Vikan


Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 51
I kaþólskri kirkju Kæri draumráðandi Mig dreymir ekki oft, og ég man sjaldan drauma sem mig dreymir. En þessi draumur var mjög skýr og mér fannst öll nóttin fara í að dreyma hann. (Mér fannst litirnir mjög áberandi og minnisstæðir). Mérfannst ég eiga að hitta vinkonu mína, sem heitir Guðrún og allt í einu vorum við komnar saman. Við vorum að fara eitthvað og opnuðum hurð. Við vorum þá staddar í anddyri kaþólskrar kirkju og presturinn var í mjög skrautlegum búningi (eins og biskupar í fornöld) brosti blíðlega og bauð okkur velkomnar. Hann sagði ekki neitt en ég las af svip hans að við áttum að setjast. Það var frekar dimmt inni í kirkjunni eins og það væri bara kertaljós á altarinu. Vinkona mín hvarf svo ég gekk áfram og sá hvar hún situr við hliðina á pabba mínum, stjúpu og vinum þeirra á kirkjubekk sem var í útskoti frá kirkjunni. Þar var miklu bjartara en í kirkjunni. Þau tóku ekki eftir mér þegar ég settist, störðu bara fram, á prestinn. Allt í einu fannst rnér við komin á HótelSögu, við sátum enn á sama bekknum en nú við einhvern gang, og var gluggi fyrir aftan okkur. Það var þoka og rigningarúði úti. Nú kom leigubíll akandi inn á planið, bílstjórinn var einn í bílnum, og við horfðum öll á hann. Þá sagði pabbi: „Hvað er hann að gera hér, hann hefur ekkert leyfi til þess. Hvernig hefur hann komist?” Þá fannst mér eins ogþað væri hlið áður en hægt væri að keyra inn á planið. Ég leit á framrúðuna á bílnum, sem var rauður Mercedes Benz, og leitaði að leyfismiða til að komast inn á planið, en hann var þar ekki. Þá sneri bíllinn við og ók á brott. Þá sagði pabbi: „Hann hefur bara villst. ” Þá sneru allir sér við aftur og horfðu fram á ganginn, birtist þá einhver frœg leikkona og aðstoðarstúlka á eftir henni. Þá voru allt í einu ég og eldri systir mín komnar inn í búningsherbergi og mér fannst systir mín vera þessi fræga leikkona. Hún var að fara I einhverja hvíta glitrandi flík, en hana vantaði eitthvað til að vera í, yfir og undir henni. Við fórum að leita og ég frann eftir langa mæðu hvítan undirkjól handa henni. (Allan tímann sem ég var í herberginu var ég með hvítt handklæði á höfðinu, eins og ég væri nýbúin að þvo mér um hárið). Mig drcymdi Eftir þetta fór ég í bœinn og er inni í búð. Þar er mjög bjart og ég spyr afgreiðslustúlkurnar tvær, sem stóðu við peningakassann, hvort þær eigi lága Ijósbrúna sokka. Þær svöruðu neitandi og bentu mér á strák sem kom í þessu. Hann vann í búðinni á móti og fór ég með honum þangað. Hann sagði mér að bíða fyrir utan meðan hann leitaði, og horfði ég í búðargluggann á meðan. Þar var allt fullt af bláum vörum. Þegar strákurinn kom út, sagðist hann aðeins eiga hvíta sokka, en ég vildi þá ekki. Hann labbaði með mér í átt að strætisvagna- stöðinni og spurði mig hvað ég ætlaði að gera við sokkana. Ég sagðist ætla út með fjölskyldunni og ætlaði að vera ibláum oggulumfötum. Þá hvarf strákurinn, en ég gekk til baka í búðina, sem nú var orðin að snyrti- vörubúð. Ég var enn með handklæðið á höjðinu, en missti það um leið og ég var að skoða bláa blýanta. Ég vaknaði síðan þegar ég var að spyrja afgreiðslu- stúlkuna hvað þeir kostuðu. Efþessi draumur er fyrir einhverju, þá vona ég að þið birtið svarið. GHJ Næstum öll tákn í þessum draumi boða þér og systur þinni upphefð og heppni, ásamt mikilli hamingju. Gættu þess að láta ekki velgengnina stíga þér til höfuðs og gleymdu ekki gömlum vinum, þótt margir nýir komi til sögunnar síðar. Ættingjar umhverfis rúm Kæri draumráðandi. Seint í ágúst dreymdi mig draum, sem hefur ekki liðið mér úr minni síðan. Hann var svona: Ég var stödd í stóru ferhyrndu, hvítmáluðu herbergi. (svefnherb.) Á einum veggnum miðjum var stór dökkbrún hurð. Við vegginn andspænis hurðinni stóð stórt en gamaldags, dökkbrúnt eins manns viðarrúm með höfðalag upp að vegg. Sængurföt voru drifhvít. Ekki man ég eftir öðrum húsgögnum þarna inni. Umhverfis rúmið stóðu nokkrir nánustu ættingjar mínir, en ég stóð við fótagaflinn. Við horfðum þegjandi á þá persónu, sem lá í rúminu. Ég veit ekki hver það var, sem lá þarna. þó að ég hafi horft þangað alllengi. — Samt finnst mér það hafa verið háaldraður maður/kona, eða örlítið nýfætt barn. Stundum sá égjafnvel engan í rúminu. Samt var þetta í alla staði mjög skýr draumur. Allt I einu segir einhver? „Hann/hún vaknar stundum og sér þá hvítt Ijós. ” Viðstaddir umluðu eitthvað til svars, en svo varð aftur þögn. Mér varð litið til hliðar og þá sé ég hvar móðurafi minn (sem er látinn) stendur meðal okkar og horfir í sömu átt og hinir. Ekki varð ég hrœdd, heldur dálítið undrandi en þó aðallega glöð. Mér fannst hinir ekki hafa tekið eftir honum. Andartaki síðar snýr hann sér við og gengur rösklega út úr herberginu. Ég hugsa með mér, að ég megi alls ekki missa af honum og elti hann fram. Égstöðvaði hann varlega, því ég var hrædd um að hann myndi hverfa, gufa upp. „Afi” segi ég áköf, „þú ert kominn til að sækja hann/hana, er það ekki?” Hann lítur á mig og segir nœstum hressilega „Jújú, það er rétt. . . éger kominn til að sækja hann/hana". Hann var svo hress yfir þessu, að mér varð orðfall um stund. Svo fannst mér, að mér létti stórum og við brostum út undir eyru hvort tilannars. Við settumstsíðan í næsta sófa og röbbuðum saman, þ.e.a.s. ég hafði eiginlega alltaf orðið, sagði fréttir af okkur skyldfólkinu. Ég var ekki hrœdd um að hann myndi hverfa, því að hann var svo raunveru- legur, I vinnufötum (eins og ég man oftast eftir honum) og reykjandi Camel. Hann bauð mér eina, en ég sagðist aðeins reykja með síu. Síðan var draumurinn búinn. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna Hildur Þessi draumur er nokkuð óráðinn en er þó sennilega fyrir einhverjum meiri- háttar fréttum, sem þú færð á næstunni og ekki er ósennilegt að nýr fjölskyldu- meðlimur verði látinn bera nafn afa þíns. 5. tbl. Vikansx
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.