Vikan


Vikan - 02.11.1978, Síða 36

Vikan - 02.11.1978, Síða 36
Þeirri tilfinningu afl halda ö sinu eigin barni i fyrsta sinn er ekki nokkur leið að lýsa, segir Ragnheiður. Lffsundrið mikla 3. grein Áætlanir okkar Ragnheiðar varðandi fæðinguna fóru reyndar allar út um þúfur. Við höfðum hugsað okkur svokallaða franska fæðingu samkvæmt kenningum franska fæðingarlæknisins, Fredericks Leboyer, hávaðalausa í dempuðu ljósi, svo sem lýst var í 46. tbl. á síðasta ári. En litla manneskjan tók algjörlega af okkur ráðin. Það kom nefnilega í ljós hálfum mánuði áður en fæðingarinnar var von, að um venjulega fæðingu yrði ekki að ræða, heldur svokallaða sitjandafæðingu. Ragnheiður var send í röntgenmyndatöku til þess að athuga, hvort grindin væri nægilega rúm og góð, svo að ekki þyrfti að grípa til uppskurðar. Sem betur fer reyndist allt í góðu lagi, læknar fullvissuðu Ragnheiði um, að hún mundi eiga létt með að koma þessu barni í heiminn, og Ragnheiður beið ókvíðin eftir stundinni stóru. Draumurinn um frönsku fæðinguna var hins vegar búinn að vera. En við skulum nú gefa Ragnheiði orðið: Héli það væri hægðateppa! „Samkvæmt öllum útreikningum átti barnið að líta dagsins ljós þann 11. ágúst, á afmælisdegi eldra bróður míns. Þann dag stóð vitanlega öll fjölskyldan á öndinni og beið eftir því, að ég fengi nú að minnsta kosti einhverja smáverki. En dagurinn leið, án þess að nokkuð gerðist. Og næsti dagur leið einnig án nokkurra tíðinda og sá þar næsti, og tíu dögum síðar var ég nokkurn veginn búin að sætta mig við það að verða svona feit, þreytt og luraleg það sem eftir væri ævinnar. SEXTÁN MARKA STÁTINN STRÁKUR -og kom sHjandi 36 Vikan 44. tbl. Undrið hefur gerst, litla manneskjan er fædd — 16 marka státinn strákur. Hann þurfti reyndar talsvert fyrir því að hafa að líta dagsins ljós og var ósköp þreyttur, þegar allt var afstað- ið. En Vikan óskar honum alls hins besta og vonar, að þegar fram líða stundir, hafi honum fundist það ómaksins vert að fæðast í þennan heim. Við birtum nú frásögn Ragnheiðar sjálfrar af fæðingunni og verunni á Fæðingarheimilinu.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.