Vikan


Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 46

Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 46
wtmáiiiirKFiw&/ v rjf81-/mtrrf/1y/1yjæs Fullur dirfsku lét Jimmy tóbaksdósina renna í vasa sinn. Einglymið fylgdi fljótlega á eftir. Jimmy læddist laumulega til dyranna. Þegar hann kom þangað heyrði hann geispa, sem kom honum til þess að stansa og snúa sér við. FRAMHALDS- SAGA eftir Georgette Heyer Þýö.: Emit Kristjánsson ÚTDRÁTTUR: Sir Richard Wyndham er ungur og eftirsóttur, en ætti venjum samkvæmt aö vera löngu giftur. Hátterni hans veldur bæöi systur hans og móður tals verðum áhyggjuni, og nú hefur George ákveðið að láta aö óskum þeirra og kvænast Melissu Brandon, sem er göfugrar ættar, eins og hann sjálfur. Kvöldið áður cn hann hyggst bera upp formlegt bónorð við föður Melissu, veitir hann drykkjuhneigð sinni rikuiega ótrás, og á heimleiðinni veit hann ekki fyrr til en hann stendur með unga stúlku, dulbúna sem pilt, í fanginu. Penelope Creed er á flótta frá ógeðfelldum ráðahag. „Já, ég sagði honum, að þú hefðir oröið fyrir mikilli ógæfu," sagði Pen og dróstól aðborðinu. „Nú,” sagði sir Richard, „var hann ánægður með það?” „Fullkomlega. Hann sagði að sér þætti það mjög leitt. Og síðan spurði hann mig hvert ég færi og ég sagði að ég færi til Bristol. Það sagði ég að væri vegna þess að öll fjölskyldan hefði tapað peningunum sinum og þess vegna hefði ég verið tekin úr skóla.” „Þú hefur það fjörugasta imyndunar- afl sem ég þekki,” sagði sir Richard. „Mætti ég spyrja í hvaða skóla þú hefur verið?” „Harrow. Annars vildi ég að ég hefði sagt Eaton, vegna þess að Geoffrey frændi er i Harrow og mér líkar ekki við hann. Ég myndi ekki fara í skólann hans.” „Ég býst við að það sé heldur seint fyrir þig að skipta um skóla núna,” sagði sir Richard með sorgarhreim. Hún leit snöggt upp, brosti og pírði augun. „Þú ert að hlæja að mér.” „Já,” viðurkenndi sir Richard. „Hefur þú á móti því?” „Nei, alls ekki, mér líkar það vel, það hlær enginn í húsi frænku minnar.” „Ég vildi,” sagði sir Richard, „að þú segðir mér eitthvað meira um þessa frænku þína. Er hún forráðamaður þinn?” „Nei, en ég hef orðið að búa hjá henni siðan faðir minn dó. Ég á engan raun- verulegan lögráðamann, en ég á tvo fjár- haldsmenn. Vegna auðsins míns. skil- urðu?” „Já, auðvitað; ég hafði gleymt honum. Hverjir eru fjárhaldsmenn þínir?” „Annar þeirra er Griffin frændi — maður Almeriu frænku — en hann i.efur ekkert að segja, því hann gerir bara það sem frænka segir honum. Hinn er lögfræðingur föður míns og hann hefur heldur ekkert að segja.” „Vegna þess sama?" „Ég veit það ekki, en mér kæmi það ekki á óvart. Það eru allir hræddir við Almeriu frænku. Meira að segja er ég það svolítið. Það er þessvegna sem ég hljópst á brott.” „Er hún vond við þig?” „N-nei. Að minnsta kosti fer hún ekki illa með mig, en hún er sú manngerð sem fær alltaf sínu framgengt. Þú veist hvað ég á við?” „Ég veit,” sagði sir Richard. „Hún talar,” útskýrði Pen. „Og þegar hún er ósátt við einhvern, þá verð ég að segja að það sé mjög óþægilegt. En maður á alltaf að vera réttlátur og ég ásaka hana ekki fyrir að vilja láta mig giftast Fred. Þau eru ekki mjög rík. skil- urðu, og auðvitað vill frænka að Fred fái allan minn auð. Og reyndar þykir mér mjög leitt að vera svona ógreiðvikin, sér- staklega þar sem ég hef