Vikan


Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 29

Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 29
Ljósm.: Árni PáH. þarf ekki að koma á óvart, að í þeirra hlut kom lag ársins, Ég er á leiðinni eftir Magnús Eiríks- son, Mannakornaforingja og Brunaliðsmann, en útsetn- inguna gerði nafni hans Kjartansson. Þá fékk Brunaliðið einnig aukaverðlaun þau, sem veitt eru fyrir söluhæstu plötu ársins. Silfurtunglið hlaut titilinn sjónvarpsþáttur ársins 1978 og bjargaði þar með heiðri íslenskra sjónvarpsmanna, því íslenskur þáttur sést svo ekki fyrr en í 6. sæti. Heiðurinn fellur þeim Hrafni Gunnlaugssyni, Agli Eðvarðssyni og Birni Björnssyni í skaut, en þeir áttu einmitt einnig heiðurinn af sjónvarps- þætti ársins 1977, svo að þeir mega vel við una. Útvarpsþátturinn Á tíunda tímanum er . áberandi vinsælastur þeirra þátta, sem á blað komast, og þarf það ekki að vekja neina furðu. Þeim félögum, Guðmundi Árna Stefánssyni og Hjálmari Árna- syni, hefur tekist að skapa verulega líflegan þátt, sem höfðar til hlustenda. Lög unga fólksins urðu að víkja niður í 2. sæti, en í 3. sæti er þátturinn Áfangar, sem virðist njóta mikilla vinsælda, þrátt fyrir slæman hlustunartíma. í erlenda hluta Vinsælda- valsins kom mest á óvart, að hljómsveitin Queen var valin hljómsveit ársins ’78. Hún lét lítið á sér bera, allt þar til hún sendi frá sér plötuna Jazz síðast á árinu. Eðlilegra hefði verið, að hljómsveitin Bee Gees, sem lenti í 2. sæti, hefði sigrað. Hún kom víða við sögu, en þó fyrst og fremst í kvikmyndunum Saturday Night Fever og Sgt. Peppers. Sjá nánar um hljóm- sveitina í plakatágripi á bls. 31. Sigurvegari erlenda hlutans telst þó greinilega sá þéttvaxni og fjallmyndarlegi Meat Loaf. Hann vann yfirburðasigur sem söngvari ársins með meira en helmingi fleiri stig heldur en Billy Joel, sem varð í 2. sæti. Meat Loaf á einnig vinsælustu plötu ársins, Bat Out Of Hell, sem samkvæmt stigagjöfinni á greinilega miklum vinsældum að fagna. Linda Ronstadt varði titil sinn frá í fyrra með sóma, og þarf e.t.v. ekki að koma á óvart, enda er hún vinsælasta söngkona Bandaríkjanna. Kate Bush, sem er í öðru sæti, er tvítug, ensk læknisdóttir, sem kom fram á sjónarsviðið í fyrra með allóvenjulega plötu, The Kick Inside. Carlos Santana, sem varð hljóðfæraleikari ársins, er höfuðpaur hljómsveitarinnar Santana. Hann varð í 3. sæti í fyrra á eftir hljómborðsleikurun- um Rick Wakeman og Keith Emerson. Þeir urðu nú að víkja úr sæti fyrir Billy Joel og Brian May. Nafnið BillyJoel kemur að vonum viða fyrir í S.tbl. VIKan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.