Vikan


Vikan - 09.11.1978, Side 49

Vikan - 09.11.1978, Side 49
Þaö hnussaði í honum. „Ætlarðu að fara og skoða ibúðina?" „Já, ég á einskis annars úrkosti. Ég fer snemma heim af skrifstofunni.” „Þú ert jafnvitlaus og þessi Rosa- mond Rae.” sagði Noöl um leið og hann gekk burt. Það var komið að sólsetri, þegar Harriet fór til Raven Gardens. Það glampaði á húsið í kvöldsólinni og það var greinilegt að eigandinn hirti vel um hús sitt. Fimm steinþrep lágu upp að fallegri útidyrahurðinni, sem greinilega var nýbúið að mála dökkgula. Á efsta þrepinu voru blómakassar til beggja hliða, fullir af hyasintum, sem fylltu loftið þungum ilmi, og undir gluggunum bæði hægra og vinstra megin voru út- sprungnir krókusar. Til hliðar við hurðina var röð af dyrabjöllum og við hverja þeirra var nafnspjald. Þaö var greinilegt, að frú Mander bjó á allra neðstu hæðinni, en á hinum hæðunum voru tvær íbúðir í hverri. Það virtist lika vera ein ibúð í kjallaranum, þvi niður i skuggann undir þrepunum lá járnstigi. Hún ýtti á bjölluhnapp frú Mander. Á meðan hún beið las hún hin nöfnin. Efst uppi bjó cinhver Kester og svo auðvitað Rae. Þar fyrir neðan Parsons og Weir, og svo Dean og Oliver. Það var ekkert sem gaf til kynna, hvort þessir ibúar væru kven- eða karlkyns, eða hvort þeir væru giftir eða einhleypir. Þótt bjölluhljómurinn hefði verið skær og hvellur heyrðist ekkert innan úr húsinu. Þögnin virtist hálfiskyggileg. Stúlka, um það bil átján ára, með rautt flaksandi hár og i gervipelsjakka utan yfir rósóttum kjól, kom hlaupandi upp þrepin og stakk lykli í skrána. „Ciet ég eitthvað aðstoðað þig?” Hún var glaðleg og vingjarnleg, en svolítið óþolinmóð. „Ég þarf að tala við frú Mander,” sagði Harriet. „Hún er áreiðanlega ekki heima. Á þessum tíma er hún venjulega að viðra hundinn sinn i skemmtigarðinum. Þú getur komið inn og beðið eftir henni, cf þú vilt.” „Þakka þér fyrir." Hún elti hana inn fyrir og horfði á hana þjóta upp stigann. Fyrst frú Mander var ekki heima, var engin ástæða til að hanga og bíða í for- stofunni. Harriet lagði af stað upp stigann, ergileg yfir að Rosamond Rae hafði látið hana fá lykil að íbúðinni en enganaðútidyrunum. Á annarri og þriðju hæð var rúmgóður stigapallur og læstar dyr til beggja handa. Stigahandriðið var fagurlega útskorið og greinilegt að húsið hafði verið byggt af efnafólki eða jafnvel hefðarfólki fyrri tima. Upp á efstu hæðina lá mjór stigi og þar uppi var örlítill stigapallur. Nafn- spjöldin á hurðunum sýndu, að Rae var til hægri og Kester til vinstri. Harriet stakk lyklinum í skrána á hægri hurðinni og hann gekk auðveldlega að henni, henni til hugarléttis. Hún stóð og horfði í kringum sig í ibúðinni og allt i einu kom yfir hana, sem annars hafði svo mikla sjálfstjórn, einhver einmanaleiki. Foreldrar hennar voru báðir erlendis. Hún átti ættingja i Cumberland, sem sendu henni jólakveðju, og auðvitað hafði hún komist í kynni við ýmsa karlmcnn. En Laura var siðasta ógifta vinkona hennar. Harrict hugsaði mcð sér, að það væri kominn tími til að hún endurskoðaði líf sitt. Heimboð og skemmtanir gátu ekki til lengdar jafnast á við stöðugt og gróið samneyti. Þótt starf hennar ætti hug hennar allan nú, þá gæti verið að svo yrði ekki alltaf. Á þessum kyrrláta stað var eins og hugsanir, sem henni venjulega tókst að bægja frá sér, ættu greiða leið upp á yfir- borðið. Þær ógiftu konur. sem hún þekkti, voru allar mjög færar í sínu starfi. vel klæddar og glæsilegar. Starfið átti venjulega hug þeirra allan. þær voru hæstánægðar á tvítugs- og þrítugsaldri. farnar að cfast um fertugt og orðnar beiskar um fimmtugt. Ég vildi að ég væri að leita að ibúð með einhverjunt manni, hugsaði hún. Hávöxnum, dökkhærðum, ekki of lag- legum. Hann yrði að vera mikill áhuga- maður um bækur... Hvell simhringing vakti hana upp af dagdraumum sínum. Hringingin kom eins og þruma úr heiðskiru lofti, þvi hún hafði ekki tekið eftir neinum sima þarna á efstu hæðinni. Loks fann hún hann niðri á gófi, undir dívani. Hann var út við gluggann og gluggatjöldin huldu simasnúruna. „Halló,”sagði Harriet.enda þótt hún gerði sér grein fyrir að þctta var mjög óljóst svar, cn bæði var númcrið á simanum ólæsilcgt. og auk þess hefði hennar cigið nafn ekki skýrt neitt. Hún hefði i rauninni átt að láta hann bara eiga sig, en það var alltaf eitthvað ögrandi viðsimahringingar. „Hver er þetta?” Karlmannsröddin, hvell og hávær, var undrandi. „Er Rosie þarna?” „Rosamond Rae er farin til úllanda,” sagði Harrict. „Ég leigi af hcnni íbúðina.” Það varð augnabliks þögn, eins og hann væri að ná andanum. svo hélt hann áfram: „Það var svo sem auðvitað.” Röddin var reiðilcg og það bergmálaði í eyrum hennar, þegar hann skellti á. Henni hafði heyrst á rödd mannsinsað hann tryði henniekki. Harriet leit i kringum sig í siðasta sinn og ákvað að reyna að hitta frú Mander að máli, áður en hún færi, og athuga hvort hún gæti ekki flutt inn i lok vik- unnar. Þögnin var aftur rofin af háværu banki á hurðina um leið og sagt var skipandi röddu: „Rosamond opnaðu!” HÉR SÝNIR VIKAN HIÐ VINSÆLA OG MARGUMTALAÐA FÆST AÐEINS HJÁ BORGARHÚSGÖGNUM HREYFILSHÚSINU VIÐ GRENSÁSVEG SÍMAR: 85944 og 86070 45- tbl. Vikan 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.