Vikan


Vikan - 02.11.1978, Side 38

Vikan - 02.11.1978, Side 38
stundu. En það dróst, og sagði Andrés mér, að rembingurinn tæki oft lengri tíma, þegar um sitjandafæðingu væri að ræða. Ég varð því að vera þolinmóð og halda áfram að rembast. Var nú Gunnar Biering barna- læknir kallaður til, en það mun vera venja, að barnalæknir sé viðstaddur, þegar um sitjandafæðingu er að ræða. Það yndislegasta í heimi Eins og ég sagði áður, var Óli viðstaddur fæðinguna, og það var reynsla, sem við vildum hvorugt hafa misst af. Það var yndislegt að geta haldið i höndina á honum, þegar hríðirnar voru sem verstar. Og þegar rembingssóttin stóð sem hæst, hélt hann um axlirnar á mér og rembdist með mér af öllum kröftum. Það er mitt álit, að feðurnir ættu ekki eingöngu að vera viðstaddir fæðinguna til að sjá barnið sitt koma í heiminn, heldur er það ólýsanlegur styrkur fyrir okkur, sem erum að fæða, að fá að hafa þá hjá okkur. Kl. 7.25 um morguninn skaust síðan strákurinn í heiminn, og nú dugðu engin rólegheit með franskri aðferð, því miður. Vegna þess hve rembingssóttin hafði tekið langan tíma, var strákurinn orðinn nokkuð þreyttur og eftir sig, og reið því á að skilja á milli sem fyrst og koma litla manninum í hitakassa. Vissulega voru það mér sár vonbrigði að geta ekki fætt samkvæmt frönsku aðferðinni og að fá litla krílið ekki í fangið strax eftir fæðinguna. En eins og segir í inngangi þessarar greinar þýðir ekki að fást um slíkt, þegar börnin taka af manni ráðin. Strákurinn var nú látinn vera í kassanum fram eftir degi, og mikið var sá dagur hræðilega lengi að líða, þar til um kaffi- leytið, að ég fékk að halda á honum. Og þeirri tilfinningu að halda á barninu sínu í fyrsta sinn, ekki bara einhverju litlu barni, heldur sínu eigin barni, sem auðvitað er það yndislegasta í heimi, er ekki nokkur leið að lýsa. Það verður hver og einn sjálfur að reyna til þess að skilja. Sigurfojörg Guðmundsdóttir Ijósmóðir far æfðum höndum um litla kútinn, enda er hann ekki só fyrsti, sem hún annast á Fæðingarheimilinu. Loksins heima ó ný — og oröin þrjúl Ánægjan leynir sór ekki i svip Óla Grótars og Ragnheiðar, og við óskum þeim og litla syninum alls hins besta. Fjörugar samræður við matarborðið Eftir fæðinguna tók við átta daga lega á Fæðingarheimilinu. Fyrstu þrjá dagana lá ég á efstu hæðinni. Var þá ætlast til þess, að maður héldi sig sem mest í rúminu og hefði hægt um sig. Á fjórða degi var ég síðan flutt á næstu hæð fyrir neðan, þar sem ég lá, þar til ég fór heim. Nú var maður aðeins farinn að hressast og ekki eins bundinn við rúmið, enda var á þessari hæð mjög vistleg setustofa fyrir sængurkonurnar. Það var því gott að geta breytt til öðru hverju og rambað inn á setu- stofu í stað þess að vera alltaf inni á sömu stofu í sama rúminu. Þarna er einnig bóka- safn og sjónvarp, svo að engum ætti að leiðast dvölin. Borðkrókur er í setustof- unni, og þar er framreiddur hádegisverður, kvöldverður og kaffi. Fannst mér þetta mjög skemmtilegt, því oft upphófust hinar fjörugustu samræður við matarborðið. Með þessu móti kynntumst við betur, og gerði það dvölina aOa miklu ánægjulegri. Og nú var mjólkin aldeilis farin að koma, og þá þýddi ekkert að ætla sér að sofa fram eftir á morgnana. Börnin vildu mat sinn og engar refjar. Við vorum því vaktar kl. 6 á morgnana til að gefa þeim. Siðan fengu þau að drekka kl. 10, 14, 18 og 22. Og eftir að mjólkin er komin, er mjög nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, hve viðkvæm brjóstin eru fyrir kulda. Sennilega hef ég ekki gert mér nógu góða grein fyrir þessu, því ég fékk bólgu í annað brjóstið skömmu eftir að ég kom heim. Til allrar hamingju varð hún ekki mjög mikil, svo að góð lyf dugðu mér, og hún hvarf fljótlega. En á þessu lærði ég að klæða mig betur. Tveimur dögum áður en ég fór heim. fékk ég að horfa á, þegar stráknum var þvegið, því að á meðan naflinn er ekki enn gróinn, má ekki baða börnin i baðkeri. Daginn eftir fékk ég síðan að spreyta mig sjálf. Og þó að ég reyndi að bera mig mannalega, var ég undir niðri dauðhrædd um að brjóta þessa litlu limi. En von bráðar lærðust rétt handtök, og þá varð þetta alveg yndislegt, og hræðslan hvarf. Daginn fyrir heimförina skoðaði barnalæknir strákinn, hlustaði hann og velti honum á alla kanta. Þá sá ég, að ungbörn eru ekki eins brothætt og ég hélt. Og eftir skoðunina lagði hann mér lífsregl- urnar, því eins og hann benti réttilega á, þá byrja vandamálin ekki fyrr en heim er komið. „Vertu velkomin aftur" Svo rann upp hinn langþráði heimfarar- dagur. Um kl. 11 um morguninn kom Óli með burðarrúm og föt á mig og strákinn. Þá tók ljósmóðirin hann og klæddi hann. Það vakti mikla kátínu allra viðstaddra að sjá þetta litla kríli i allt of stórum fötum, svo að ermar og skálmar stóðu langt fram fyrir hendur og fætur. Og litli kollurinn sökk nærri því í stóru húfuna, sem sett var á hann. Um morguninn hafði Andrés læknir skoðaðmig og mælt í mér blóðið, og þegar hann kvaddi mig, sagði hann: „Blessuð og sæl, og vertu velkomin aftur eftir hæfilegan tíma.” Og ég hefði svo sannarlega ekkert á móti því að liggja aftur á Fæðingar- heimilinu eftir hæfilegan tíma, því að betri umönnun og betra starfsfólk er varla hægt að hugsa sér. En hvað er þá hæfilegur tími á milli barna? Um það má vafalaust deila, en sagt er, að ef maður gleymi einhverju á Fæðingarheimilinu, komi maður þangað aftur eftir eitt ár. Eitt ár finnst mér aftur á móti of stuttur tími á milli barna, svo að ég rannsakaði vel allar hillurnar í skápnum mínum, áður en ég fór. Ég ætla ekki að liggja þar aftur eftir aðeins eitt ár.” 38 Vikan 44. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.