Vikan


Vikan - 09.11.1978, Blaðsíða 14

Vikan - 09.11.1978, Blaðsíða 14
Fangi nr. 1. Þetta byrjaði í Breiðuvík — Ég var sendur á Breiðuvíkurheimilið þegar ég var 11 ára, og það má segja að það sé upphafið að afbrotaferli mínum. Breiðu- víkurheimilið var djöfullegur staður á þeim tíma. Forstöðumaðurinn barði okkur í tíma og ótíma, og það gekk svo langt að við ætl- uðum að drepa hann. En það mistókst sem betur fer — hann slapp rétt fyrir horn. Þegar maður slapp þaðan var maður orðinn kolvitlaus, og fór beint í afbrotin. Þá lá leiðin á upptökuheimilið í Kópavogi, sem í þá daga var allt önnur stofnun en hún er í dag. Maður var einfaldlega lokaður inni eins og í fangelsi. Núna er ég 21 árs og bú- inn að taka út 40 mánuði í allt. — í fyrraslappégafKvíabryggjuogfór á bát. En Adam var ekki lengi í paradís — ég náði því að vera frjáls í þrjár vikur. Ég var eftirlýstur vegna 13 mánaða úttektar sem ég átti eftir að afplána, og tekinn þegar báturinn kom næst í land. Ég hafði ekkert brotið af mér þessar þrjár vikur sem ég var frjáls, og maður fær það oft á tilfinninguna að maður fái ekki tækifæri til þess að hætta. Það er erfitt þegar maður er með mikið af ódæmdum málum á bakinu, maður getur verið að burðast með þau allt lífið. Það er ekki beint hvatning til þess að byrja nýtt líf, að eiga alltaf von á því að þurfa að fara að taka út fyrir einhverjar löngu drýgðarsyndir. — En núna langar mig til þess að hætta. Ég hafði taugar til þess að standa í þessu þegar ég var yngri. Mér var sama um allt. En nú er ég orðinn eitt taugahrak. Þegar ég var 18 ára leit ég út fyrir að vera 13, ég var heldur seinþroska, núna er ég rúmlega tví- Það er vistlegt i klefunum. tugur og lít út fyrir að vera þrítugur. Svona ferdvölin meðmig. — Gamli félagsskapurinn er alltaf freist- andi, ekki vegna þess að hann sé eitthvað betri en annar, en maður hefur þörf fyrir félaga og eftir að hafa verið á Litla-Hrauni er ekkert auðvelt að eignast nýja. Helst er að flytja út á land eða þá bara til útlanda. — Oft ligg ég niðri í klefanum mínum og hugsa um hvernig ég geti hefnt mín þegar ég slepp út. Ég hefði aldrei gert neitt af þessu sem ég er ákærður fyrir, ef ekki hefði verið vegna vínsins. Þegar ég er drukkinn verð ég allt annar maður, sem ég þekki ekki í mér ódrukkinn. — Ég tók aldrei pillur fyrr en ég kom hingað. Ég vissi ekki einu sinni hvernig valíum og librium litu út. Núna þekki ég aftur á móti um 100 tegundir sem ég get valið um þegar ég kem í bæinn aftur. Maður hafði heyrt að þetta væri skóli i af- brotum, og það er því miður satt. Oft hugsa ég um það hvernig ég geti byrjað nýtt líf þegar ég slepp út enn einu sinni, en það ræðst alltaf á 4—5 fyrstu dögunum, og þá er maður venjulega dauðadrukkinn, þannig að ekki er von á góðu. Þetta er allt brenni- víninu að kenna, ég á ósköp bágt með að vera frjáls og ódrukkinn ... EJ Fangi nr. 2. Með morðingjadóm fyrir vitleysu! — Ég kom hingað fyrst sem táningur, hafði stolið bíl og brotist inn í sjoppu, í sjálfu sér ósköp saklaust, en fékk þó 18 mánaða dóm. Unglingar í dag fá 5—6 mán- aða dóm fyrir sams konar brot. í þá daga var allt annað að vera á Litla-Hrauni, við- byggingin