Vikan


Vikan - 09.11.1978, Blaðsíða 48

Vikan - 09.11.1978, Blaðsíða 48
þá treysti ég þér. Hvernig get ég verið viss um að þú ntunir borga mér leiguna? Það er alveg öruggt. að frú Mander hleypir þér inn. Annars ræður þú því sjálf. hvort þú vilt nota ibúðina eða ekki." Rosamond Rae brosti og ýfði á sér hárið. svo það liktist helst fjöðrunt. „Ég skil lykilinn eftir hjá þér, svo hann sé á öruggum stað, og svo ræður þú hvað þú gerir. Hvernig líst þér á það?" „Ekki nógu vel,” svaraði Harriet og hristi höfuðið. „Þú getur komið viku eftir að ég flyt inn og krafist þess að fá aftur umráðarétt yfir henni. Og þá væri ég búin að flytja öll min húsgögn og pcrsónulega muni til einskis.” „Það leynir sér ekki, að þú kannt að gera samninga.” Rosamond Rae tók minnisþók og penna úr tösku sinni og reif eitt blað úr bókinni. Hún hallaði sér fram á bleikan borðdúkinn, skrifaði eitthvað i flýti og rétti siðan Harriet blaðið. Á því stóð: „Kæra frú Mander: Ég læt þig hér með vita, að ungrú Harriet Lane ætlar að nota íbúðina mína í nokkrar vikur, meðan ég er erlendis.” Undirskriftin var R.R. „Gjörðu svo vel,” sagði hún. „Nolaðu lykilinn cf þú vilt. Þú ræður þvi sjálf. Ég hcf svo samband við þig seinna. Ég verð að fara núna. Þakka þér fyrir malinn. Hann var frábær." Hún talaði hratt og sveif síðan út úr salnum. Það var greinilegt að ítölsku þjónarnirkunnu velaðmeta þokkafullar hreyfingar hennar. Harriet sat ein eftir með leifarnar á diskunum fyrir framan sig, reikninginn á undirskál og lykilinn. Bréfið til frú Mandcr lá á bleikum borðdúknum — „Harriet Lane ætlar að nota ibúðina mína í nokkrar vikur, meðan ég er erlendis.” Tímamörkin voru frekar óljós, en ó, hvað það var mikil freistingaðgeta haft íbúð út af fyrir sig. Harrict gat reyndar 'ekki séð ncitt, sem beinlínis hindraði það, að hún tæki íbúðina. Hún gæti alla vega notið þcss að búa þar, meöan hún væri að leita að öðru húsnæði. Þegar hún var búin að borga reikninginn var henni fremur órótt, svo hún fór i hálftíma gönguferð áður en hún fór aftur á skrifstofuna. Þegar hún kom aftur á skrifstofuna settist hún við skrifborðið og ýtti sögum Rosamond til hliðar meðan hún vann við það, sem meira lá á. Noél Ashingford kom gangandi út af skrif- stofu sinni og inn til hennar. „Við erum búin að fá nýjan viðskiptavin, sem heitir Rosantund Rae, er það ekki?” spurði hann. „Jú, svaraði Harriet. „Þú hittir hana i einhverju samkvæmi, skilst mér." Noöl hnyklaði brýrnar, augabrúnir hans mættust yfir mjóu nefi hans. „Ekki það ég muni. Hún hringdi fyrir um það bil tuttugu minútum og spurði eftir þér. Hún virtist fremur æst og sagðist vera á förum til Parisar.” „Ertu viss um að þú hafir ekki hitt hana?” „Alveg öruggur. Rödd hennar er ákaflega kynæsandi. Ég myndi muna eftir henni.” Harriet skellti upp úr. „Af öllu þvi fólki, sem þú hittir Ó, Noel, en sú vit- leysa. Hvað vildi hún?” „Hún bað mig að vara þig við því, að frú Mander væri sífellt snuðrandi, og því best fyrir þig að hafa dyrnar læstar. Hver er frú Mander? Ég geri ráð fyrir að þú hafir fundið íbúð, eða hvað?” „Það má kannski segja það. Frú Mander er eigandi hússins. Sögurnar hennar Rosamond eru mjög góðar. Ég bauð henni i mat og hún bauð mér að nota íbúðina sina.” „í hvað langan tíma?” spurði Noel. „Óákveðið. Nokkrar vikur." „Og þið hafið aldrei hist áður?” „Aldrei." „Finnst þér þetta ekki frekar fljót- færnislegt af henni?” „Jú, mjög. En samt var citthvað í framkomu hennar... Noel, mér fannst einhvern veginn eins og það kæmi sér vel fyrir hana, cf ég tæki íbúðina.” „Hvarer hún?" í Raven Gardens. í alla staði ágætis hverfi. Hún lét mig fá lykilinn sinn." „Mér geðjast ekki að þessu. Þú verður að viðurkenna að þetta er dálitið furðulegt." „Undir venjulegunt kringumstæðum. . . . Harriet andvarpaði og strauk TYNDA HANDRITIÐ ljóst hárið aftur. „Ó, Noel, ég bara verð að komast úr íbúðinni hennar Lauru fyrir helgi. Það getur ekki skaðað neitt að líta á ibúð stúlkunnar, finnst þér það?” „Alls ekki. Þú hefur auðvitað munað eftir að fá heimilisfang hennar í París?” „Nei.” Hún stundi og ýtti handritinu, sem hún hafði verið að lesa, til hliðar á borðinu og hvíldi hökuna á höndum sér. „Þú verður aldeilis hrifinn, þegar þú heyrir þetta, Noel.” Hún sagði honum frá öllu, sem gerst hafði, og þcgar hún lauk máli sinu. hrópaði hann upp: „Ég hef nú aldrei heyrt annað eins. Eru sögurnar hennar virkilega svo góðar, að það borgi sig að vera að hafa fyrir þessu?” „Þaðfinnst ntér.” Noel hristi höfuðið um leið og hann sagði: „Þú getur átt hana ein, min kæra. Biddu mig bara ekki um hjálp. Svona utangarðs rithöfundar eru nú ekki að minu skapi.” „Góði minn," sagði Harriet og sperrti upp augun, „hver var að biðja þig um hjálp?” GISSUR GULLR4S5 BILL KAVANAGU L FRANK FLBTCUBR. 48 Vikan 45. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.