Vikan


Vikan - 01.02.1979, Side 29

Vikan - 01.02.1979, Side 29
Ljósm.: Árni PáH. þarf ekki að koma á óvart, að í þeirra hlut kom lag ársins, Ég er á leiðinni eftir Magnús Eiríks- son, Mannakornaforingja og Brunaliðsmann, en útsetn- inguna gerði nafni hans Kjartansson. Þá fékk Brunaliðið einnig aukaverðlaun þau, sem veitt eru fyrir söluhæstu plötu ársins. Silfurtunglið hlaut titilinn sjónvarpsþáttur ársins 1978 og bjargaði þar með heiðri íslenskra sjónvarpsmanna, því íslenskur þáttur sést svo ekki fyrr en í 6. sæti. Heiðurinn fellur þeim Hrafni Gunnlaugssyni, Agli Eðvarðssyni og Birni Björnssyni í skaut, en þeir áttu einmitt einnig heiðurinn af sjónvarps- þætti ársins 1977, svo að þeir mega vel við una. Útvarpsþátturinn Á tíunda tímanum er . áberandi vinsælastur þeirra þátta, sem á blað komast, og þarf það ekki að vekja neina furðu. Þeim félögum, Guðmundi Árna Stefánssyni og Hjálmari Árna- syni, hefur tekist að skapa verulega líflegan þátt, sem höfðar til hlustenda. Lög unga fólksins urðu að víkja niður í 2. sæti, en í 3. sæti er þátturinn Áfangar, sem virðist njóta mikilla vinsælda, þrátt fyrir slæman hlustunartíma. í erlenda hluta Vinsælda- valsins kom mest á óvart, að hljómsveitin Queen var valin hljómsveit ársins ’78. Hún lét lítið á sér bera, allt þar til hún sendi frá sér plötuna Jazz síðast á árinu. Eðlilegra hefði verið, að hljómsveitin Bee Gees, sem lenti í 2. sæti, hefði sigrað. Hún kom víða við sögu, en þó fyrst og fremst í kvikmyndunum Saturday Night Fever og Sgt. Peppers. Sjá nánar um hljóm- sveitina í plakatágripi á bls. 31. Sigurvegari erlenda hlutans telst þó greinilega sá þéttvaxni og fjallmyndarlegi Meat Loaf. Hann vann yfirburðasigur sem söngvari ársins með meira en helmingi fleiri stig heldur en Billy Joel, sem varð í 2. sæti. Meat Loaf á einnig vinsælustu plötu ársins, Bat Out Of Hell, sem samkvæmt stigagjöfinni á greinilega miklum vinsældum að fagna. Linda Ronstadt varði titil sinn frá í fyrra með sóma, og þarf e.t.v. ekki að koma á óvart, enda er hún vinsælasta söngkona Bandaríkjanna. Kate Bush, sem er í öðru sæti, er tvítug, ensk læknisdóttir, sem kom fram á sjónarsviðið í fyrra með allóvenjulega plötu, The Kick Inside. Carlos Santana, sem varð hljóðfæraleikari ársins, er höfuðpaur hljómsveitarinnar Santana. Hann varð í 3. sæti í fyrra á eftir hljómborðsleikurun- um Rick Wakeman og Keith Emerson. Þeir urðu nú að víkja úr sæti fyrir Billy Joel og Brian May. Nafnið BillyJoel kemur að vonum viða fyrir í S.tbl. VIKan 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.