Vikan


Vikan - 09.11.1978, Side 22

Vikan - 09.11.1978, Side 22
Harry Holm sá perlufestina hverfa niður i pilsvasa Ijóskunnar — og lagði strax til atlögu. — Afsakið, ungfrú, sagði hann, og greip föstu taki um handlegg hennar. Viljið þér ekki gera svo vel að fylgja mér Harry Holm hafði sólt um vinnu sem leynilögreglumaður hjá stóra vöruhús- inu Ajax.Super Center. Og nú sat hann andspænis forstjóranum, sem útskýrði fyrir honurn til hvers verslunin ætlaðist af duglegum leynilögreglumanni. — Sjáið nú til, sagði hann. — Það er ekki nóg að hafa auga með viðskipta- vinunum i ósýnilegu speglunum. eða treysta á faldar sjónvarpsvélar og inni- byggð þjófavarnarkerfi. Auðvitað þjónar þetta allt sinum tilgangi, en það sem okkur vantar er maður, sem getur þekkt búðarjóf áður en hann eða hún kemst inn úr dyrunum. Sá maður. sern við veljum, verður að geta fylgt viðkom- andi eftir án þess að það veki athygli, og skrifað niður hvern einasta hlut, sem þjó.furinn stingur á sig . . . Og svo verður hann að láta til skarar skríða á nákvæm lega réttu andartaki, koma þjófinum inn á skrifstofuna án þess að aðrir viðskipta- vinir verði varir við að nokkuð óvenju legt séað gerast, sýna honum fram á. að hann hafi verið.staðinn að verki. og að það sé blátt áfram ógerningur að stela frá okkur. Sá leynilögreglumaður. sem ég hef þörf fyrir verður fyrst og fremst að vera kaldur og rólegur. og algjörlega ómóttækilegur fyrir gráti og bænurn. skjalli og mútum. — Þá er ég einmilt rétti maðurinn. tókst hinum unga Harry Holm aðskjóta inn i allan orðaflauminn, áður en hinn málglaði forstjóri hélt áfram: — Við höfum reiknað út. að stuldir fara fram á fjórðu hverri mínútu. Áður en ég ákveð ráðningu yðar, ætla ég að reyna yður. Ég ætla út að borða og kem aftur eftir klukkustund. Á þeint tima verðið þér að hafa klófest fyrsta þjófinn. og það ekki ncina lítilsiglda húsmóður. sem er að næla sér i bréf af hárnálum eða ananasdós . . . Það verður að vera einhver stórlaxinn . . Er það skilið? Ef yður tekst að leysa þetta verkefni á klukkutima. fáið þér stöðuna. Munið bara, að það eru engin takmörk fyrir allri þeirri slægð og brögðum, sem reyndur búðarþjófur kann að bregða fyrirsig. — Þér getið treyst mér. . Ég kann vel til verka, herra forstjóri. Harry Holm stóð á fætur. Stuttu Þýð. Jóhanna Þráinsdótlir. WILL Y BREINHOLST Ljóshærði búðarþjófurinn seinna gekk hann um á meðal viðskipta- vina vöruhússins. Það gat ekki verið svo erfitt að gripa stórþjóf á klukkutima. Hann vissi, hvar helst væri að leita fanga. Snyrtivörudeildin. sem seldi rándýr. frönsk ilmvötn og skartgripa- deildin virtust líklegastar til velheppn- aðra veiða. Hann hafði sjálfur setið inni nokkrum sinnum fyrir hnupl. en komist að raun um. að sennilega væri rnun þægilegra að vinna fyrir sér á heiðar- legan hátt. ef vinnan væri ekki alltof lýjandi. Hann hafði þvi stolið bréfsefni af skrifstofu leynilögreglumanns nokk- urs ogskrifaði ágætis meðmælabréf. Snoppufrið ljóska. ung en dálitið ' klofstutt. gekk fram hjá honum á leið til snyrtivörudeildarinnar. Hún angaði af dýru ilmvatni. — Það er best að hafa auga með henni. hugsaði Harry Holm. og elti hana svo litið bar á. Ljóskan fagra tók nokkur frönsk ilmvatnsglös niður úr glerhillunum. virti þau fyrir sér, en setti þau síðan aftur á sinn stað. Það er að segja, hún setti tvö glös á sinn stað, það þriðja vantaði. Vel af sér vikið. Þetta hafði gengið svo hratt fyrir sig, að Harry gat ekki skilið hvað hún gat hafa gert af þriðja glasinu. Hún hélt áfram inn i skartgripadeildina. Vöruhúsið seldi að vísu enga demanta. en þarna lá festi úr gerviperlum, sem var nokkur þúsund króna virði . . . Já. lá var rétta orðið! Harry sá hana hverfa niður í pilsvasa ljóskunnar — og lagði strax til atlögu. — Afsakið, ungfrú. sagði hann, og greip föstu taki um handlegg stúlk- unnar. — Viljið þér ekki gera svo vel að fylgja mér inn á skrifstofuna andartak? 22 Vikan 45-tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.