Vikan


Vikan - 09.11.1978, Blaðsíða 5

Vikan - 09.11.1978, Blaðsíða 5
11. grein bólstraðir bekkir. Á borðunum voru rauð kerti i tvíarma stjökum og ferskar rósir. Mikið þjónustulið var þarna. vin- gjarnlegt og snart i snúningum. en engan veginn uppáþrengjandi. Þjónn- inn, sem var með okkar borð, var elsku- legur og næstum þvi feiminn, þótt kominn væri yfir miðjan aldur. KRÆKLINGASÚPA OG HUMARSÚPA Annar forrétturinn var Ijós kræklinga- súpa (soupe de moules) mjög góð. Hinn var dökk humarsúpa (bisque de homards), þykk og ekki alveg eins góð. Annar aðalrétturinn voru ostrur i kampavinssósu (huitres au champagne), eitt mesta stolt hússins, frábærlega góðar, en nokkuð dýrar. Hinn var skarkoli i kampavins-eggjafrauði (sole soufflée au champagne), einnig frábær- lega góðurogdýr. Annar eftirrétturinn voru stór jarðarber með rjóma (grosses fraises). mjög góð. Hinn var jarðarberja-isfroða (sorbet aux fraises), einnig mjög góð. BESTA CHABLIS-HVÍT- VÍNIÐ Þarna var hægt að fá á tiltölulega vægu verði eitt allra besta Chablis- hvitvín.sem til er, LesClosfrá 1973. Les Clos er einn af sjö litlum ökrum, sem teljast til fyrsta flokks Chablis og er sennilega hinn frægasti þeirra. 1973 er góður árgangur frá þessum akri. nýlega orðinn drykkjarhæfur. Við fengum okkur flösku, þrátt fyrir þunnt veski. Kræklingasúpan kostaði 15 franka, humarsúpan 18 franka, ostrurnar 50 franka, skarkolinn 52 franka, jarðarberin 30 franka, isfroðan 26 franka og hvit- vinið 88 franka. Með 15% þjónustu- gjaldi var reikningurinn rúmar 11.000 krónur á niann. Með hóflegar völdu vini hefði reikningurinn orðið 8.500 krónur á mann. Forsiðan á maðseðlinum é Drouant er einkar skemmtileg. Á innsíðunum voru taldir upp um það bil hundrað réttir, allt upp í humar ð 9.700 krónur. Meðal annarra rétta. sem sérfræðingar mæla með á Drouant, er gravlax (saumon mariné a la suédoise) á 56 franka. skarkolaflök (filets de sole- Drouant) á 46 franka og grilluð sandhverfa (turbot grillé Saint-Germain) á 58 franka. Þarna er líka hægt að fá afspyrnu aldraðan Calvados á 20 franka staupið. Matseðillinn á Drouant er fremur langur og felur I sér fleira en fiskrétti. Matstofan er einnig fræg fyrir villibráð og ýmsa aðra kjötrétti. ÓDÝRARA AÐ BORÐA Á GRILLINU Til hliðar við veitingahúsið er sérstök grillstofa meðsama inngangi. Hún notar sama eldhús, en hefur nokkru lægri prisa. Þar eru skemmtilegar innréttingar frá 1925 og undraverðar fiskskreytingar. Opið er á grillinu fram á nótt. Þar er hægt að panta til klukkan eitt, en til klukkan tíu á sjálfu veitingahúsinu. Þeir, sem vilja hafa fullkomna klassik i mataræði sínu á þessum fornfræga stað, geta fengið að borða í sérherbergi, ef þeir vilja. Meðalverð forétta á Drouant er 34 frankar. aðalrétta 54 frankar. eftirrétta 25 frankar og ódýrustu vina 22 frankar hálfflaskan. Með 15% þjónustugjaldi verða þetta 155 frankar samtals eða tæpar 11.000 krónur. Michelin-bókin gefur Drouant eina stjörnu I einkunn og er það sennilega úrelt, þvi að Michelin er seinn til breytinga. Kléber bókin gefur staðnum einkuninna: Svartur hani, sem þýðir: Góður matur í þægilegu umhverfi. Og Gault-Millau gefa 14 stig af 20 mögu- legum eða einkunnina: Ein Kokkahúfa. Frommer segir, að allt sé gott á Drouant. (Drouant, Place Gallion. 2. hverfi, simi 073-26-40. lokað laugardaga og frá 16. til 31. ágúst) JÓNAS KRISTJÁNSSON Einkunn r\ Vikunnar: V 45. tbl. VlkanS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.