Vikan


Vikan - 09.11.1978, Síða 31

Vikan - 09.11.1978, Síða 31
„Ljósin í bænum": ALLIR VALINKUNNIR TÓNLISTARMENN Stefán S. Stefánsson blásari og tónskáld, Hlöðver Smári Haralds- son hljómborðsleikari, Vilhjálmur Guðjónsson gítarleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Már Elísson trommuleikari, Ellen Kristjánsdóttir söngkona og Guðmundur „Papa Jass” Steingrimsson trommuleikari. Þetta eru listamennirnir sem skipa hljómsveitina „Ljósin í bænum”. Flokkurinn hefur nýverið sent frá sér sína fyrstu hljóm- plötu og af því tilefni birtir VIKAN plakatmynd af þeim félögum. Því miður náðist ekki til Ellenar söngkonu og verður mynd af henni því að bíða betri tíma. En allt um það, hljómsveitina skipa þessir kunnu listamenn, öll menniuð á sínu sviði og hafa starfað lengi með hinum og þessum hljómsveitum. Stefán S. Stefánsson er skrifaður höfuðpaur hljómsveitarinnar og hann hefur auk þess samið öll lögin á áðurnefndri plötu. Lagasmíðar Stefáns eru jasskenndar enda beinist áhugi hans greinilega í þá átt. Hann lék með hljómsveitinni Sextettinum á skólaárum sínum í Menntaskólanum við Tjörnina. Hann leikur listavel á saxófón og flautur og hefur gefið tónsmiðum sínum sérstakan blæ með þeim. Önnu jasskempa í sveitinni er Gunnar Hrafnsson bassaleikari. Hann lék einnig með Sextettinum og er mönnum jafnframt kunnur fyrir leik sinn með söngsveitinni Melchior sem nú hefur lagt upp laupana. Gunnar er einn af forvígismönnum Jazzvakningar og hefur leikið á samkomum hennar. Vilhjálmur Guðjónsson er fjölhæfur tónlistarmaður. Hann er þó talinn hvað lagnastur á gítarinn og hefur leikið lengi á hann auk blásturshljóðfæra. Hann lék eitt sinn með hljómsveitinni Gaddavír en er nú starfandi með hljómsveitinni Galdrakörlum. Hlöðver Smári Haraldsson hljóm- borðsleikari er talinn vel liðtækur sem slíkur og lék með hljómsveitinni íslandiu á sínum tíma. Þá lék hann með hljómsveitinni Pelican en yfirgaf hana og var einn stofnenda Galdrakarla. Félagi Hlöðvers og samstarfsmaður í Galdrakörlum er Már Elísson trommu- leikari. Hann hefur leikið með þeirri hljómsveit frá upphafi, og í þeim lögum á nýju hljómplötunni þar sem rokk- þunginn er hvað mestur sér Már um trommuleikinn. Guðmundur „Papa Jass” Steingrímsson er sennilega sá eini þeirra félaga sem ekki þarf á neinni sérstakri kynningu að halda. Hann þekkja langflestir landsmenn af tónlistar- störfum um langt árabil og allir segja „Papa Jass” síungan. Hann lék með KK-sextettinum þegar hann var við lýði og hefur starfað með flestum þekktari dans- og jasshljómsveitum hérlendis. Að lokum skal getið söngkonunnar Ellenar Kristjánsdóttur. Hún var við tónlistarnám í Bandaríkjunum síðast- liðinn vetur og hefur getið sér gott orð fyrir söng sinn með hljómsveitinni Tívólí. HP. 45. tbl. Vikan 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.