Vikan


Vikan - 09.11.1978, Blaðsíða 35

Vikan - 09.11.1978, Blaðsíða 35
Hlið úr bíl í trúlofunargjöf Kærí draumráðandi! Mig dreymdi draum nýlega, og langar mig til að þú ráðir hann. Mig dreymdi að ég væri trúlofuð strák, og veitti ég því eftirtekt, að hringirnir voru breiðir, en voru hvorki sléttir né munstraðir. (Fyrir tæplega ári vorum við saman, ég og þessi strákur) Svo fannst mér ég vera komin heim. Fyrir utan húsið var þá önnur hliðin úr bílnum hans, ogfannst mér hann vera að gefa mér hana. Systir mín var fyrir utan húsið og var hún eitthvað að stríða mér að þetta væri hann að gefa mér í trúlofunar- gjöf. Svo daginn eftir kom- hann heim og ég varsvo ánægð að sjá hann koma. Síðan fórum við inn í herbergið mitt og þá sagði ég honum að ég hefði gleymt hringnum. Hann sagði að pabbi sinn hefði tekið hringana og þá spurði ég hann hvort hann léti pabba sinn ráða hverri hann giftist. Svaraði hann því til, að það gerði hann ekki. Fannst mér hann varla vita hvað hann ætti að gera. Þá segir hann að mömmu sinni og systkinum líki mjög vel við mig. Sagði ég honum að mér fyndist skrýtið að pabbi hans skyldi gera þetta. Ekki var talað meira um þetta, og við vorum eitthvað að faðmast og kyssast. Síðan fór hann, en hann kom aftur daginn eftir að mér fannst. Þá var ég í eldhúsinu og mamma mín, ásamt einhverri konu, sem ég man ekki hver vár. Segi ég um leið og ég sé hann koma: „Þarna kemur hann. ” Mamma var eitthvað svo ánægð að hann væri að koma aftur. / hvert skipti sem hann kom vorum við hamingjusöm, að mér fannst, ogföðmuðumst. Með fyrirfram þökkfyrir birtinguna. Ein, sem vonast til að fá drauminn ráðinn. Þú munt brátt fá tilmæli til að bindast, með giftingu fyrir augum, en ekki er líklegt að þar sé um að ræða piltinn, sem þig dreymdi. Þín bíður aukin velmegun og óvænt happ. Að dreyma sig hamingjusaman í draumi boðar venju- lega hið gagnstæða, og faðmlögin boða svik einhvers. Þú færð heimsókn gamals vinar, sem á eftir að hafa mikil áhrif á lif þitt. Þú lendir í skemmtilegum félags- skap og munt kynnast nýjum vini. Mig dreymdi Sturtaði barni niður í salernið Kæri draumráðandi Ég œtla að biðja þig að ráðafyrír mig þrjá drauma, sem eru á þessa leið: Mér fannst ég standa í eldhúsi móður minnar og var mér þá færður pakki. Hann var langur og fallegur borði var utan um hann. Þegar ég opnaði pakkann, komu í Ijós þrjár rósir, hver annarri fallegri. Fyrsta rósin var eldrauð með grænum blöðum, önnur rósin var himinblá með grænum blöðum (hún var langstœrst), ogsú þriðja var pínulítU, bleik og rauð, með grænum blöðum. Ég hafði aldrei séð svona fallegar rósir áður, og ekki voru umbúðirnar síðri. Annar draumurinn var svona: Mér fannst ég verafyrir utan húsið, sem ég bjó einu sinni í. Sat ég á þríhjóli. Vinkona mín á heima ofar í götunni, og fannst mér ég hjóla þangað. Þegar ég kom að húsinu var vinkona mín fyrír utan, og var að stússa eitthvað í barnavagni. Mér fannst ég vera að bíða eftir að hún færi inn (hún sá mig ekki). Þegar hún fór inn, læddist ég að vagninum og kíkti ofan í hann. Var þar mjög fallegt sveinbarn, frekar stórt. Það var að festa svefninn. Eitt þótti mér skrítið. Þetta var frekar stór vagn, og hafði vinkona mín lagt barnið alveg utan í aðra hlið vagnsins. Ég hugsaði sem svo: „Af hverju leggur hún barnið ekki í miðjan vagninn, það er pláss fyrir að minnsta kosti tvö börn í viðbót. ” Þríðji draumurinn var svona: Mér fannst ég vera að fara með nýfætt barn á klósettið, og lét það sitja eitt á setunni. Skildi ég það eftir þar. Þegar ég kom inn aftur, var barnið dottið ofan í klósettið, og varð mér svo mikið um, að ég sturtaði niður. Ég var alveg í öngum mínum, því barnið gœti hafa verið lifandi þegar ég sturtaði niður. Ég var alltaf að gá hvort barnið kæmi ekki upp aftur. Mér fannst vera liðinn smátími, þegar ég var stödd inni í eldhúsi og var ég að gá hvort ekki fœri vel um dóttur mína, sem svaf I rúmi sínu við endann á kommóðunni. Það fór mjög vel um hana. (Rúmið var í eldhúsinu). Svo fannst mér eins og mér væri farið að liða illa, samviskan var að gera út af við mig. Fór ég út úr húsinu og ætlaöi að hlusta við rörin, hvort ég heyrði ekki í barninu. Það var búið að grafa mikinn skurð þar sem rörin voru. Fannst mér ég læðast að rörunum, en aldrei heyrði ég neitt, og var þess fullviss að barnið sœi ég aldrei aftur. Fór ég þá inn aftur og var þá systir mín komin. Settist ég við eldhúsborðið og sagði henni frá öllu, sem hafði gerst. Fannst mér ég kalla barnið D„ en það er sonur hennar kallaður. Það, sem mér fannst sárast við þetta allt saman var, að ég hajði enga möguleika á að grafa barnið í vígðri mold. Ég grét alveg óskaplega þegar ég var að segja henni þetta, og hélt fyrir andlitið á meðan. Hún átti erfitt með að skilja mig, vegna ekkans. Stóð hún allan tímann fyrir framan mig með hendur í vösum, og var blíðleg á svipinn. Með fyrirfram þökk. 0352-3055 Fyrsti draumurinn er alveg sérstaklega góður. Hann boðar þér happ í ástar- málum og atvinnumálum, og auk þess mikla heimilishamingju. Annar draumurinn boðar þér að þú munir sigrast á erfiðleikum þínum, og þín bíður mikil hamingja í störfum og farsæld fyrir þér í atvinnumálum þínum. Þriðji draumurinn felur einnig í sér tákn, sem boða heppni í ástarmálum og viðskiptamálum, en einnig muntu verða fyrir miklum hagnaði. Þú ferð að öllum líkindum í ferðalag, sem mun hafa mikil áhrif á líf þitt, og þá til hins betra. Þú færð heimsókn gamals vinar eða vandamanns, sem mun verða afar forvitinn um heimili þitt og afkomu. Þú átt þó á hættu að mæta einhverjum erfiðleikum, og þarft að þola þungar raunir vegna þess um einhvern tíma, en er þú hefur yfirstigið þessa erfiðleika mun gæfa og gengi leika við þig. 45 tbl.Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.