búið hjá þeim I næstum þvi fimm ár. En ef ég á að segja eins og er, þá langaði mig aldrei neitt til þess, og hvað það varðar að giftast Fred, þá gæti ég það alls ekki. En þegar ég stakk upp á þvi við Almeriu frænku að ég vildi miklu frekar gefa Fred pening- ana mína heldur en giftast honum, þá varð hún fokreið og sagði að ég væri harðbrjósta og blygðunarlaus. Svo grét hún og talaði um að ala nöðru við brjóst sér. Mér fannst það óréttlátt af henni vegna þess að þetta var mjög ríflegt boð, finnst þér þaðekki?" „Mjög svo,” sagði sir Richard. „En kannski svolítið — eigum við að segja, ruddalegt?” „Ó.” Pen melti þetta. „Þú átt við að henni hafi ekki líkað það, að ég léti sem Fred væri ekki ástfanginn af mér?” „Ég held að það gæti alveg verið," sagði sir Richard alvarlega. „Mér þykir það leitt ef ég hef sært hana, en annars held ég að hún hafi ekki neinar tilfinningar. Ég sagði bara það sem ég meinti. Það gerði hana svo reiða, að ekkert var um annað að ræða fyrir mig en að flýja. Og ég gerði það.” „Varstu læst inni i herberginu þínu?” spurði sir Richard. „Nei, en ég hefði verið það ef frænku hefði grunað hvað ég hafði I hyggju, en það datt henni aldrei i hug.” „En — þú fyrirgefur forvitnina. Hversvegna klifraðir þú þá út um glugg- ann?” spurði sir Richard. „Ó, það var vegna Pésa,” svaraði Pen brosandi. „Pésa?” „Já, hræðilegt litið kvikindi. Hann sefur I körfu í forstofunni og geltir alltaf þegar hann heldur að einhver sé að fara út. Almeria frænka hefði vaknað við það, svo það var ekki um annað að ræða fyrir mig. Sir Richard leit á hana með brosi. „Auðvitað ekki. Veistu það. Pen. að ég stend í mikilli þakkarskuld við þig?” „Nú?” sagði hún ánægð, en full efa- semda. „Hversvegna?” „Ég hélt að ég þekkti þitt kyn, en ég hafði rangt fyrir mér.” „Nú?" sagði hún aftur. „Þú átt við að ég haga mér ekki eins og vel uppalinn kvenmaður ætti að gera?” „Það má náttúrlega segja sem svo.” „Þannig segir Almeria frænka það.” „Það er ég viss um að hún gerir.” „Ég er hrædd um,”viðurkenndi Pen. „að ég kunni ekki að haga mér. Frænka segir að ég hafi fengið slæmt uppeldi, vegna þess að faðir minn hafi alið mig upp eins og ég væri drengur. Sem ég hefði átt að vera, skilurðu?” „Ég get ekki verið sammála þér,” sagði sir Richard. „Sem drengur hefðir þú ekki á neinn hátt verið eftirtektar- verður; sem stúlka, trúðu mér, ertu ein- stök." Hún roðnaði upp i hársrætur. „Ég held að þettasé hrós.” „Það er það,” sagði sir Richard og varskemmt. „Ég var ekki viss, vegna þess að ég hef ekki farið neitt i burtu og ég þekki ekki neina menn nema Griffin frænda og Fred. Þeir hrósa aldrei, það er að segja ekki svona.” Hún leit feimnislega upp, en svipur hennar breyttist þegar hún sá einhvern út um gluggann og hrópaði: „Hvað, þarna er hr. Yarde!” „Hr. hvað?" spurði sir Richard og sneri sér við. gua LINGUAPHONE tungumálanámskeió fást á eftirtöldum stööum: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Bókabúó Máls og menningar Hljóðfærahús Reykjavikur Bókabúð Keflavikur — Haraldar Nielssonar, Akranesi — Jónasar Tómassonar, ísafirói Tónabúöin Akureyri Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Húsavik Nú er rétti tíminn til þess ad auka málakunnáttuna LINGUAPHONE-umboóió Hljódfærahús Reykjavíkur Laugavegi 96 - Simi 13656 46 Vlkan S.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.