Vikan


Vikan - 09.11.1978, Blaðsíða 36

Vikan - 09.11.1978, Blaðsíða 36
Hún leit í spegilinn og sá þreytulegt andlit sitt og tjásulegt hárið. sem sannar- lega þarfnaðist meiri umhirðu. Hún mátti til með að þvo hárið og setja i það rúllur. Hún ætti að geta þurrkað það, áður en Jörgen kæmi heim. Hún átti von á fyrsta barni sinu, og læknirinn hafði sagt henni, að þriðji ntánuðurinn væri sá erfiðasti. Hún mátti þvi eiga von á, að ástandið færi batnandi. Þau höfðu lengi óskað þessa barns. Jörgen og hún. beðið og vonað. Óþægindin núna fyrstu mánuðina unt- bar hún svo sannarlega og hlakkaði óumræðilega til aðeignast barnið. Eitt skyggði þó á. Jörgen hafði breyst upp á siðkastið. Hún áttaði sig ekki vel á hvernig. Hann var þögull á kvöldin. tók litið undir. ef hún ræddi unt erfingjann. las i blöðunum eða kveikti á sjónvarp- inu. í fyrstu eftir að læknirinn hafði sagt henni. að hún væri barnshafandi. höfðu þau ekki talað um annaðen barnið. Hún hafði keypt garn i peysur. saumað rúrn- fatnað. og þau höfðu skemmt sér við að lita á leikföng i búðargluggunum og skeggræða, hvort heldur þau þyrftu að kaupa fótbolta eða dúkkukerru. En allt hafði breyst þennan siðasta mánuð. Hún sat með prjónana sína og gaut til hans augum. þorði ekkert að segja. hann svaraði henni varla. Fannst honum hún ljót? Hún horfði rannsakandi á spegilntynd sina. O. jæja. hún var auðvitað engin feg- urðardis. Það voru baugar undir augun- um og einkennilegir gulir flekkir i andlit- inu. Hún var likust fuglahræðu með þessar rúllur i hárinu. En hún gætti þess að vera ekki með þær, svo hann sæi. Hún lagði sig alltaf fram við að hafa háriðsemsnyrtilegast. En hvers vegna leit hann svona annar- lega á hana núorðið? Af hverju skröfuðu þau ekki saman i rúminu á kvöldin, eftir að þau voru búin að slökkva á lampanum? Það höfðu þau alltafgert hérfyrrum. Hann sneri bara i hana baki. Sofnaði hannsvona fljótt? Nei. ekki alltaf. Hún nam það af andardrætti hans. Hún þekkti djúpan. reglubundinn andardrátt hans. þegar hann svaf. Stundum teygði hún út höndina og fagði hana á arm hans. Hana langaði til að tala við hann. en hann lét sem hann skildi ekki. við hvað hún átti. Þá dró hún höndina til sín aftur og lá og starði tóm- lega út i myrkrið. En nú var hún ákveðin i að neyða hann til svara i kvöld. Hún þoldi ekki þessa þögn. Hann var innilokaður og lét eins og þau ættu ekki lengur neitt sam- eiginlegt. Hún horfði á spegilmynd sina enn, fast og rannsakandi ogsagði við sjálfa sig. — Já. Hjördís min. þú ert ekkert sér- stakt augnayndi núna. en eftir nokkra EGGERT JOHANNSSON F uldskurdurstufa EGGERT JÓHANNSSON Haf nurstræti 1 7 Sirni. 11121 Box 441 Reykjavik ísland Ung og nýgift Hún gekk með fyrsta barnið sitt, og líðanin var vægast sagt hörmuleg. Jörgen var hættur að líta við henni, og einn daginn taldi hún sig fá skýringu á framkomu hans. En hann hafði sínar ástæður, og Hjördís fékk að lokum eytt áhyggjum sínum. mánuði eignast þú barnið. sem þið svo lengi hafið þráð, og þá verðurðu aftur grönn ogsæt. SkYNDILEG hringing dyrabjöllunn- ar reif hana upp úr dapurlegum hug- leiðingum. Hamingjan sanna. gat hún fari til dyra svona til fara? Hún var i slopp, slitnum flókaskóm og ómáluð. Þaðhringdiaftur. Kannski var þetta pósturinn með ábyrgðarbréf? Hún gekk hægt frant i forstofuna og lauk upp. — Góðan daginn. þú ert frú Jessen. erekkisvo? Hjördis starði á stúlkuna. sem stóð ulan dyra. Þetta var huggulegasta stúlka. sem hún nokkru sinni hafði augunt litið. Há og grönn. andlitið svip- fallegt og hárið hreinasta augnayndi. Stúlkan var í háum. hvitum stígvélum og hvitum pels. Undir handleggnum bar hún þunna skjalatösku. — Jú . . . jú. vist er ég frú Jessen. stamaði Hjördis og fór hjá sér. — Ég heiti Jette Poulsen, hélt stúlk- an áfram. — Maðurinn þinn sendi mig el'tir gögnum. sem hann gleymdi hér heima á skrifborðinu. Og þar með rudd- ist ungfrúin inn i forstofuna. — Já. það var og. sagði Hjördis og reyndi að leyna vandræðunt sinum. — Ég sá þessa pappíra i ntorgun, þegar ég var að þurrka rykið. Hún gekk inn i stof- una og fann gagnrýnið augnaráð stúlk- unnar hvila á sér. Heilög hamingjan, að hugsa sér, að Jörgen skyldi hafa þessa opinberun fyrir frarnan sig dag hvern frá niu til fimrn. Jette elti hana inn i stofuna óboðin og gekk fram fyrir Hjördisi. tók pappirana og setti i skjalatöskuna. Hjördis stóð til hliðar og horfði á hana. Henni leið eins og hundrað ára gamalmenni og fann ekkert sér til afsökunar. Hún ræskti sig vandræðalega og spurði hikandi: — Má bjóða þér kaffibolla? — Nei, þakka þér fyrir, það er sannar- lega ekki tími til þess í miðjum vinnu- tíma, svaraði Jette og setti upp hálfgerð- an þóttasvip. — Ó. nei. auðvitað átti ég að vita það. sagði Hjördis hógværlega. — Maðurinn þinn er á fundi núna. og ég er þegar búin að missa af heilum tínia af umræðum um . . . Jette þagnaði og sagði svo: — Nú. þú veist kannski ekkert. um hvaðer veriðaðræða? — Jú. jú, flýtti Hjördís sér að segja og undraðist hve rödd hennar var sann- færandi. — Auðvitað veit ég það. ég mundi bara ekki, að það var í dag. — Jú, það er nú einmitt það sem er. Jette brosti untburðarlynd á svip og gekk frani i forstofuna. — Jæja. vertu bless- uð. Á ég að skila nokkru? — Nei. takk. hvíslaði Hjördís vand- ræðalega — bara kveðju ... ef þú hefur tima. Siðustu orðin voru illkvittnislega sögð. og konurnar litu snöggt í augu hvor annarrar. Augnaráð Jette bar vott um vorkunnsemi. Nú fer hún á skrifstof- 36 Vikan 45. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.