Vikan


Vikan - 08.02.1979, Page 6

Vikan - 08.02.1979, Page 6
Svipmyndir frá Kitzbúhel. alveg ókeypis, en það er hjá honum Heinz, er leigir út skíði í Graggaugasse. Hann hefur útbúið hlýlegt herbergi inn af versluninni, þar sem hann veitir viðskipta- vinum sínum eplasnafs við snarkandi arin- eld, enda eru Austurríkismenn þekktir fyrir elskulegt viðmót og gestrisni. Hann hefur um áraraðir safnað gömlum, sögulegum munum í sveitunum umhverfis, sem gefa „veitingastofunni” alveg ógleymanlegan blæ. Og kannski ertu líka svo heppinn að rekast þar á hann Lutz ljósmyndara. Hann er borinn og barnfæddur í Kitzbúhel og kann hafsjó af sögum frá þeim tímum, er aðalsmenn gerðu garðinn frægan og prinsinn af Wales laumaðist til stefnumóta við frú Simpson í Kitzbúhel. Hann minnist með söknuði skíðakennara prinsins, Billy Bracken. — Sá maður kunni að snúa öllu upp í ævintýri, segir hann. — Þá var nú ekki hikað við að skemmta sér til morguns eftir erfiðan dag. Fólk skemmtir sér ekki þannig lengur. — Kannski á það ekki eins mikla peninga, segi ég. — Nei, segir hann. — Fólk á meiri peninga núna. En það hefur glatað hugmyndafluginu. Kannski er nokkuð til í því. Líf í tuskunum Trans Alp gengst fyrir tveimur skemmti- kvöldum fyrir gesti sína, og fórum við á Týrólakvöld í Gasthaus Neuwirt í Obern- dorf. Þar voru sýndir fjörugir, austurrískir þjóðdansar og jóðlað af hjartans lyst. Að lokum hrifust gestir svo mjög með, að þeir þyrptust sjálfir upp á sviðið til að dansa. Hitt skemmtikvöldið nefnist Fonduekvöld og er haldið i gömlum og skemmtilegum kastala, Schloss Múnichau. Trans Alp býður einnig upp á sleðaferðir fyrir alla fjölskylduna og tvær dagsferðir. Önnur ferðin er til Innsbruck, höfuðstaðar Týról, og Vipiteno á Ítalíu, en þar er hægt að kaupa leðurvörur við vægu verði, t.d. skíðaskó. Hin ferðin er til Salzburg, og völdum við hana. Á leiðinni er farið yfir Berchtesgadener 6 Vikan 6. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.