Vikan - 01.02.1979, Qupperneq 36
Tómstundaiðja ýmiss konar:
ANDSVAR VIÐ HRAÐA
NÚTÍMANS
Á tímum hraða og neyslu er ekki nema eðlilegt
að fólk leiti einhverrar andstæðu, sem iðka mætti
í frístundum. Vikan á neytendamarkaði brá sér í
verslunina Litinn, Síðumúla 15, fyrir nokkru og
forvitnaðist um, hvað þar væri að finna nútíma-
manninum til gleði og afþreyingar. Þar reyndist
þó nokkurt úrval hluta, bæði til postulínsmálunar
og málunar á tré, en það síðarnefnda mun ekki
enn hafa náð útbreiðslu hér á landi, sem
sambærileg gæti talist við önnur Norðurlönd. í
þessari Viku kynnum við fyrri hluta greinar okkar
um tómstundaiðju, sem fjallar um postullns-
málun, en segjum sfðar frá málun á trévöru.
Kínverjar fundu ekki aðeins
upp púðrið, heldur líka postu-
línið, sem er ekki síður heims-
þekkt en hið fyrrnefnda. í
kínverskum sögum má rekja
sögu postulínsins allt aftur til
tíma Sung-anna, þ.e. frá 960-
1280. Elstu postulínsmunir, sem
varðveist hafa, eru frá valdatíma
hins fyrsta Ming-keisara, en
hann ríkti um miðja þrettándu
öld.
Til Evrópu barst svo postu-
línið frá Kina með kaupskipum,
þó ekki nema takmarkað magn
fyrr en á sextándu öld. Þá varð
það strax þekkt í Svíþjóð,
Danmörku og Englandi og
yfirleitt kennt við austurindisku
kaupmennina. Fram að þeim
tíma, og jafnvel lengur, var Kina
eitt um að reyna að anna postu-
línsþörf jarðarbúa. Kínverjar
höfðu einir manna einstæða
tækniþekkingu í sambandi við
postulín, og það tók Evrópubúa
aldir að leysa gátuna um hina
hörðu húð postulínsins.
Þekktasta framleiðsla Evrópu-
búa í postulíni, á meðan leitin
stóð sem hæst, mun vera hið
svonefnda mjúka postulín, sem
náði hápunkti i Medici-postu-
líninu, en aðeins mjög fáir og
sjaldgæfir munir af þeirri gerð
hafa varðveist til okkar daga.
Árið 1710 tókst svo J. F.
Bottger að leysa gátuna um
harða postulínið, og voru fyrstu
hlutirnir af þeirri gerð
framleiddir í verksmiðju hans í
Meissen. Eftir það náði postu-
línið skjótri útbreiðslu um alla
Evrópu, og kannast eflaust allir
íslendingar við Hina konung-
legu dönsku postulíns-
36 Vikan 5. tbl.