Vikan


Vikan - 02.11.1978, Side 42

Vikan - 02.11.1978, Side 42
húsgögnum. Lamparnir verða að vera í samræmi og verða að skapa hlýlegan blæ. Lesljós — vinnuljós Þegar lesljós og önnur vinnu- ljós eru valin er aðallega hugsað um gagnið. Það er ekki nóg með að þeir sem vinna við slæma birtu þreytist fljótt heldur skemma þeir líka sjónina á því. Þörfin fyrir ljós vex eftir því sem menn verða eldri. Þannig þarf 10 ára barn ekki nema þriðja hluta af þvi ljósi sem fertugur maður þarf. Vinnuljós þurfa að vera þannig að þau lýsi upp ákveðna punkta og geri það vel, án þess þó að blinda þann sem notar ljósið. Ljósið á að falla ofan frá og á ská niður á flötinn sem rýnt er í. Til þess að ljósið falli ekki á andlitið er best að hafa ógagn- sæjan skerm þannig að hann kasti ljósinu niður. En gætið þess að hafa ekki of sterkar perur því þá verður birtan of mikil auk þess sem ljósið skemmist og hætt. er við íkveikju. Á langflestum lömpum stendur hversu sterkar perur þeir þola. Farið eftir því. Kostur við leslampa er að auðvelt sé að flytja hann. Gætið þess ætíð að setja ekki ljósið þannig að birta þess endurkastist af ljósum flötum í andlit ykkar. Á hverju heimili ætti að vera vinnuhorn, þar sem menn geta setið hver við sitt verk í góðri birtu. Ef ekki er hægt að leggja stofuna undir þannig starfsemi má nota svefnherbergin eða jafnvel eldhúsið. Komið vinnu- horninu þannig fyrir að dags- birtan nýtist sem allra best. Sitjið þó ekki með andlitið í átt að glugganum heldur látið alltaf birtuna koma frá hlið, helst þeirri vinstri. Ljós yfir borðinu Borðið vill oft verða eini staðurinn þar sem fjölskyldan virkilega kemur saman og þá oftast til að borða. Þegar sest er inn í stofu verður borðið oft líka í miðpunktinum. Því skiptir lýsingin yfir borðum mjög miklu máli. Ljósakrónur fara þá oft vel ef þær eru hafðar nógu síðar. Þá er ljósið takmarkað við borðið eingöngu en skín ekki framan í fólk. Best er að hafa ljósið akkúrat í augnhæð fyrir þá sem við borðið sitja því sé það of lágt vilja menn lúta fram til þess að sjá hver framan í annan. Ljósakrónur yfir borðum koma að bestu gagni ef skermar þeirra eru ekki of gagnsæir og þær varpa ljósi á takmarkað svæði. Veljið því lampa með stærð borðsins í huga. Oft er það vandamál þegar setja á upp ljósakrónur yfir borðum að rafmagnsdósirnar í loftinu eru ekki á réttum stað. Eina ráðið er að setja krók í loftið, yfir borðið, og leiða snúruna í hann frá dósinni. Nú eru víða á markaði ljós sem má stytta eða lengja i snúruna eftir atvikum. Sé borðið notað bæði til þess að borða við og sitja og rabba eru þetta dálítið sniðugur möguleiki. Nú legg ég augun aftur. Lýsingin í svefnherberginu vill oft sitja á hakanum. Mestur tíminn sem við dveljum þar fer hvort eð er í svefn. En við þurfum gott ljós, bæði áður en við förum að sofa og eftir að við vöknum. Ef svefnherbergið er bara notað til að sofa í en ekki sem vinnukrókur þurfa samt að vera ljós við rúmið svo hægt sé að lesa eftir að fólk er komið upp i. Sé herbergið stórt er jafnvel þörf á stórum gólflampa eða ljósakrónu lika t.d. við skápana. Ljósin við rúmið þurfa að vera góð til að lesa við en samt ekki þannig að þau trufli þá sem vilja sofa. Þarna gætu vel komið til greina litlir ljóskastarar. Þeir kasta ljósinu öllu á lítinn blett og hægt er að snúa þeim í margar áttir. Hengið gjarnan tvo kastara þétt saman yfir mitt rúmið. Eða þá sinn við hvorn enda gafls rúmsins. Bara að kastararnir séu ekki alveg yfir höfðinu. Lampar barnanna verða auk Nettur, Iftill trélampi með striga- skermi sem fer vel i hippalegum húsakynnum. Lampinn kostar 5.700 i Ljósi og hita á Laugaveginum. Ef einhver hefur gaman af að lesa f stofunni ó kvöldin en vill ekki valda öðrum ónæði með Ijósi er þessi lampi fyrirtak. Hægt er að hafa kveikt hvort sem er á báðum Ijósunum eða bara öðm f einu. Lampinn kostar 14-26 þúsund krónur í Ljósi og orku á Suðurlandsbraut. Þessi lampi er mjög sniðugur í barnaherbergið og þó á þessum tímum jafnréttis megi ekki kyn- greina leyfum við okkur að segja að strákar verða nú öllu veikari fyrir honum en stelpur. Kveikt er á lampanum með því að „setja í gír". Hann kostar 29.450 í Glampanum á Suðurlandsbraut. Standlampi frá Ljósi og orku á Suðurlandsbraut Lampinn kostar 69 þúsund og hæfir sérlega vel við hægindastólinn i stofuhorninu. Sniðugt Ijós i eldhús. Hlifin sem litur út eins og viskustykki er úr plastefni, Ljósið kostar 3 þúsund f Lýsingu á Laugaveginum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.