Vikan


Vikan - 09.11.1978, Side 44

Vikan - 09.11.1978, Side 44
Hlýjar húfur veturinn Þessar myndarlegu húfur eru ómiss- andi hverju barni ó okkar kalda landi, og ekki vafamál að þær koma að góðu gagni þegar kuldaboli bitur kinn. Aðallitinn i húfurnar þurfið þið sennilega að kaupa, en flestir eiga poka með garnafgöngum og er hér reiknað með að svo sé þegar gefið er upp magn af garni i hvora húfu. Lambhúshetta: Stærð: I -2 (3-4) 5-6 ára Garn: T.d. Combi Crepe frá Hjartagarni 2 (2) 2 hnotur af aðallit. Fitjið upp 101 (105) 109 1. á prjóna nr. 4 og prjónið snúning, 1 r. I s„ í 7 (8) 9 sni. Fellið þá af á hvorri hlið 7 (8) 9 1, og siðan í hverri umferð 3 — 2 — 1 — 1 lykkju. Prjónið siðan áfram þar til stykkið mælist 24 (26) 28 sm, en þá er fellt af á hvorri hlið 21 (22) 23 I. Prjónið nú áfram eftirstandandi lykkjur þar til stykkið mælist jafnlangt brúninni þar sem fellt var af. Fellið þá af. Takið upp kringum andlitið u.þ.b. 109 (115) 127 I. á prjóna nr. 3 og prjónið 2 untferðir, 1 r. 1 s., skiptið um lit og prjónið 4 umferðir i viðbót, fellið laust af. Sauntið húfuna saman með aftursting, pressið ekki. fyrir Hjálmur: Stærð: 2 (4) 6 ára. Garn: T.d. Combi Crepe frá Hartagarni, 1(1)2 hnotur af aðallit, tveir aðrir litir í rendur. Fitjið uppá prjóna nr. 3 1/2 með aðal- litnum, sem hér er blár, 34 (36) 38 I. og prjónið rétt allar umferðir. Aðra hverja umferð á að fella úr og auka út 2 I. frá kantinum. Aukið út með þvi að prjóna tvisvar í sömu lykkjuna (framan frá og aftan frá). Fellið úr með þvi að prjóna tvær lykkjur saman. Þið byrjið á að fella af í byrjun prjóns og auka út í lok prjóns 44 Vikan 45. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.