Vikan


Vikan - 02.11.1978, Side 18

Vikan - 02.11.1978, Side 18
Þvð.: Emil Örn Krístjánsson Marie Joseph: Lagið þeirra Þegar hún var ástfangin, tileinkaði hún honum eitthvert sérstakt lag, sem henni fannst hafa verið samið sérstaklega fyrir þau. Hið fagra titillag kvikmyndar- innar „Ástarsaga” var lagið þeirra, og hún gat spilað það aft- ur og aftur á píanóið i dagstof- unni, svo að langþreyttir foreldr- arnir litu örvæntingarfullir hvort á annað og andvörpuðu. „Æ nei, ekki aftur!” sagði augnaráð þeirra. Hún gekk um í draumi, há stúlka með þykkt og dökkt hár, fölt hörund, freknur á nefinu og einstaklega blá augu. Að elska hann var sársauka- fullt; kvalafull bið eftir simhring- ingum, hræðsla við að koma of snemma á stefnumót, finna hjartað taka kipp af minnsta til- efni. Tími algjörrar eigingirni, þegar fjölskyldubönd og vina- tryggð voru einskis virði. Þegar allt, sem skipti máli, var að hann ætti að elska hana jafn mikið og hún dáði hann. „Því ákafari, sem eldurinn er, því fyrr brennur hann út,” sagði móðir hennar vongóð við mann sinn, er þau horfðu upp á dóttur sína fölna og horast, hita tilfinn- inganna breyta henni úr líflegri sautján ára stúlku í konu með flöktandi augu, og móðir hennar var viss um að hún hlypi á heimsenda, ef hann skipaði svo fyrir. „Hvers vegna getur hún ekki skilið, að hann er einskis verð- TEIKNIBRETTI STÆRÐIR: PENNAVIÐGERÐIN A-2, A-3 og A-4 ingólfsstræti 2 Sími 13271 ur?” spurði hún mann sinn. Og hann gat aðeins sagt, að svona væri lífið, og eftir allt saman væri ástin sögð blind. „Hann er of gamall fyrir hana, of mikill ónytjungur, ekki einu sinni myndarlegur,” sögðu þau hvort við annað, og síðan, eftir að hafa espað hvort annað upp, sögðu þau henni það. Það var rangt af þeim. „Þið þekkið hann ekki eins og ég,” sagði hún við þau. Rödd hennar varð mild af þrá, jafnvel við það að nefna nafn hans. „Hann er... ó, hann er allt. Það er engin leið að koma ykkur í skilning um það.” Og þar sem þau stóðu við gluggann á bak við þunn glugga- tjöldin, horfðu þau á hana hlaupa niður gangstíginn með hárið flaksandi. Horfðu á hana fara inn i bílinn hans og sáu, hvernig hið unga andlit leit upp í ákafa eftir hinum langþráða kossi. „Hvert eru þau að fara?” spurðu foreldrar hennar hvort annað. Síðan kveiktu þau á sjón- varpinu og horfðu á það ósjá- andi augum, bæði full af óhugn- anlegum ímyndunum um laumulegt þukl á hliðarvegum og kvöld, sem þau eyddu í íbúð hans, meðan vinur hans, sem hann bjó með, var fúslega í burtu klukkutímum saman. „Hún er aðeins sautján ára,” sögðu þau hvort við annað og hristu höfuðið. Því að vera sautján ára á þessum tíma var að vera fullorðinn. Þau báðu þess, að þetta tæki enda. En þegar það svo tók enda og þau sáu niðurbrotið andlit hennar, stíft af sársauka, hvítt og lokað fyrir þeim, þegar hún neitaði að tala, vildi ekki einu sinni nefna nafn hans, — þá óskuðu þau hans aftur. Og þrátt fyrir þá staðreynd, að ljóti kunnuglegi bíllinn hans beið ekki lengur við gangstétt- ina, þá lék hún ennþá lagið þeirra á pianóið; titillagið úr „Ástarsögu”. Aftur og aftur lék hún það með tárin rennandi niður kinnarnar. „Að hugsa sér,” sagði móðir hennar, „við borguðum æfinga- tíma fyrir hana, þegar hún var lítil stúlka, og urðum næstum því að þröngva henni á stólinn til þess að hún gerði æfingarnar sínar ... Núna situr hún á 18 Vikan 44. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.