Vikan


Vikan - 09.11.1978, Blaðsíða 6

Vikan - 09.11.1978, Blaðsíða 6
MIÐILL FINNUR MORÐINGJA Á ofanverðri síðustu öld var hvert morðið á fætur öðru framið í Lundúnum, sem bar með sér að morðinginn væri einn og sami maður. Enda var hann svo ósvífinn að tilkynna lögreglu Scotland Yard, sem er heimsfræg, fyrirfram um athæfi sitt. Konurnar sem myrtar voru töldust allar til sömu atvinnugreinar, ef svo má orða það. Þær voru allar vændiskonur. Maður þessi gekk undir nafninu Jack the Ripper og varð svo illræmdur og frægur af þessum ill- virkjum, að um hann hefur síðan verið gerður fjöldi kvikmynda. Og þess vegna kannast margir við þetta illræmda nafn enn ídag. Slík morðmál eru vitanlega engin ný- lunda fram á þennan dag. En það sem gerði þessi morðmál alveg einstök er sú staðreynd, að öllu var haldið leyndu sem þau snerti. Morðin hættu að lokum og talið var að enska lögreglan hefði fundið hinn rétta morðingja, en það furðulega var að hann virtist aldrei koma fyrir opinberan rétt í þessu kunna réttarfarsríki og al- menningur fékk aldrei að vita hver hann var. Þetta kom vitanlega af stað hvers konar orðrómi. Þar á meðal töldu sumir, að hér hefði verið einhver stórættaður höfðingi á ferð og þess vegna hefði öllu verið leynt o.s.frv. En hvað sem þvi líður virtist farið með þetta eins og ríkisleyndar- mál. En svo gerðist það árið 1930, að víð- kunnur sálrænn maður, Robert James Lees að nafni, í Leichester á Englandi lést, 81 árs að aldri. Maður þessi var kunnur sem frábær miðill, og er elskaður af öllum sem kynntust honum fyrir góðleik, sjálfsaf- neitun og drottinhollustu. Var hann til dæmis svo mikils metinn af Viktoríu drottningu, að hún lét setja hann á eftir- laun úr konungssjóði. Þessi maður hafði með skyggni sinni að lokum getað bent lögreglunni á hver morðinginn ”Jack the Ripper” væri og með þvi stuðlað að handtöku hans. En endur- minningar sínar um það bannaði hann að birta fyrr en eftir lát sitt. Þess vegna birtust þær nú í Daily Express. Og skal það nú rakið í stuttu máli. Um það leyti, þegar Ripper framdi þrjú fyrstu morðin, var skyggni Roberts Lees á hæsta stigi. Einn daginn, þegar Lees var að vinna í skrifstofu sinni, þóttist hann finna að Ripper væri nú að fremja enn eitt morðið. Honum virtist hann sjá karlmann og kvenmann ganga niður langa götu. Honum fannst hann fylgja þeim eftir og sá þau ganga inn i mjóan húsagarð. Hann gætti að og las nafnið á garðinum. Það var knæpa nálægt þessum húsagarði og blasti við ljós. Þegar hann leit út um glugga sá hann að vísarnir stóðu á 12,40, þeim tíma sem veitingahúsum var lokað á kvöldin. Þegar hann gáði betur að, sá hann manninn og konuna fara inn í dimmt horn í garðinum. Konan var hálfdrukkin, en maðurinn allsgáður. Hann var í dökkum fötum úr skosku efni með ljósan yfirfrakka á handleggnum, og ljósblá augu hans glömpuðu í geislum lampaljóssins, sem draugalega lýsti upp þetta skúmaskot. UNDARLEG ATVIKII. ÆVAR R. KVARAN Maðurinn lagði aðra höndina á munn konunnar, auðsýnilega til þess að hindra það að hún æpti, dró hníf upp úr vasa innan á vestinu og skar hana á háls. Blóðið spýttist á skyrtubrjóst hans. Hann skar síðan í líkama hennar ýmsa djúpa skurði með