Vikan


Vikan - 09.11.1978, Blaðsíða 11

Vikan - 09.11.1978, Blaðsíða 11
Þetta er ekki opinber veitingastaður, heldur mat- salur fanganna á Litla-Hrauni. Þeir hvorki sofna né vakna án iyfja. En þetta er líklega gert til þess að halda uppi reglu á staðnum. Innilokun hefur slæm áhrif á taugakerfi manna, og lyfin deyfa og sljóvga og gera dvölina þolanlegri. En hvað tekur við, þegar út er komið að aflokinni af- plánun? í mörgum tilvikurn ekkert nema ráp á milli lækna í lyfjaleit — annað- er óhjákvæmilegt. Sunnudagarnir I hugum margra fanganna eru það sunnudagarnir sem gefa lífinu eitthvert gildi. Þá geta ættingjar og ástvinir fang- anna heimsótt þá á milli klukkan hálfellefu á morgnana til sex á kvöldin. Hér áður fyrr var reglan sú að heimsóknir voru leyfðar alla helga daga, en var síðan breytt í sunnu- daga eingöngu. Föngunum gremst þetta töluvert, og geta ekki skilið að það skaði nokkurn skapaðan hlut, þó þeir fái að vera eitthvað meira í návist þeirra sem þeim þykir vænt um. Sumir fá heimsóknir á hverjum sunnudegi, aðrir sjaldnar og enn aðrir aldrei. „Sellan" Eins og að framan greindi, þá er fang- elsið á Litla-Hrauni þannig úr garði gert að það er ekki nokkur vandi að strjúka úr því. Þó mun fátítt að slíkt komi fyrir. Þegar fangi hverfur af Litla-Hrauni, þá er rannsóknarlögreglan strax látin vita, og vörður settur við Ölfusárbrúna. Einnig er öllum flugvöllum tilkynnt um strokið. Af þessu leiðir að fangi hefur lítið annað upp úr því að strjúka en nokkurra klukku- stunda frelsi, sem verður honum dýrkeypt þegar aftur er snúið. Þá er eina refsingar- tæki fangelsins tekið í notkun — það er „sellan”. „Sellan” eru fjórir klefar í kjallara fang- elsisins, hver um sig 2 1/2 m á lengd og helmingur þess á breidd. Gluggalaust er þama, og eina loftræstingin er lítill stútur út úr veggnum, sem andar litlu lofti nema helst í hávaðaroki. Af þeim sökum er yfir- leitt um 30 gráða hiti í „sellunni”. Eina ljósið þarna inni er ein pera sem byrgð er með gataðri járnplötu, þannig að ógjörn- ingu er að lesa við það nema að standa alveg upp í því. En það kemur e.t.v. ekki svo mikið að sök, því eina lesefnið sem boðið er upp á niðri í þessu helviti er upp- byggilegt kristilegt efni. Og hver ætli lesi slíkt með opnum huga við slíkar kringum- stæður? Hlandfata er í klefanum, og fanginn fær fjórar sígarettur á dag. Þarna fá stroku- fangar að dúsa í allt að þrjár vikur, og dæmi eru til þess að sá tími hafi verið enn lengri. Að aflokinni sellu-vist eru stroku- fangar settir í „skáp”, en það er klefi af svipaðri stærð, en þó með gluggum. Þar er fanginn látinn taka út síðasta hluta refs- ingar sinnar fyrir strokið, í algjörri einangr- gardinuleysi og segja að hver sem er geti kikt á þá í sturtunni! Vaktstofa fangavarða séð úr setustofunni. Nýkominn frö lækninum, í móki að hlusta á Pink Floyd. 45. tbl. Vikan II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.