneskjur, og það var ekki fyrr en líöa tók á daginn, sem B-manneskjur náðu því hitastigi. En hann heldur því einnig fram, að þaö sé hópur af fólki, sem hvorki tilheyrir A né B, heldur standi einhvers staðar mitt á milli. En er mögulegt að breyta sínum eigin sólarhringsferli? spyrja margir sjálfan 36 VIKAN 14. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.