Vikan


Vikan - 02.11.1978, Síða 35

Vikan - 02.11.1978, Síða 35
Brauðtertur í erfídrykkju Draumráðandi ródur! Viltu ráða þennan draum fyrir mig, því hann veldur mér hugarangri: Mér fannst eiga að Jara að jarða móður mína (en hún er dáin fyrir einu og hálfu ári), en í draumnum fannst mér hún samt ekki vera dáin. Égfór í kirkju og settist á sama bekk og ég var vön að sitja á, þegar ég var krakki ogfór í kirkju með mömmu og pabba. Ekki var nein kista, en preslur fór í stólinn og var í svartri hempu. Þá tók ég eftir því að þetta var ekki okkar prestur, en hann var dálítið siór vexti þessi, og svo/ítið svakalegur að mérfannst. Nú, þá tók ég eftir því að þarna voru nokkrir í hvítum kuflum eða kyrtlum, og man ég sérstaklega eftir konu, sem heitir S. Hún sat ekki I sömu bekkjarröð og ég, ég sat hægra megin, en það var eins og hún sæti eiginlega á milli bekkja- raðanna. Það varnæstum alvegfull kirkja, enginn sálmur var sunginn, en þessi kona talaði voða mikið, og svolítið hátt. Prestur heyrði þetta, og spurði hvort hann ætti að leggja útfrá því ístólnum, sem hún varað segja. Hún játaði því, því hún hefði eiginlega aldrei almennilega skilið þetta. Ekki man ég hvað það var. Nú, næst tók ég eftir því að það sat kona fyrir framan mig, og brosti til mín, en þessi kona dófyrir ári, en ég var ekkert hissa á að hún væri þarna. Næst var ég á leið heim, eða þar sem ég ólst upp sem barn og 'unglingur. Ég var á gömlum Willys jeppa, sem faðir minn á, en ekkert af mínu nánasta fólki var þarna. Ekki var ég alveg komin heim, eða að þessum bæ, þegar ég var að tala við tvo eða þrjá karlmenn, sem voru að spyrja mig hvort það ætti ekki að fara að jarðsyngja móður mína. Játaði ég því, (en í veruleikanum er hún ekki jörðuð þarna). Nœst fór ég upp brekku, því það er ansi brött brekka upp að bænum. Svo fór ég inn á baðherbergi. Þar var móðir mín að baða vngri systur mína, en hún var I öllum fötum Ekki fannst mér hún vera neitt blaut. Þá tók égeftir því að það voru tvær bleikar brauðtertur á borði þarna inni á baði, og þykknaði þá svolítið I mér, því mér fannst við hafa ákveðið að hafa ekki brauðtertur í erfidrykkjunni, og var búið að taka smá sneið af einni þeirra. Næst fannst mér móðir min labba inn I stofu, og fannst mér hún Mig dreymdi alveg vera að skilja við, því hún var orðin .s vo þróttlítU. Kyssti ég hana þá á ennið, og fannst mér hún þá gefa eftir, eins og það væru engin bein. Hún var eitthvað si o mjúk. Eannst mér hún þá setjast við gluggann, en hann snýr í suður, og man ég eftir að I glugganum stóð blóm, sem heitir Aspatistía, en rétt við gluggann á borði stóð rós, og var hún augsýnilega búin að blómstra og klippt höfðu verið af henni fjögur blóm. Þessi draumur varð ekki lengri. Efþað hjálpar nokkuð þá hef ég misst fjögur skyldmenni frá /973-1976, og dó móðir mín síðust af þeim. Nú, syo er hér annar draumur, sem mig langarað látafylgja, því mig er alltaf að dreyma, en hef aldrei skrifað þér áður eða sent þá. Mér fannst ég vera á fug\>eUi og ég held í Reykjavík. Þá fannst mér mágur minn koma, en hunn vinnur hjá flugfélaginu, og er flugvirki. Var ég samt dálítið hissa, því hann átti auðvitað ekkert að vera I flugafgreiðslunni og sagði ég við hann svona: „Nei, nú er ég hissa. Ert þú hér?" „Já, ’’ svaraði hann, „þvi þú bjargaðir mér einu sinni, svo ég ætla að borga þér fyrir það. ” Fannst mér ég sitja þannig að ég sneri baki að salnum, og fólkinu, en sat við borð með einhverjufólki, ogfannst mérég þekkja það eitthvað. En um leið og hann sagði þetta við mig, sagði hann mér líka að hreyfa mig ekki, og hlýddi ég því, en einhvern veginn fannst mér þetta vera eitthvað óhreint, sem œtlaði að ná tökum á mér og gera mér mein. Og var þá þessi draumur á enda. Nú langar mig til þess að þú birtir ekki nöfnin. Austflrðingur Fyrri draumurinn er þér að flestu leyti fyrir mjög góðu. Að dreyma sig viðstaddan jarðarför boðar yfirleitt giftum breytingu á lífskjörum, til hins betra, en ógiftum boðar það skjóta giftingu. Þér verður trúað fyrir mikilvægu leyndarmáli, og muntu aðstoða þá persónu, sem það varðar, mikið. Þér er óhætt að halda stefnu þinni óhikað, þar sem hulin öfl verða þér til verndar. Þú færð svar við bréfi, og veldur það þér mikilli undrun. Systir þín mun að öllum líkindum breyta um dvalarstað, og fylgir henni mikil gæfa. Þú verður fyrir einhverjum ávinningi og fjárhagslegum gróða, og þér mun fylgja gæfa og gengi. Síðari hluti draumsins er þó ekki eins góður, en þar koma inn í mörg tákn, sem boða alvarleg veikindi. Hvort þau verða hjá sjálfri þér eða ein- hverjum þér nákomnum, skal ósagt látið, en þú mátt búast við að mæta einhverjum erfiðleikum, og gæfan mun snúa við þér baki um tíma. Rósin er þó heillaboði, og blöðin, sem klippt höfðu verið af, eru aðeins tákn ástvinamiss- anna, sem þú hefur þegar orðið fyrir. Síðari draumurinn er þér fyrir óvæntum og góðum fréttum, sem þú færð innan tíðar, og munu þessar fréttir hafa mjög jákvæð áhrif á líf þitt. Þú ættir þó að varast að fara að ráðum vina þinna, þar sem þau verða þér ekki til farsældar, en mágur þinn mun aðstoða þig við mikilvægt mál, sem skiptir þig miklu. Kominn í kirkju Kæri draumráðningarmaður. Mig langar að biðja þig um að ráða draum, sem ungan mann dreymdi, en hann er úti í Noregi. Hann dreymdi, að hann væri kominn heim, og var I kirkju. Ekki vissi hann hvaða kirkja það var. Það var sungið mikið og allur söfnuðurinn söng. Þegar búið var að syngja kom móðir hans fram og byrjaði að tóna og var það mjög líkt söngnum. Hún stóð rétt hjá honum, og þegar hún hætti, þá tók hún með báðum höndum um höfuðið á honum, kyssti hann á ennið og sagði: „Blessaður drengurinn, ” en draumurinn varð ekki lengri. Með fyrirfram þakklæti. Kær kveðja, Draumspakur. Draumur þessi er að öllu leyti unga manninum mjög hagstæður. Hann boðar honum frið og ánægju, og hans bíða aukin þægindi, sem honum munu hlotnast á skjótan og óvæntan hátt. Kossinn boðar ávinning, og kirkjan er lánsmerki. 44. tbl. Vikan 35 /

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.