Vikan


Vikan - 02.11.1978, Síða 20

Vikan - 02.11.1978, Síða 20
Eins og kemur fram i textanum, sér- sauma feldskerarnir hjá Eggert Jóhannssyni feldi og kipur eftir vali viðskiptavinanna. Þetta glæsilega vesti var einmitt saumað fyrir einn viðskiptavininn, en skinnið er af áströlskum opossan. Þessi pels er ein sérstæðasta og fallegasta flikin, sem er á boðstólum hjá Eggert Jóhannssyni. Hann er úr Tíbetlambi og kostar 330.000 krónur. AÐ FJÁRFEST í FELDI Þegar keypt er ný yfirhöfn fyrir veturinn þýðir ekkert ann- að en að vanda valið vel, þar sem slík kaup eru hrein og bein fjárfesting. Flíkin er ekki aðeins keypt með það fyrir augum, að hún þurfi að endast einn vetur. Slíkt er á fárra færi, eins og verð- lagið er i dag. Hún þarf að vera sígild, henta við öll tækifæri og umfram allt vera þægileg. Margir telja mokkakápurnar íslensku einmitt standast allar þær kröfur, sem til vetrarflíkur eru gerðar, og einnig eru þær á mjög viðráðanlegu verði, þegar allt þetta er tekið með í reikninginn. Feldskurðarstofa Eggerts Jóhannssonar er nýtt fyrirtæki, sem sett var á laggirnar nú i júlí 1978, en þaðan eru einmitt þær flíkur, sem við sjáum hér á myndunum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur fyrirtækið blómstrað, en eigendurnir hafa á boðstólum sérsaumaða feldi og mokkaflíkur, sem saumaðar eru í venjulegum stærðum og eftir máli. Er viðskiptavinum hjálpað í vali eftir föngum. — Til gamans sýnum við einnig

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.