Vikan


Vikan - 09.11.1978, Side 46

Vikan - 09.11.1978, Side 46
NY FRAMHALDSSAGA EFTIR LOIS PAXTON Týnda handritið Það hafði kannski verið heimskulegt að taka íbúðina á leigu, án þess að afla sér frekari upplýs- inga, en Harriet varð að finna sér íbúð mjög fljót- lega. Skyldi þessi glæsilega kona trúa þessari furðulegu sögu hennar? Harriel Lane vissi. að þótt start' hennar krefðist alls tima hennar, þá varð hún sanit að fara að finna sér ibúð í mið- borg London og það fljótt, þvi nú var ekki nema hálfur mánuður, þar til vin kona hennar ætlaði að gifta sig. Hún og Laura höfðu búið saman i íbúðinni í Westminster i tvö ár. Laura og unnusti hennar voru nú önnum kafin við að breyta og mála ibúðina, áður en þau settust þar að svo að nú var þar allt á ringulreið. Því var mjög áriðandi fyrir Harriet að finna sér einhvern rólegri stað. Til að kóróna allt saman, var svo bíll Harriet á verkstæði. svo hún varð að fara, með yfirfullum strætisvagninum til vinnu sinnar hjá bókmenntaumboðinu. En hún var full tilhlökkunar vegna þess- arar uppgötvunar, sem hún hafði gert. I skjalatöskunni var hún með þrjár smásögur eftir stúlku, sem kallaði sig Rosamond Rae, og þessar sögur voru mjög góðar. Það fylgdi ekkert heitnilis- fang með handritunum, en ungfrú Rae hafði hringt og sagsl myndu konta á skrifstofuna á þriðjudag — það var I dag — til aðfá úrskurð. Að visu höfðu sögurnar verið sendar til Noels Ashingford, sem var yfirmaður Harrietar, ensiðastliðnaviku hafði hann verið i burtu. svo Harriet tók málið að sér. Hún var þvi nú umboðsmaður Rosamond Rae, ef þeim semdist. Harriet velti þvi fyrir sér, hve göntul hún væri. hvernig hún liti út, hvort erfitt yrði að semja við hana, og þó fyrst og fremst hvort nýju sögurnar, sem hún ætlaði að konta nteð, væru eins góðar og þær, sem hún var búin að lesa. Þegar henni tókst loks að brjóta sér leið út úr strætisvagninum. var duttl- ungafull marssólin horfin og komin slydda, sem loddi við nýju Ijósu dragtina hennar og bráðnaði í hári hennar og á augnahárunum. Þegar hún kom á skrif- stofuna i Berkeley Street var hún orðin rennblaut og I slæmu skapi. Einkaritarinn hennar, hæglát, dökk- hærð stúlka, heilsaði henni og sagði með samúð: „Égskal laga handa þér kaffi.” „Connie, þú ert dásamleg. Þú veist vist ekki um neina íbúð til leigu?" „Enga, því miður.” „Er nokkuð spennandi í póstinum?” spurði Harriet og blaðaði I bréfabunkan- um. „Einn eða tveir samningar, þrjú bréf frá tímaritum, og nokkrar aðsendar smá- sögur," svaraði einkaritarinn. „Ó já, hún hringdi rétt upp úr niu — þessi. sem þú varst svo hrifin af. Voru sögurnar hennar eins góðar, þegar þú last þær í annaðsinn?” „Ef eitthvað, þá voru þær betri. Hvers vegna hringdi hún?” „Hún vill fá að koma seinna en búið var að ákveða. Tólf á hádegi. Það stóð ekkert i dagbókinni þinni, svo ég sagði að það væri í lagi.” Harriet kinkaði kolli, hengdi jakkann sinn til þerris og settist við skrifborðið. Klukkan var hálftiu og nýrdagur hafitin i Ashingford Lane bókmenmaumboð- inu, þar sem hún, tuttugu og átta ára gömul, var meðeigandi. Henni fannst timinn hafa verið fljótur að liða, þegar tilkynnt var koma Rosa mond Rae, sern kom inn með stórt um slag I fanginu, varfærnisleg á svip. Gestur Harrietar var um það bil tuttugu og eins árs, dökkhærð og stutt klippt. Þegar hún tók af sér skærlita appelsinugula kápuna, komu I Ijós galla- buxur og svört peysa. Ungfrú Rae lagði axlartöskuna frá sér á gólfið, en þrýsti að sér stóru umslaginu eins og það hefði að geyma óendanleg verðmæti. „Má ég sjá?” spurði Harriet og teygði fram handlegginn. Stúlkan losaði sig treglega við byrðina. Harriet teygði sig I bréfahnif, skar upp umslagið og tók út þykkan bunka af smásögum, sem festar voru santan með bleiku limbandi. „Þekkirðu meðeiganda minn vel?” spurði hún. „Þessar þrjár sögur, sem þú sendir, voru stilaðar á hann persónu- lega.” Rosamond Rae hikaði. en sagði svo: „Við hittumst i samkvæmi.” „Og hann bauð þér að senda okkur ritverk þín?” „Eiginlega ekki. Við töluðum ekkert um það.” Harriet leit yfir titilblaðið á efstu sögunni í bunkanum og blaðaði svo í gegnum hinar. Þær voru allareftir Rosa- mond Rae. „Er þetta þitt rélta nafn eða dulnefni?” Það varð andartaks þögn, en síðan