Vikan - 02.11.1978, Qupperneq 63
Verð ég að vera „sportidíót"?
Kœri Póstur!
Pabbi minn var mikill íþróttamaður þegar hann var
ungur, duglegur á skíðum, spilaði fótbolta og fylgdist með
öllu. Það gerir hann ennþá og ætlast til þess, að ég sé alveg
eins. Ég hef reynt að sýna áhuga, fara á völlinn og fara á
skíði, en mér finnst þetta ekkert sérlega gaman, og ég nœ
heldur litlum árangri. Ég vil miklu heldur lesa og hlusta á
tónlist, er að læra á píanó, og hef mjög gaman af því, en
pabbi virðist ekkert voða hrifinn og reynir eins og hann
getur að drífa mig út, í stað þess að sitja við œfingar. Verð
ég endilega að vera „sportidíót" bara af því ég er strákur og
af því pabbi er það? Með bestu kveðju og fyrirfram þökk
fyrir svarið.
Tinni
Nei, Tinni minn, til allrar hamingju ertu hreint ekkert
skyldugur til að vera „sportidíót”, og ég er viss um, að þetta er
bara svolítill misskilningur milli ykkar feðganna. Pabbi þinn
veit, að útivist og hreyfing er öllum holl, það hefur enginn
gott af því að dunda sér eingöngu við bókalestur og píanóleik,
hvort sem um strák eða stelpu er að ræða. Þið hljótið að geta
komist að samkomulagi um skynsamlega skiptingu tímans á
milli áhugamála, og vertu viss um, að pabba þínum þykir jafn
vænt um þig, þótt þú hættir að reyna að spila þig „sportidíót”
í hans augum. Negldu þig bara ekki algjörlega við bókina eða
píanóstólinn!
Hefur áhuga á
húsgagnasmíði
Kæri Póstur.
Ég hef aldrei skrifað þér
áður, en vona að þú getir leyst
úr vanda mínum.
Ég hef mikinn áhuga á, að
fara í Iðnskólann, í tréiðnaðar-
deild, og læra húsgagnasmíði.
Nú langar mig að biðja þig um
að fræða mig á öllu sem þú
veist í sambandi við það nám?
Hver inntökuskilyrðin eru og
hvað námið tekur langan tíma.
Hjálpar skólinn manni að
komast á samning?
Ég held að ég láti þetta
nægja um Iðnskólann, en hver
er happatata og happalitur fyrir
þá sem fæddir eru 23. janúar,
og hvað lest þú úr skriftinni?
Með þökkfyrir birtinguna
A.
Til þess að komast i iðnskóla
þarf viðkomandi að hafa lokið
grunnskóla-, miðskóla- eða
gagnfræðaprófi og hafa hlotið
lágmarkseinkunnina 4.0 í
samræmdum greinum. Með
grunnskólapróf þarf viðkomandi
að hafa hlotið einkunnina A, B,
eða C, nema i tveimur greinum,
þar sem leyfilegt er að hafa
einkunnina D.
1. skólaárið í tréiðnaðardeild-
inni er nokkurs konar undir-
búningsár, og er námstíminn frá
1. sept. til 18. maí, þegar prófum
lýkur. Aðra vikuna er kennslan
bókleg, en hina verkleg. Þegar
nemandi hefur lokið námi með
tilskildum árangri, getur hann
valið um, hvort hann fer á
samning, hjá meistara, (það
verður hann að sjá um sjálfur)
eða hvort hann fer í framhalds-
deildina, sem er einn vetur. Ef
hann velur þann kostinn, fer
hann í verkþjálfun eftir það út í
atvinnulífið, og sér skólinn alveg
um þá hlið námsins. Þegar því er
lokið er mjög stutt námskeið í
skólanum, sem er undirbún-
ingur undir sveinsprófið.
Happatölur þess sem fæddur
er 23. janúar eru 5 og 8, og
happalitur grænn.
NÓVEMBER
LANDSINS TÝNDA
Var þetta hulduland nokkru sinni til? Hér er sagt frá kenningu, sem
setur fram ævintýralega lausn á þessari aldagömlu gátu.
ÞEGAR GUÐ SKAPAÐI
MÆÐURNAR Eitt er það mestarverk guðs,
sem seint verður fulllofað.
HVERNIG
GENGUR
KYN-
BYLTINGIN?
Siöasta áratuginn hefur margt verið
rætt og ritaö um kynfrelsið. En
hvernig gengur eiginlega með
byltinguna?
^Úrvalsljód
SPÁÐ FRAM TIL
ÁRAMÓTA
Spámenn telja margt merkilegt
eiga eftir að gerast það sem eftir er
ársins. Hér rekjum við nokkuð
af þvi
Bótin
Stundum er sagt, að æskuást sé ekkert
sem endist og varir. Kannski er það rétt
— kannski er það alrangt. Að minnsta
kosti gat höfundur frásagnarinnar, sem
hér fer á eftir, aldrei gleymt litlu stúlk-
unni, sem hann kynntist stutta hrið,
þegar hann var sjálfur á ungum aldri.
BOKIBLAÐFORMI
44- tbl. Vlkan 63