Vikan


Vikan - 06.04.1978, Síða 16

Vikan - 06.04.1978, Síða 16
Gœsalifrar- og koníá nautalundir innbaka Besta mat í London fá menn sennilega í veitingasal hins aldna og virðulega „Connaught"- hótels við Carlos Place í Mayfair. Good Food Guide gefur salnum hæsta einkunn allra veitingastaða borgarinnar. Bæði Ronay og Michelin gefa honum tvær stjörnur af þremur mögulegum, og er það i báðum. tilvikum hæsta einkun-, sem veitingahúsi í London er gefin. Hjá Michelin deilir Connaught þessu viröulega sæti með aðeins einum veitingastaö öörum, ,,la Gavroche,” sem er talinn sá dýrasti í London. Vegna þessa er viðeigandi að Ijúka á Connaught hinni miklu ferö umhverfis jörðina í fjórtán veislum, sem að undanförnu hefur verið umræöuefni í Vikunni. Við ætlum að kveðja London meö stórveislu á Connaught. RAMBAÐ Á BARMI HINS MÖGULEGA Um leiö er veislan áningar- staður í Frakklandi, þvi aö svo lengi sem menn muna hefur ríkt á Connaught frönsk elda- mennska undir stjórn heims- frægra, franskra matreiðslu- manna. Nú ræður hér rík.um Michel Bourdin, ungur, franskur matreiöslusnillingur, og er hann bæði nýr og ferskur í starfi. Hjá honum fáum viö að sjá allt aðra hlið franskrar elda- mennsku en við sáum fyrr í þessari hnattferð, þegar við sóttum heim frönsku bistróna ,,le Chef.” Á báðum stöðum er byggt á vönduðum hráefnum. Þar var matreiðslan einföld, en hér er hún flókin. Michel Bourdin eldar í anda meistara Escoffier, frægasta kokks veraldarsögunnar. Hann leggur áherslu á vandasama matargerð, þar sem rambað er á barmi hins mögulega og hin minnstu mistök eyðileggja matinn. Ef hins vegar allt lukkast vel, er árangurinn ein- faldlega listaverk. INN OG ÚTÚR SAUÐARLEGGNUM_________ Frá Oxford Street má ganga Duke Street, sem liggur til suðurs andspænis austurhorni Selfridge vöruhússins. Stefnt er beint fram hjá Grosvenor Square, þar sem nafn götunnar breytist í Carlos Place. Þar er Connaught á hægri hönd, þungt og virðulegt með breskan fána yfir dyrum. Þetta er minna en fimm mínútna gangur. Hingað þýöir ekki að koma, nema pantað hafi verið. Viö göngum fjögur inn í anddyrið og sjáum hinar þungu viðarinn- réttingar. Mér dettur andartak i hug, aö hér munum við mæta Viktoríu Englandsdrottningu í fullum skrúða. En anddyrið er mannlaust og þögult. Yfirþjónninn tók á móti okkur í gangi veitingasalarins og visaði okkur til sætis. Matar- þjónn og vínþjónn færðu okkur skrár hússins og hurfu síðan. i Ijós kom, að hér var aö minnsta kosti maður á mann í SABA-SABA Móhairgarníð vinsæla fæst í f lestum hannyrða - verzlunum um land allt 16 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.