Vikan


Vikan - 02.11.1978, Síða 46

Vikan - 02.11.1978, Síða 46
STÚLKAN KALLI „Ég sigra þig fyrr eða síðar. Kannski ekki í nótt eða næstu nótt — en einhvern tímann." FRAMHALDSSAGA EFTIR CHRISTINA GREEN Hún fann nýjan styrk streyma um sig og hlustaði af áhuga á það, sem eftir fór vígslunnar, Það var orðið dimmt, þtgar Tommi og Kalli komu heim til Moorhill, þreytt og hljóð frá sérridrykkjunni. Kalli settist í hægindastólinn og spark- aði af sér skónum. Töfrar dagsins hurfu við sólsetur. „Guði sé lof, að þetta er búið.” Hún lét augun siga þreytulega aftur. Svo opnaði hún þau og leit á Tomma. Hann sat andspænis henni og starði á hana. Engin svipbrigði gat að líta í and- liti hans, en augnaráðið var hugsandi. Kalli varð allt í einu bitur. Jana og Róbert voru hamingjusamlega gift, en hér horfðust þau Tommi í augu eins og ókunnugt fólk. „Þá eigum við hálfan mánuð eftir klafalaust,” sagði hún og reyndi viljandi að særa hann. „Reynum að gera það besta úr þvi.” Það rikti þögn eftir orð hennar. Kalli sá eftir þeim um leið og hún hafði sagt þau. Hún sat í stólnum og deplaði augunum, svo að tárin kæmu ekki upp um hana. Hvílikur asni gat hún verið! Afbrýði- söm. bitur skepna, sem reyndi aftur og aftur að særa manninn, sem hún elskaði Tommi reis seinlega á fætur og gekk í áttina aðdyrunum. „Komdu, Hnoðri,” sagði hann lágt um leið og hann gekk út á hlað. Kalli horfði á eftir þeim, en hann leit ekki um öxl. BlTURÐIN var enn fyrir hendi daginn eftir. Tommi var hljóðlátur og sökkti sér niður i starfið. Pétur kom og fór. Hver dagurinn elti annan. Hnoðri óx bæði að vexti og gáfum og hann var látinn sofa í hlöðunni. Hann sýndi Kalla enn vináttuvoti, en aðeins á matartímum og hún varð að viðurkenna þá staðreynd, að hann væri hundurTomma. Kalla fannst hún vanrækt og innan- tóm. Allt annað var frjótt og óx, haustið og töfrar þroskans var yfirleitt eftirlætis árstið hennar, en nú særði það hana að sjá, hvernig allt blómstraði og gaf arð. Kvöldið fyrir brúðkaupið var Kalli enn i jafnbitru skapi, þegar Tommi kom ljómandi inn i eldhúsið. „Grána er fylfull,” sagði hann fyrir- varalaust og henti sér á bekkinn. „Grána?” Einhverra hluta vegna var hún hneyksluð. „Áttu við, að Herkúles hafi. . . Ég vissi ekki. ..” „Þú spurðir ekki og mér fannst þetta ekki eitt af því, sem við getum talað um.” „Hvað áttu við með því, að við getum ekki talað um það?” æsti hún sig. „Er ekki líf bóndans þannig? Líf og gróður, og... líftaka og uppskera ...” „Ekki aðeins lif bóndans, heldur lif okkar allra. Ég vissi ekki, að þú skildir það. Kalli.” Harkan í röddinni særði hana. Hún leit tryllingslega á hann. „Ó, Tommi, þetta getur ekki gengið, hvers vegna látum við svona? Við getum ekki búið saman, við erum alltaf að rífast og særa hvort annað ... Ég get ekki meira!” Hún reyndi af fremsta megni að hafa stjórn á sér, en tilfinningarnar báru hana ofurliði. Nú fylltu tárin augu hennar og rödd hennar skalf af niðurbældum ekka. Tommi gerði enga tilraun til að sefa hana. Hann sat aðeins kyrr og hallaði sér rólegur aðsjá aftur á bak á bekknum. Loks sagði hann kæruleysislega: „Ég held, að þetta gangi allt, meðan við getum rætt málin, Kalli. Það er aðeins. þegar fólk hættir að tala saman, sem voðinn er vis. Róleg, stúlka mín, okkur tekst þetta í sameiningu.” Kalli deplaði augunum og henni kom á óvart, hvað hann var glaðlegur. Hún leit upp og beint í augu hans. Hún kyngdi og reyndi að hugsa skýrar. Tommi ýtti stólnum frá borðinu áður en hún kom upp einu orði. „Ég sé um þetta,” sagði hann rólega og byrjaði að taka óhreinu diskana af borðinu. „Ef þú heldur, að þú geti það, þá . ..” Hún reis ringluð á fætur. Hann hellti heitu vatni í uppþvotta- balann og sagði: „Mig munar ekki mikið um það. Horfðu á sólsetrið með Hnoðra. Hann hefur ekki fengið að fara neitt út, svo heitið geti, i allan dag. Ég kæri mig ekki um neina fituhlussu hér, sem ekki vinnur fyrir mat sinum.” Hann leit allt i einu um öxl og brosti til hennar. „Svona nú, Kalli! Út úr eid- húsinu mínu!” Kvöldloftið var svalt og sætt eftir hit- ann um daginn. Haustlitunum brá þegar fyrir á limgerðum og laufi trjánna. Á morgun var brúðkaupsdagur henn- ar. Orðin hljómuðu í huga hennar, en ekki jafnógnvekjandi og áður. Á morgun klæddust þau Tommi nýj- um fötum og ækju til kirkjunnar, en þar litu þau hvort annað ókunnum augum og hétu að elska, virða og hlýða . . . Kalli settist niður á fallinn trjástofn. Kvöldkyrrðin var róandi. Áður en hún vissi af. hafði hún sest i grasið við hlið stofnsins og þar lá hún syfjuleg. Hún horfði á skýjahnoðrana á himninum, heyrði Hnoðra klóra í svörðinn. Svo sá hún Tomma nálgast gegnum aldingarð- inn. Hún horfði á hann koma og brosti, þegar hann nam staðar skaVnmt frá. Eitt- hvað í svip hennar kom honum til að krjúpa á kné við hlið hennar. Hikandi rétti hann fram höndina og strauk um vanga hennar. Hlýtt og milt. Kalli lét augun aftur og hætti að hugsa. Hér var allt, sem hugur hennar girntist. Hví skyldi hún berjast og látast lengur? Hún rétti fram varirnar og fann varir Tomma snerta sínar. Dásamleg hamingja gagntók hana og hún hvíldi í faðmi hans. Þegar Tommi sleppti henni loks, svim- aði hana og hún hafði ákafan hjartslátt. „Viturlegt af þér að gefast loks upp,” sagði hann blíðlega og brosti við henni. Kalli hreyfði höndina og þyrnir stakkst i fingurinn. Hún greip andann á lofti. „En þær velgerðir!” Tommi starði á hana og bros hans fölnaði. „1 guðanna bænum, Kalli!” Hún hrinti honum frá sér. „En vitur- legt! Þetta var eftir karlmanni!” Hún Það ðfiansa flestir í Staðarskála. /mA k/Mu Hrútafirði — Simi 95-1150 rfvrTV^p-* ... „ 46 Vikan 44. tbl,

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.