var ekki komin í gagnið, þannig að það voru 28 fangar í gamla húsinu. Ekk- ert sjónvarp til þess að horfa á, og tíminn fór mikið í föndur. Þá föndruðu menn einir í klefum sínum, ekki í hóp eins og nú tíðk- ast, og fengu mikið meira út úr því fyrir bragðið. Þá voru sköpuð listaverk hérna. Ég man eftir gömlu setustofunni, þar voru allir veggir þaktir myndum eftir Sigurð Þor- láksson, þann hinn sama sem seinna gat sér gott orð fyrir að falsa myndir eftir Picasso. Síðar var svo málað yfir þetta, og tel ég það hafa verið mikla eyðileggingu. En þrátt fyrir það hefur þessi staður nú skánað um flest hin síðari ár, og þó sérstaklega eftir að Helgi Gunnarsson tók við sem forstöðu- maður. Fyrir hans daga fengum við aðeins borgað fyrir klukkustundar vinnu á dag og vorum í hálfgerðri kleppsvinnu allan tím- ann. — Nú er ég rétt rúmlega þrítugur og búinn að afplána átta og hálft ár frá því að ég byrjaði. Mér reiknast til, að ég sé búinn að dvelja hérna að meðaltali í fimm mánuði á ári frá því að ég var 16 ára. Þetta er víta- hringur sem erfitt er að komast úr. Þó að maður byrji að vinna heiðarlega vinnu, springur maður alltaf á brennivíninu strax við fyrstu útborgun. Síðan, þegar maður er orðinn blankur, þá er svo miklu auðveldara að falsa einn og einn tékk frekar en að byrja að vinna aftur. Svona gengur þetta koll af kolli, og þeir kalla okkur síbrota- menn — í raun og veru erum við blankir drykkjumenn. — Mér finnst sárt að sjá unga stráka koma hingað í fyrsta sinn fyrir einhverja vitleysu gerða í fylliríi. Dvöl þeirra hér getur hreinlega orðið til þess að þeir verði hér meira eða minna allt lífið, eins og ég. Um fertugt erum við svo búnir að taka út morðingjadóm fyrir ítrekaða vitleysu í fylli- ríi- EJ Fangi nr. 3. „Örlög mín gætu eins verið örlög þín" — Fangelsisdvöl veldur ótvírætt and- legri stöðnun — það skyldi athuga. Menn lesa varla blöðin né hlusta á fréttir. Það þarf að bæta aðstöðu fanga og hlúa betur að þeim, skapa þeim aðstöðu til þess að læra og sinna því sem þeir hafa áhuga á og óska. Fangelsi ætti að byggja menn upp, í stað þess að brjóta þá niður. — Ég þrái frelsið, þrái að fara aftur út í þjóðfélagið. Réttlætið er aðeins hugtak, og þó ég meti ekki gáfur mínar á við gáfur Sókratesar, þá tek ég innilokun minni með heimspekilegri ró. Réttlætiskennd manna ætti að vera meiri í dag en hún var á dögum hans. — Ég vissi það strax og ég komst til vits og ára, að ekkert réttlæti er til, aðeins hug- takið um það. Örlög mín gætu því eins verið örlög þín. Og í auglýsingaglamri nú- tímans er eins og maðurinn ósjálfrátt týni sjálfum sér og hugsi ekki lengur sjálfstætt. í öngþveiti dagsins lætur hann dagblaða- pressuna mata sig á því hvað sé rétt og hvað rangt, með þeirri afleiðingu að margur óréttlátur dómur hefur þegar fallið. En þeir sem dæma mig, munu einnig verða dæmdir, og á hinsta degi mun koma í ljós hver hefur sannleikann sín megin. EJ Fangi nr. 4. Ég kvíði því að sleppa ... — Það er búið að koma því inn hjá fólki að Litla-Hraun sé miklu verri staður en hann í raun og veru er. Ég get ekki kvartað yfir 14 Vikan 45. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.