Vikan


Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 63

Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 63
röksemdir þeirra, og þá getið þið sennilega komist að viðunandi samkomulagi fyrir báða aðila. Ekki til að henda á hlað Jóhannes Guömunusson, grinari, sendi Vikunni eftir- farandi: Vikan er nú fertugt blað, sem allir verða að lesa, eins og margir vita það, ■en ekki til að henda á hlað. Ég er víst óvinsæl Halló Póstur! Ég er 12 ára gömul stelpa, og mér líður svo illa. Við erum þrettán stelpur í bekknum, og þegar við eigum að sitja tvcer og tvær saman, þá vill aldrei nein þeirra sitja við hliðina á mér — ég er alltaf ein eftir. Þá verð ég spæld, og allir halda, að ég sé svona mikill fýlupoki. Ég er víst óvinsæl. — Kannski er þetta af því að ég er ekki eins sæt og hinar og af því að ég á ekki eins fin föt og þær. Mamma saumar fiestöll fötin mín. Þetta var ekki svona í hinum skólanum, sem ég varí. Ég átti heima á litlum stað úti á landi, en fyrir tveimur árum fiuttum við í stærri kaupstað, og ég varð að fara í nýjan skóla. Síðan er allt í klessu. Pabbi og mamma segja, að þetta sé bara af því að ég sé ný í bekknum og að ég eigi ekkert að taka eftir þessu. Að þetta lagist allt. En nú er ég búin að vera í bekknum í bráðum eitt ár, og þetta er ekki svona hjá bróður mínum. Elsku póstur. Ekki segja, að þetta sé ekkert mál! Hvað á ég að gera? Mamma hefur alltaf sagt við mig, að ég sé góð og kát stelpa! Beta. Þú átt alla samúð Póstsins, því þetta getur satt að segja alls ekki verið neitt auðvelt. Reyndu að taka þetta ekki svona nærri þér, því ef þú gerir það verður þú bara niðurdregin, og þá langar stelpurnar ennþá síður til þess að kynnast þér. Þetta getur verið tímabundið, sennilega ert þú aðeins lengur að kynnast en flestir aðrir. Heimasaumuð föt geta í mörgum tilvikum verið helmingi fallegri en þau, sem eru fjöldaframleidd, en ef þau baga þig og auka á minnimáttar- kenndina ættir þú að ræða um það við móður þína. Hún verður örugglega fljót að skilja, hvar skóinn kreppir. Láttu það ekki hvarfla að þér, að þú sért að ein- hverju leyti ekki jafnlagleg og hinar stelpurnar, þvi maðurinn er að miklu leyti það, sem hann heldur sjálfur að hann sé. Hertu upp hugann og auðsýndu örlitla þolinmæði, þetta lagast allt, þegar þú hefur fengið aðeins meiri tíma til að aðlagast bekknum. Pennavinir Ingibjörg Jóna Guðlaugsdóttir, Kirkju- braut 5, 230 Innri-Njarðvik óskar eftir að skrifast á við stelpur á aldrinum 10-12 ára, er sjálf 14 ára. Áhugamál: dýr, lestur spennandi bóka, dans og margt fleira. Svarar öllum bréfum. Sirna Björnsdóttir, Hafnarbraut 10,62u Dalvik óskar eftir pennavinum á aldrinum 9-10 ára. Hún er sjálf að verða 10 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er, og hún ætlar að svara öllum bréfum. Lóa Ólafsdóttir, Eyjahrauni 11, 815 Þorlákshöfn óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 13-15 ára. Hún er sjálf 13 ára, hefur margvísleg áhugamál og biður um, að mynd fylgi fyrsta bréfi ef mögulegt er. Margit Bongartx, Luxemburgerstr. 308, 5030 Hiirt, West Germay er þýsk stúlka sem hefur mikinn áhuga á því að kynnast íslenskri stúlku á aldrinum 14- 16 ára í gegnum bréfaskriftir. Hún er sjálf 15 ára og þykir gaman að íþróttum, dýrum, músík, útilegum og ferðalögurn. Eygló Eiriksdóttir, Rjúpufelli 27, 109 Reykjavik óskar eftir pennavinum (strákum) á aldrinum 15-18 ára. Er sjálf 15 ára. Áhugamál margvísleg og mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Halldóra Birgisdóttir, Ásabraut 8, 245 Sandgerði óskar eftir pennavinum á aldrinum 16-19 ára. Er sjálf 17 ára. Áhugamál ýmisleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er og hún svarar öllum bréfum. Kristin S. Árnadóttir, Sindrabæ Ásvegi 27, 760 Breiðdalsvik, og Jónina B. Birgisdóttir, Ásvegi 28, 760 Breiðdals- vlk óska eftir pennavinum á aldrinum 12-14 árá. Eru sjálfar 12 ára. Áhugamál eru t.d. sund, skíði og allar aðrar íþróttir. ÞVERMÖÐSKU- FULLI BJÖRNINN FEBRUAR - ÖÚTREIKNANLEGI MORÐINGI William Jon Watkins skráði eftir frásögn Tom Brown ÁRÁSIN Á FORSETA- HÖLLINA Tiltölulega nýr vímugjafi, PCP, er ódýr og auðfenginn — og um leið einhver allra hættulegasti vímugjafinn, „*.**,*»* „ENGLARYK” BÓK í BLAÐFORMI S.tbl. Vlkan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.