vísindalegri leikni, þerraði vandlega hníf sinn í klæðum konunnar, stakk honum í skeiðar og fór í ljósa yfirfrakkann og hneppti honum upp úr, eins og til að hylja skyrtubrjóstið og gekk í hægðum burt frá morðstaðnum. Herra Lees varð svo mikið um þessa innri sýn á morði, sem myndi verða framið, að hann fór þegar í stað til Scotland Yard og sagði lögreglunni alla söguna. Þeir héldu helzt að hann væri vitskertur, en til þess að gera honum til geðs, skrifaði einn þeirra nafnið á staðnum, þar sem Lees sagði að glæpurinn yrði framinn, og einnig tímann, 12,40 um nótt, þegar morðinginn og stúlkan myndu fara inn í húsagarðinn. Klukkan 12,30 næsta kvöld gekk kona inn í veitingahús nálægt þessum húsagarði., Hún var mjög drukkin og veitinga- maðurinn neitaði að að selja henni meira. Hún fór út úr húsinu bölvandi og ragnandi. Annað vitni sá hana fara inn í húsagarðinn kl. 12,40 með manni, sem klæddur var dökkum fatnaði með ljósan yfirfrakka á herðunum. Vitnið hélt að þetta væri Ameríkani, því hann var með linan flóka- hatt og bætti við: ”Hann leit út eins og heldri maður.” Þetta var vitnisburðurinn sem var gefinn lögreglunni daginn eftir. Lík konunnar hafði fundist nákvæmlega á þeim stað, sem Lees hafði lýst. Hún hafði verið skorin á háls og var líkið einnig hræðilega lemstrað. Það hafði hrottaleg áhrif á Lees, þegar hann frétti um morðið. Sjálfur komst hann svo að orði um þetta: ”Mér fannst næstum því eins og ég hefði verið í vitorði í þessu verki. Það hafði slík áhrif á mig, að mikil truflun komst á allt taugakerfi mitt. Ég gat ekki sofið á nóttunni og eftir læknisráðum fór ég með fjölskyldu mína yfir á megin- landið.” En meðan Lees var erlendis héldu morðin áfram, og hafði Ripper framið fjögur morð í viðbót, þegar hann kom aftur heim til Englands. Þá gerðist það einn dag, að hann ók með konu sinni frá Shepherds Bush í strætisvagni. Á Notting Hill kom vagninn við og þar steig inn í hann maður. Lees tók eftir að hann var meðalmaður á stærð, í fötum úr skozku efni, með Ijósan yfirfrakka og linan flókahatt. Lees hallaði sér að konu sinni og sagði lágt við hana: „Þetta er Jack.” Frú Lees hló og sagði honum að vera ekki með þessa heimsku, en hann svaraði: „Mér skjátlast ekki.” Strætisvagninn ók eftir Edgware Road og beygði inn í Oxfordstreet við Marble Arch. Maðurinn fór út og Lees á eftir honum niður Park Road. Þegar þeir voru komnir á miðja götuna mætti Lees lög- regluþjóni og benti honum á manninn í ljósa frakkanum og sagði honum, að þetta væri Jack „the Ripper”. Lögreglumaðurinn hló að honum og hótaði að stinga honum inn. Þá sömu nótt sá Lees í innri sýn annað morð. Að vísu var þessi sýn ekki eins glögg og hin fyrsta, en hann sá þó andlit hinnar myrtu konu mjög greinilega. Hann tók eftir því að annað eyraðvar alveg skorið frá and- litinu og hitt hékk aðeins á vöðvataug. Jafnskjótt og hann vaknaði úr transástandinu flýtti hann sér til Scotland Yard. Þar var enginn trúnaður lagður á orð hans. En þegar Lees sagði frá því, að eyrun yrðu skorin af höfði konunnar, sem fyrir glæpnum yrði, brá lögreglumanninum heldur en ekki. Hann tók póstkort úr skrif- 6 Vikan 45. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.