Vikan


Vikan - 19.10.1978, Qupperneq 7

Vikan - 19.10.1978, Qupperneq 7
 — Vé, hér einu sinni var ég 53 kilól, sagði Ragnheiður, þegar nélin staðnœmdist við 58. ans. Hún sá ekki ástæðu til að halda ástandi sínu leyndu fyrir starfsfélögum sínum, og allir fylgdust áhugasamir með framvindu mála. Með gúrku- og tómatasýki Enda þótt barnsmeðganga sé fullkom- lega eðlilegt ástand, er margt, sem hrjáð getur konur um meðgöngutímann, svo sem verkir hér og þar um likamann, meltingar- truflanir, ógleði, svefnsýki, blæðingar, erfiðleikar við þvaglát og fleira. Oftast eru þessir erfiðleikar aðeins í litlum mæli, en stundum verða þeir svo miklir, að læknis- aðstoð þarf, og ætti engin barnshafandi kona að veigra sér við að ræða hvaðeina, sem angrar hana, við lækni. Þetta gildir einnig um sálræn vandamál, sem ekki eru óalgeng meðal kvenna um meðgöngutím- ann og stafa iðulega af misskilningi. Við skulum láta Ragnheiði lýsa því með eigin orðum, hvernig henni leið: „Ég var blessunarlega hraust allan tím- ann, slapp til dæmis alveg við hina marg- umtöluðu morgunógleði. Það eina, sem angraði mig dálítið, var verkur, eða tak, í mjöðm, sem lagði niður í fótinn, og það var oft óþægilegt að standa upp og hreyfa sig fyrst eftir að maður hafði setið nokkurn tíma. Mér skilst, að þetta sé ekki óvenjulegt meðal ófriskra kvenna. Sálræn vandamál slapp ég alveg við. Að vísu kom fyrir, einkum fyrstu vikurnar, að ég velti því fyrir mér, hvernig ég mundi bregðast við, ef eitthvað yrði að barninu. Slikar hugsanir þjaka margar konur mjög mikið, en mér tókst að ýta þeim alveg frá mér og var að öðru leyti í góðu jafnvægi allan tímann. Það er víst algengt, að ófrískar konur séu gripnar mikilli löngun í vissar matarteg- undir, og ég var haldin algjörri gúrku- og tómatasýki, sem var náttúrlega mjög heppi- leg sýki fyrir heilsuna. Og fyrst ég minnist á mat, finnst mér rétt að benda á, að ófrískar konur fá helmingsafslátt af tannviðgerð- um, en á því þurfti ég reyndar ekki að halda. Ég tel mjög nauðsynlegt að fylgjast vel með heilsufarinu um meðgöngutímann, og ég fór samviskusamlega i skoðun á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur, fyrst þegar ég var komin u.þ.b. 3 mánuði á leið og siðan mánaðarlega, nema vikulega síðasta mán- uðinn. í hverri skoðun var ég vigtuð og mæld um magann, mældur blóðþrýstingur og blóð, þ.e.a.s. blóðprufa var tekin öðru hverju, en ekki í hvert skipti. Þá var hlustað eftir fósturhljóðum og reynt að gera sér grein fyrir legu fóstursins.” 42. TBL. VIKAN7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.