Vikan


Vikan - 09.11.1978, Blaðsíða 42

Vikan - 09.11.1978, Blaðsíða 42
þar sem hitaelementin eru tvö er hins vegar alltaf eitthvert vatn afgangs. Það gerir ekkert til. Magnið má samt ekki verða of mikið þvi þetta vatn fer með í næstu lögun og er ekki eins gott ogferskt vatn. Hæg uppáhelling: Til þess að nýta kaffið sem allra best er best að vélin helli hægt upp á. Vatnið á heldur ekki að fara allt í miðjan kaffipokann heldur líka til hliðanna. Hávaði: Hávaði skiptir miklu máli fyrir þá sem ætla að laga sér kaffi inni í stofu. Engar kaffi- vélar eru hljóðlausar með öllu en hávaðinn er misjafn. Sumar suða jafnt og þétt á meðan aðrar gutla hressilega af og til. Leiðarvísir: Leiðarvísir ætti að fylgja hverri kaffivél. Líklega eru engir íslenskir leiðarvísar til en útlendir eru betri en engir. I þessum leiðarvísum á að standa hvernig fara á með kaffivélina og hvernig á að þrífa hana. Varahlutir: Gallinn við kaffi- vélar, sem eru eingöngu úr gleri og plasti, er sá að þær vilja brotna og skemmast. í öllum þeim búðum sem við fórum í var okkur sagt að hægt væri að fá alla varahluti í kaffivélarnar og er það til mikilla bóta. Slíkir varahlutir eru samt oft talsvert dýrir þannig að mönnum er eindregið ráðlagt að fara vel með þessa hluti. Betra er að Vörumatkaðurinn er mefl umboð fyrir Rowenta kaffivélar. Þessi kostar 29.300 og lagar 10 bolla. Í henni er mjúkt plast og gler. Bauknecht kaffivél frá SÍS á 25.192. Vélin er ætluð fyrir 8 bolla af kaffi og er úr gleri og plasti. Þessi kaffivél er sú eina sem við fundum sem er ekki eingöngu úr plasti og gleri. Þessi er úr áli og plasti, plastið er i algjörum minni- hluta. Vélin kostar 36.030 og iagar 10 bolla. Hún ber nafnið Aromatic og fæst m.a. í Dómus. Allt vatnið sem fer i kaffið er soðið i einu í geyminum ofan á vélinni og siðan rennur það yfir kaffið i einni bunu. Aðrar kaffivélar hita hins vegar litla vatnsskammta i einu og hella þeim á jafnóðum. plastið í kaffivélunum sé mjúkt, þá springur það síður. Málmur er langbestur að þessu leyti og er furðulegt að ekki skuli vera framleitt meira af kaffivélum úr málmi. Kaffivél, algengasta brúðargjöfin Kaffivél er á Islandi sá hlutur sem nær öllum brúðhjónum er gefinn, jafnvel þó þau drekki aldrei kaffi. Einnig eru kaffivélar algengar gjafir í merkis- afmælum. Ég veit um mann sem varð fimmtugur fyrir nokkrum árum og hafði lifað þessi fimmtíu ár án þess að drekka meira en svo sem tvo bolla af kaffi og þótti honum það lítt góður drykkur. Ættingjarnir sáu samt sem áður ástæðu til þess að gefa manninum kaffivél, líklega til þess að öruggt væri nú að þeir fengju kaffi er þeir kærnu í heimsókn. Auðvitað geta flestir notað kaffivélar ein- hvern tíma. En fólk ætti að hugsa pínulítið út í það áður en það gefur öðrum kaffivél hvort áhugi á að eignast slika vél er fyrir hendi og hvort hennar er þörf. DS 42 Vikan 45. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.