svaraði hún: „Þaðer mitt rétta nafn.” „Og allt er þetta þin eigin ritsmið, sem hvergi hefur verið birt?” „Já, auðvitað.” Stúlkan starði á hana móðguðá svip. „Ungfrú Rae. ég var hæstánægð með þessar þrjár sögur, sem ég er búin að lesa,” sagði Harriet hressilega. „Ég geri ráð fyrir að þú viljir að við bjóðum þær einhverjum timaritum? Við tökuni ákveðna prósentuþóknun, en önnur gjöld eru engin. Get ég fengið heimilis- fang þitt og simanúmer? Og viltu undir- rita þetta skjal, sem segir að þú óskir eftir þvi, að við gerumst umboðsmenn þínir?” Hún beið með pennann tilbúinn, en ekkert svar kom, svo leit hún upp. Rosamond Rae sal þögul og um- komuleysislega, og virtist þungt hugsi. „Ég get ekki gefið þér neitt heimilisfang. því ég er á förum til útlanda til aðsafna mér efni i nýja sögu. Þessar smásögur voru bara tilraun, og þar sem ég veit nú. að ég get skrifað, ætla ég að reyna við eitthvað viðameira.” Harriet fannst sjálfstraust hennar bæði heillandi og gremjulegt. Hún skellti bréfapressu úr gleri niður á hand- ritin og spurði: „Hefurðu selt mörg af ritverkum þinum?” Stúlkan leit á hana undrandi á svip. „Ég veit ekki einu sinni hvernig á að selja þetta. Er ekki betra að hafa um- boðsmann?” „Ja, það held ég, en ég er auðvitað ekki hlutlaus.” Viðskiptagrima Harriet- ar féll og hlýlegt bros hennar kom i Ijós. Stúlkan brosti á móti, benti á handrit- in um leið og hún sagði: Þetta er allt sem ég á handbært. Gjörðu svo vel.” „Agætt. Þú segist vera á förum til út- landa. en ég hlýt sanit að geta haft sam- band við þig einhvers staðar?” „Ég veit ekki hvar ég verð.” „En þú hlýtur að hafa einhverja hug- mynd um hvert þú ætlar.” „Alls enga, þegar ég fer frá Paris. Ég tlýg þangað seinna í dag." Harriet strauk aftur slétt Ijóst hárið. Hún hafði oft lent I skrítnum sam- ræðum, en þetta tók þó öllu fram. „En hvaða banka skiptirðu við?” hélt hún áfrant. „Engan sérstakan.” Það var erfitt að trúa þessu. en for- vitni hennar var vakin, og hún sagði: „Viltu borða með mér hádegisverð, áður en þú ferð til Parísar?” Rosamond Rae svaraði mjög áköf: „Mjög gjarnan. Ekki samt á neinum finum stað.” „Það er ítalskur matsölustaður hér nálægt. þar er ágætis matur," sagði Harriet. „Hvernig list þérá það?” „Stórfint. Mér finnst italskur matur góður.” Ungfrú Rae borðaði eins og hún hefði ekki fengið matarbita I langan tinta og ætti ekki von á mat i náinni framtíð. Loks hallaði hún sér aftur á bak og stundi af vellíðan. „Þetta var alveg dásamlegt. Þakka þér kærlega fyrir.” Allar tilraunir til að fá frekari vitn eskju um stúlkuna höfðu reynst árang- urslausar. Samræðurnar snerust um allt annað en hana sjálfa. þangað til Harriet beindi samtalinu aftur að viðskiptum þeirra. „Ef við verðum nú svo lánsöm að selja eitthvað af sögum þínum.” sagði hún og starði niður i kaffibollann, sem hún var að hræra I, „hvað eigum við þá að gera við peningana. ef þú hefur ekk- ert heimilisfang, sem við getum sent þá á, og heldur engan viðskiptabanka?” „Þið gætuð geymt þá fyrir mig, er það ekki?” . „Við getum það. En þú ættir að fá þá. Þú gætir þurft á þeini að halda.” Það gætti vorkunnsemi i röddinni, þegar Rosamond sagði: „Þið þetta jarð- bundna fólk hafið alltaf of miklar áhyggjur. Ég hef nóg fyrir mig. Ég hringi til þin, þegar ég veit hvaða heim- ilisfang ég hef. Eða skrifa þér. Ég hef samband við þig einhvern veginn.” Hún horfði athugul á Harriet og spurði svo allt I einu: „Hvar býrðu? Þú ert ekki gift?” Nú er komið að þvi að veiða mig. hugsaði Harriet og kimdi meðsjálfri sér. Hún pantaði meira kaffi. „Ég bý í Westminster i ibúð, sem ég deili með annarri stúlku. Ég er ekki gift, en hún er að fara að gifta sig. Þar sem hún á íbúð- ina. fer mest allur fritími minn i að leita að annarri íbúð. Ég hef frest þangað til i lok þessarar viku, en hreinlega enga ibúð i sigti. Allar þær íbúðir, sem ég hef hingað til fundið, hafa annaðhvort verið alltof langt frá skrifstofunni, eða verið óheyrilega dýrar.” „Þú getur fengið íbúðina mina í Raven Gardens, meðan ég er i burtu.” sagði Rosamond. „Hvað— hvaðsagðirðu?" „Af hverju ekki? Ég þarf ekki á henni að halda, þangað til .. . þangað til ein- hvern tima seinna.” 46 Vikan 45. tbl,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.