Vikan


Vikan - 09.11.1978, Qupperneq 7

Vikan - 09.11.1978, Qupperneq 7
borði sínu og rétti Lees það. Það var svo- hljóðandi: „Annað kvöld mun ég enn taka mér hefnd yfir þeim flokki kvenna, sem hafa verið mér ógeðfelldastar; níunda fórnin mín. Til þess að sanna, að ég sé Jack the Ripper, ætla ég að skera eyrun af þessari níundu fórn.” . . n • Jack the Ripper Varðstjórinn á lögreglustöðinni var guð- hræddur maður og hann leit svo á, að samræmi þess sem stóð á póstkortinu og sýnar Lees væri viðvörun frá himnum. í rökkurbyrjun næsta dag hafði hann sent út í Whitechapelhverfið 3000 lögreglumenn í einkennisbúningum og 1500 dulklædda til þess að halda vörð. En þessi frægi morðingi komst i gegnum þessa herkvi, framdi glæp sinn og slapp, engu að síður. Konan var myrt eins og Lees hafði lýst. Þessi harmleikur tók svo á taugar Lees, að hann varð að fara aftur utan til þess að ná sér. Meðan hann var erlendis framdi sami morðinginn sextánda morð sitt og tilkynnti Scotland Yard með köldu blóði, að hann ætlaði sér að drepa tuttugu og tvær og hætta svo. Skömmu eftir sextánda morð þessa útsmogna morðingja kom Lees aftur til Englands. Eitt kvöldið sat hann í Criterion-veitingahúsinu við snæðing með tveim vinum sínum frá Vesturheimi. Þá sneri hann sér allt í einu að þeim og hrópaði: „Guð minn góður, Jack the Ripper hefur enn framið nýtt morð.” Annar vina Lees Roland B. Shaw, námueigandi frá New York leit á úrið sitt og sá að klukkan var 8,11. Klukkan tíu mínútur yfir átta fann lögreglan lík konu í Crown Court í Whitechapel, og var hún skorin á háls frá eyra til eyra og líkami hennar bar allar menjar um handbragð sama morðingjans. Lees og félagar hans fóru þegar af stað til Scotland Yard, og meðan Lees var að segja sögu sína, kom símskeyti með fyrstu fregnina um glæpinn. Þrír leynilögreglu- menn héldu þegar með Lees og vinum hans til Crown Court, og þegar þeir komu þangað kallaði Lees: „Gætið í hornið hjá veggnum, það er eitthvað skrifað þar.” Einn lögreglumannanna kveikti á eldspýtu og þeir gátu lesið: „Seytján. Jack the Ripper.” Þetta var skrifað á vegginn með krít. Það sýnir algjöra örvæntingu hjá Scotland Yard á þessum tíma, að þeir sneru sér nú loks til Roberts James Lees, sem hafði þegar sannað þeim furðulega skyggni- gáfu sína, ef honum mætti kannski takast að rekja slóð þessa vitfirrta morðingja. Lees féllst á að reyna að hjálpa þeim. Hann hafði þann hátt á, að hann kom sér í miðils- ástand, fór svo út og gekk hratt um stræti Lundúna, en lögreglumennirnir fylgdu honum eftir. Loks klukkan 4 um morguninn nam þessi mannlegi sporhundur staðar, fölur í andliti með blóðhlaupin augu, við dyrnar á stórhýsi í West End. Lees benti upp til herbergja hátt upp i húsinu, þar sem sást skína dauft ljós og sagði með þungum andardrætti: „Þarna er morðinginn — maðurinn, sem þið eruð að leita að.” „Það getur ekki verið,” sagði yfirmaður lögreglumannanna, „Þetta er heimili eins nafnkenndasta læknis í West End.” En samt sem áður bætti hann við: „Ef þér getið lýst fyrir mér hvernig umhorfs er í íbúð læknisins ætla ég að eiga það á hættu að taka hann fastan, en ég missi stöðu mína eftir tuttugu ára trygga þjónustu, ef yður skjátlast.” Lees sagði: „Þegar komið er inn í íbúð- ina, stendur hægra megin við innganginn hár stóll úr dökkri eik, litaður glergluggi er yst á ganginum og stór loðhundur liggur undir stiganum.” Þeir biðu til kl. 7 og fóru þá inn í húsið. Þernan sem opnaði fyrir þeim sagði að læknirinn væri ekki kominn á fætur. Þeir báðu þá um að fá að tala við konu hans, og, meðan stúlkan fór að sækja hana, tóku þeir eftir því að íbúðin var nákvæmlega eins og Lees hafði lýst henni nema þar var enginn hundur. Þegar stúlkan kom aftur sagði hún þeim að hundurinn svæfi venjulega undir stiganum, en hún sleppti honum á hverjuni morgni út í húsagarðinn. Læknisfrúin, sem var glæsileg kona, var yfirheyrð í hálfa klukkustund. Hún játaði að lokum, að hún héldi að maður hennar væri stundum ekki með réttu ráði. Hann hefði stundum haft í hótunum við hana og börnin, og þau hefðu orðið að læsa sig inni. Hún hafði með skelfingu tekið eftir því, að jafnan þegar Whitechapel-morðin voru framin, var maður hennar ekki heima. Áður en klukkustund var liðin hafði Scotland Yard kvatt til sín tvo frægustu geðveikisérfræðinga Lundúna. Maðurinn játaði að hann hefði um nokkur ár ekki verið með fullu ráði og það hefðu komið tímabil, sem hann mundi ekkert eftir. Þegar þeir sögðu honum að þeir teldu að hann hefði framið Whitechapelmorðin á þessu tímabili, lét hann í ljós viðbjóð og hrylling. Hann sagði læknunum, að hann hefði nókkrum sinnum eins og vaknað af ein- hvers konar meðvitundarleysi og eitt sinn hefði hann fundið bióð á skyrtu sinni, en talið það stafa af blóðnösum. í annað sinn hafði hann verið klóraður á andlitinu. Nákvæm ieit var gerð í íbúðinni og fundust fullar sannanir fyrir sekt læknisins. Dökku fötin úr skoska efninu, lini flóka- hatturinn og ljósi yfirfrakkinn, sem Lees hafði lýst svo greinilega. Þegar læknirinn var orðinn sannfærður um sök sína, bað hann um að verða þegar tekinn af lífi, því hann gæti ekki lifað þessa vitneskju. Læknirinn var fluttur á einkahæli í Islington, þar sem hann varð einhver óviðráðanlegasti vitfirringur, sem þangað hafði nokkru sinni komið. Hann var geðklofi. Annars vegar virtur læknir og heiðursmaður, en hins vegar grimmilegt varmenni og morðingi. Dr. Jekyll og herra Hyde úr skáldsögu Roberts Louis Stevensons var þarna lifandi kominn. Til þess að gera grein fyrir hvarfi læknis- ins var hann sagður dauður og yfirskins greftrun fór fram, svo að í einum kirkju- garði Lundúna hvílir nú tóm líkkista í ættargrafreit, sem haldið er að geymi jarðneskar leifar mikils læknis, sem dáið hefði of snemma. Því var einnig haldið leyndu fyrir öllu starfsfólki geðveikrahælisins, að þessi sjúklingur væri hinn alræmdi Jack the Ripper, sem vakið hafði skelfingu um alla Lundúnaborg árum saman. Svo djöfullega magnaður og útsmoginn var þessi morðingi, að talið er að hann hefði aldrei náðst, ef miðillinn Robert James Lees hefði ekki með frábærri skyggnigáfu sinni komið lögreglunni til hjálpar. Endir 45. tbl. Víkan 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.