Vikan


Vikan - 02.11.1978, Qupperneq 19

Vikan - 02.11.1978, Qupperneq 19
honum tímunum saman, eins og hún væri gróin við hann, og leikur aðeins þetta eina lag.” „Ég stóð sjálfan mig meira að segja að því að vera að raula það á skrifstofunni í dag,” sagði faðir hennar. „Stúlkan, sem var að hraðrita bréfin eftir mér, gaf mér skringilegt augnaráð, það get ég sagt þér.” „Ég var að raula það i biðröð- inni á pósthúsinu i dag, og af- greiðslumaðurinn tók undir með mér,” viðurkenndi móðir henn- ar. Síðan brosti hún: „Þú verður þó að viðurkenna, að hún leikur það nokkuð vel.” „Það er engin furða, þegar hún æfir sig svona mikið,” sagði faðir hennar. „Eitt er víst; að daginn, sem hún hættir að leika þetta, þá vitum við, að hún hefur jafnað sig.” Og einn daginn gerðist það. Hún kom heim úr verslunarskól- anum, og í stað þess að ganga beint að píanóinu, gekk hún inn í eldhúsið og, án þess að móðir hennar gæti séð nokkra ástæðu til, þá faðmaði hún hana og sagðist vera svöng. Hún sat á eldhúsborðinu, drakk mjólk, dinglaði löngum fótleggjunum og talaði, eins og hún væri nýbúin að uppgötva samtalsíþróttina. Hún talaði um alla heima og geima og kom hálfruglaðri móður sinni til að hlæja um leið og hún bað hljóð- láta þakkarbæn. En þar sem hún var hyggin móðir, þá sagði hún ekkert, alls ekkert, þangað til hún var orðin ein með manni sínum um kvöld- ið. „Það er afstaðið,” sagði hún. „Guði sé lof,” sagði hann, og þar sem hann var ekki guðlast- ari, þá meinti hann það, sem hann sagði. „Hvert fór hún í kvöld?” „í samkvæmi,” sagði móðir hennar. „Ein af stúlkunum í bekknum hennar heldur það. Ég vildi, að þú hefðir komið heim fyrr til þess að geta séð hana fara.” Hún lagði frá sér prjónadótið og skein auðsjáanlega af stolti. „Það er eins og hún hafi lifnað við aftur.” Hún missti niður lykkju og andvarpaði ekki einu sinni. „Hún var svo falleg. Hún var i bláa kjólnum, sem hún vildi ekki vera i, þegar hún fór út með HONUM, af því að hún sagði, að HONUM líkaði ekki við hann. „Ekki vaka eftir mér, sagði hún”, og ég lofaði henni því, að við myndum ekki gera það.” Hún tók saman prjónana sína og ýtti þeim á bak við púða. „Ættum við að fá okkur í glas? Mér finnst, að við ættum að halda upp á þetta.” Svo ánægð voru þau, að eitt glas varð að þremur, og síðan fóru þau í rúmið, svolítið slag- andi og sofnuðu nærri þvi strax. Það hlýtur að hafa verið ná- lægt miðnætti, að þau voru vak- in af djúpum svefni. Niðri, lágt stillt, en nógu hátt til þess að þau gátu heyrt það, var einhver að spila á píanóið. Þau settust upp og hlustuðu, og þau þekktu lagið undir eins. Hið fagra titillag kvikmyndar- innar „Zhivago læknir”. Það var leikið af óöryggi, eins og fing- urnir færu hikandi yfir nóturn- ar, en samt sem áður af auð- heyrðum innblæstri. „Ég skal fara niður,” sagði faðirinn, en móðirin stöðvaði hann. „Nei, ég skal fara. Þú segir örugglega eitthvað rangt,” sagði hún og teygði sig í náttsloppinn. Og þarna sat hin fagra dóttir þeirra við píanóið, með alltof kunnuglegan svip á andlitinu. Hún valdi tónana með svo mik- illi nákvæmni, að í fyrstu sá hún ekki móður sína, þar sem hún stóð hikandi í dyrunum. Síðan brosti hún, og augu hennar ljómuðu af spenningi. „Ó, mamma,” sagði hún, „þetta var dásamlegt boð. Og ég hitti strák þarna. Þeir voru að spila þetta lag, þegar hann bauð mér upp.” Hún sló nokkrar nótur i viðbót, en siðan lokaði hún pianóinu treglega. „Ég veit, að það hljómar kjánalega, þegar þú ert nýbúin að hitta einhvern, en við ákváðum bæði, að þetta ætti að vera lagið okkar. Það er eins og það segi, ó, bara allt. Ég veit, að þú getur ómögulega skilið það, en það gerir það samt.” Siðan slökkti hún á borðlamp- anum, skildi kápuna eftir, þar sem hún hafði látið hana á gólf- ið, og gekk i átt til dyranna. Hún gekk upp dreymandi, eins og hún væri steinsofnuð nú þegar. „Góða nótt, mamma,” sagði hún, eins og hún væri að tala úr mikilli fjarlægð. ENDIR. GKRA 18 Nr. 30. Verðkr. 2.170.- CAMBRA International Ltd AHt til hljómflutnings fyrir: HEIMILID - BÍLÍNN OGDISKÓTEKIÐ SKODID í GLUGGANA. SENDUM í PÓSTKRÖFU. HEILDSALA - SMÁSALA D i. Kaaio ÁRMÚLA 38 (Selmúla megin) - 105 REYKJAVIK SÍMAR: 31133 83177 PÓSTHÓLF1366 Nr. 54 Þetta statíf tekur 30 kass- ettur. Það fer vel i hillu og má einnig festa á vegg. 4 litir. — Verð kr. 4.915.- TILVALID TIL GJAFA 44. tbl. Vikan 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.