Vikan


Vikan - 09.11.1978, Qupperneq 39

Vikan - 09.11.1978, Qupperneq 39
Lítt þekktar staðreyndir um söguf rægt f ólk: Kleópatra skrifaði bæklinga um snyrtingu og sjálfsmorðstilraun Napóleons endaði með hiksta Kleópatra var ekki egypsk, heldur komu forfeður hennar frá Makedoníu. Hinar vinsælu sögur um losta hennar og vergirni eru heldur ekki sannar, sennilega svaf hún aðeins hjá Cesari og Antoníusi. Það leikur enginn vafi á því, að hjónaband hennar og bræðra hennar var aðeins formsatriði. Kleópatra var kjarkmikil kona og fylgdi Antoníusi hvert sem var á hestbaki eða í burðar- stól - jafnvel inn á sjálfa orustu- vellina. Hún skrifaði bæklinga um snyrtingu, egypska vog og mál og gullgerðarlist. Flestar sögusagnirnar um hana eru ósannar t.d. að hún hafi leyst risastóra perlu upp í ediki og drukkið vökvann til að sýna Antoníusi, að hún hefði vel efni á að eyða milljónum í eina máltíð. (Það er ekki hægt að leysa perlu upp í ediki). Hinrik 8. Englandskonungur lék gjarnan tennis og lét byggja risastóran tennisvöll með 12 netum við Hampton Court. Hann hafði góða tónlistargáfu og var ágætis tónskáld. Hann samdi tvær messur og er talinn vera höfundurinn að hinu þekkta lagi „Greensleeves”. Þessi maður, sem hneykslaði allan heiminn með ástarævin- týrum sínum, var sennilega ákaflega feiminn við kynferðis- mál á unga aldri og fremur lélegur elskhugi allt sitt líf. Hinrik lét gera fyrsta vatns- salernið og gaf það verkefni í hendur likkistusmiðsins William Grene. Hann smiðaði það úr viði, síðan var það bólstrað með Þekktasta dulnefni Vladimirs lljitsj Uljanov var Lenin. dúni, Tdætt svörtu flaueli og skreytt með kögri og gylltum nöglum. Eftir fyrsta ósigur sinn, 12. apríl 1814, reyndi Napóleon að fremja sjálfsmorð með því að taka inn eitur. Eitrið hafði hann borið á sér síðan hann var í Moskvu. En eitrið var of veikt, svo að í stað þess að deyja fékk Napóleon bara slæman hiksta. Hikstinn var svo ákafur, að hann kastaði upp öllu eitrinu, áður en það gæti skaðaða hann að nokkru ráði. Einhver mesta ástríða Napóleons voru heit böð. I útlegð sinni á St. Helena hafði hinn fyrrverandi keisari nógan tíma til að sinna þessari ástríðu sinni, og hann átti það til að baða sig þrisvar á dag. Napóleon lagði mikla rækt við blómagarðinn sinn í út- legðinni á St. Helena og var mjög stoltur af honum. Hin fjöl- skrúðugu blómabeð voru óneitanlega freistandi fyrir hús- dýr nágrannanna, en þau áttu svo sannarlega ekki von á góðu, Napóleon um borð í enska herskipinu „Bellerophon", á leið i útlegðina ð St Helenu. Hinrik 8. Málverk eftir Hans Holbein, yngri. íranskeisari — dýrlingar hafa birst honum þrisvar. ef þau stálust inn í hinn dýr- mæta garð. Þá greip Napóleon til riffilsins og skaut á vesalings dýrin. Rússneski kommúnistaleið- toginn Nikolai Lenin hafði um 75 dulnefni tiltæk, ef á þurfti að halda. Meðal þeirra voru Petrov, Tulin, Ivanov, Willian Frey, Jacob Richter og Ilin. Veggmynd af Kleópötru i egypsku hofi. Lenin var mjög hrifinn af símanum, og eftir að hann komst til valda var hann óspar á að koma sér upp slíkum tólum. Hann lét setja fimm síma á skrifstofu sína, og honum fannst afar gaman að hringja til fjar- lægra staða. Hann kvenkenndi símann og skírskotaði alltaf til hans sem „hennar”. Stjórnmálalegur frami hans varhonum allt. Ég hlusta sjaldan á tónlist. Tónlist hefur áhrif á tauga- kerfið, kemur þér til að segja kjánalega, tilfinningasama hluti. Þig langar jafnvel til að strjúka þessu fólki um höfuðið, sem tókst að skapa slika fegurð í voru jarðneska helvíti. En þú mátt ekki strjúka neinum um höfuðið — það gæti orðið til þess, að hönd þín yrði bitin af.. Síðustu æviárin var helsta tómstundagaman hans að tína sveppi. íranskeisari segir, að hann hafi sem ungur maður séð múhameðska dýrlinga þrisvar sinnum. Þetta gerðist í fyrsta skipti, er hann lá í taugaveiki, annað skipti, er hann datt af hestbaki, og þriðja skiptið, þegar hann var á göngu í garði sínum. The People’s Almanac. 45. tbl. Vlkan 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.