Vikan


Vikan - 09.11.1978, Blaðsíða 63

Vikan - 09.11.1978, Blaðsíða 63
Eftir fimm ára afskiptaleysi Kæri Póstur! Þú ert sá eini, sem ég get leitað til, því vandamál mitt er svo viðkvæmt og persónulegt að enginn minna nánustu treystir sér til að hjálpa mér við að taka ákvörðun. Fyrir sex árum varð ég ófrísk eftir skólabróður minn í menntaskólanum. Nú er dóttir mín orðin rúmlega fimm ára gömul, og á fimm ára afmælisdaginn fékk hún allt I einu gjöf frá föðurnum, sem hefur aldrei skipt sér neitt af henni áður, ekki einu sinni séð hana. Gjöfina lét ég strax upp í skáp, því ég vissi hreinlega ekki hvað ég átti að taka til bragðs. Hvað á ég að gera við gjöfina, afhenda hana eða henda pakkanum? Nú eru liðnir tveir mánuðir frá afmælinu og ég hefekki ennþá haft hugrekki til að taka ákvörðun um að afhenda hana. Henni hefur verið sagt að faðir hennar búi erlendis og geti því ekki heimsótt hana, eins og feður annarra barna gera við svipaðar aðstæður. Getur það ekki orðið barninu til tjóns, ef hann skiptir sér svo ekkert meira af henni? Verður gjöfn ekki aðeins til þess að vekja með barninu falskar vonir? Það var mikið reynt lil þess á sínum tíma að fá hann til þess að líta á barnið og einnig talað við fjölskyldu hans, en allt án árangurs. Nú eru liðnir tveir mánuðir frá afmælinu, eins og ég sagði áðan, og ennþá hefur ekkert heyrst frá honum og hann hefur ekki ennþá séð dóttur sína. Milli heimila okkar er ekki nema fjörutíu mínútna ferð í bíl. Ætti ég að hringja I hann og reyna að fá hann til þess að segja mér, hver tilgangurinn með gjöfmni er. Ég veit að hann er giftur og á ekkert barn með konunni sinni. Getur það ekki átt einhvern þátt I þessari furðulegu gjöf. Það hefur verið nógu mikið af vandamálum í kringum þetta blessaða barn svo mig langar satt að segja lítið til að flækja málið enn meira. Með von um svarsem fyrst. Einstœð móðir Það er alveg rétt af þér að afhenda henni ekki gjöfina umhugsunarlaust. Verði svo ekki um meiri afskipti föðyrins að ræða en verið hefur, yrði þetta aðeins barninu til tjóns. Það er einkennilegt að þú skulir ekki hafa heyrt neitt frá föðurnum i þann tíma, sem liðinn er síðan afmælið var, og lofar það satt að segja ekki góðu. Hertu þig upp og hringdu í hann og reyndu að fá hann til að hitta þig einhvers staðar þar sem þið getið rætt saman. Þá ættir þú að fá ákveðna umsögn hans um, hvað hann í rauninni ætlar sér með barnið. Spurðu hann einnig um skoðanir konu hans á samgangi hans við dótturina, því hún hefur sennilega talsverð áhrif á málið í framtíðinni. Verði umsagnir hans jákvæðar fyrir dóttur þína að þínu mati, skaltu segja henni frá þessu með varfærni, fá hann síðan til að heimsækja dóttur sína og afhenda henni þá afmælisgjöfina um leið. Vertu ekkert að flýta þér að taka ákvörðun, þetta hefur hvort sem er beðið í fimm ár, en gerðu þér þó grein fyrir að einhvern tíma verður þú þó að segja henni sannleikann um föðurinn og þá er um að gera að grípa næsta hentuga tækifæri. fleiri væru vel þegnar. Finnst ykkur ekki að þið hefðuð getað verið aðeins kurteisari í bréfinu? Það getur nú varla talist var- færni að kalla fólk „greyið mitt” jafnvel þótt það viti ekki alveg allt milli himins og jarðar. Ekki kallar Pósturinn ykkur neinum nöfnum og þó vitið þið ekki alveg allt, þið vitið nú ekki einu sinni hvað Pósturinn heitir fullu nafni! Það er sama sagan með allt sem þú kaupir — ekkert af þvi er i lagi. Fær aðeins annað kynið lekanda? Elsku Póstur! Viltu vera svo vænn að segja mér hvernig lekandi lýsir sér og hvort bara annað kynið fœr hann og þá hvort. Viltu svo vera ennþá vænni og segja mér allt um þann. sem er fœddur 14. nóvember. Að lokum: Hvað lestu úr skriftinni og hvað heldur þú að ég sé gömul? V.R.S. Lekandi er algengasti kyn- sjúkdómurinn hér á landi. Lekandasýkillinn lifir aðallega í slímhúð líkamans og smitast mjög auðveldlega við samfarir. Bæði kynin geta fengið sjúkdóminn, en einkenni um smitun koma fyrr fram hjá karlmönnum. Venjulega gerir lekandi vart við sig hjá karl- mönnum tveimur til sex dögum eftir smitun, en getur þó dregist í þrjár vikur eða lengur. Fyrsta einkenni er sviði í þvagrás, einkum við þvaglát, og rnjög stuttu síðar verður útferð úr þvagrás, sem venjulega verður graftrarkennd. Konur geta gengið með sjúkdóminn í nokkra mánuði, án þess að verða varar við óþægindi og þær geta því verið smitberar án þess að hafa hugmynd um það. Þeir sem eru fæddir 14. nóvember eru herskáir, ákveðnir. óþolin- móðir, ráðríkir og alveg lausir við minnimáttarkennd. Það sama má lesa úr skriftinni og sennilega ertu um það bil fimmtán ára. 45- tbl. Vikan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.