Vikan


Vikan - 09.11.1978, Síða 40

Vikan - 09.11.1978, Síða 40
Wigo kaffivél sem fœst i Heklu. Vélin lagar 12 bolla af kaffi og kostar 22.155. Hún er úr gleri og plasti. „Við skulum bara gefa þeim kaffivól" Philips kaffivél fré Heimilistœkjum. Vélin er gerð fyrir 10 bolla af kaffi og kostar 30.500. Hún er úr gleri og plasti. ER ALGENGUSTU BRÚÐARGJAFARINNAR ÞÖRF? Það lætur nærri að hvert einasta heimili á landinu eigi kaffivél. Margir sem eiga slíkar vélar eru samt ekkert allt of ánægðir með þær og trúa því statt og stöðugt að betra kaffi fáist með „gömlu aðferðinni”. Kaffivélar eru líka nokkuð dýrar og því ætlast fólk til þess að þær séu góðar. Danska blaðið Bo bedre gerði könnun á 22 tegundum kaffivéla í Danmörku og fara upplýsingar úr þeirri könnún hér á eftir. Einnig var farið í íslenskar búðir og kannað hvað helst væri til og hvað það kostaði. Ekkert f yrir kaff inu að hafa Kosturinn við kaffivélar er almennt talinn vera sá að ekkert þurfi fyrir kaffinu að hafa. Fjölskyldan geti sest í róleg- heitum inn i stofu eftir matinn og kaffivélin sjái sjálf um kaffið. Auðvitað er það rétt að nýtísku kaffivélar eru orðnar ansi fullkomnar að þessu leyti. En Hokla selur m.a. þessa kaffivél fré Kenwood. Hún er ætluð til að laga 8 bolla og kostar 22.600. Hún er úr plasti og gleri. 40 Vikan 45- tbl. eru þær eins góð húshjálp og við höldum? Til þess að svo geti verið verður fólk að velja sér kaffivél sem hentar því. Fólk sem drekkur lítið kaffi hefur lítið að gera við könnu sem lagar rúman lítra og fólk sem drekkur mikið kaffi vill heldur ekkert með fjögurra bolla könnu hafa. Kaffivélar geta haldið kaffi heitu ótakmarkaðan tíma, þangað til það er orðið soðið og vont. En til þess að geta nýtt sér þann eiginleika vélarinnar verða að vera rafmagnsinn- stungur þar sem kaffið er drukkið og er þá erfitt um vik ef drekka á kaffið úti í garði á sumrin. Eins koma fram vissir erfiðleikar ef kaffið er lagað frammi i eldhúsi en síðan á að drekka það í stofunni. Á þá að hlaupa með kaffivélina í heilu lagi inn í stofu og stinga henni i samband þar, á að hlaupa fram í eldhús með bollana í hvert sinn sem þeir eru tómir eða á að láta kaffið á brúsa? Ef það er gert styttist sá timi verulega sem kaffið helst heitt. Þurfum við kaffivél? Þetta er spurning sem fólk ætti að byrja á að leggja fyrir sjálft sig. Ef menn drekka lítið kaffi og hafa góðan tima er engin ástæða til að kaupa kaffi- vél fyrir 20 til 40 þúsund krónur. Að vísu halda sumir því fram að kaffivélar spari þeim kaffi og því sé ekki mikið að kaupa þær. En til þess að það fái staðist verða menn að gæta þess að laga sér mátulega mikið kaffi. Ef alltaf er hellt helmingnum af kaffinu er sparnaðurinn enginn. Áður en menn kaupa sér kaffivél ættu þeir að reikna út daglega kaffineyslu sína og ákveða eftir þvi hvort vélarinnar er þörf og þá hvernig vélar. Þegar kaffivél er keypt verður þó að hafa ýmislegt fleira en verð og stærð í huga. Ljós: Kviknar eða slokknar ljós þegar vélin er búin að laga? Vatnsrör: Ef rörið sem vélin dælir vatninu upp um er laust auðveldar það þrifnað á kaffivél- inni en á móti kemur hættan á

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.